Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2021 11:39 Togarinn Páll Pálsson ÍS-102 er nefndur í höfuðið á fyrsta stjórnarformanni fyrirtæksins. Hraðfrystihúsið Gunnvör Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. Einn úr áhöfninni var sendur í hraðpróf eftir að starfsmaður á skrifstofu Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið, fékk jákvæða niðurstöðu. Hefur sú greining verið staðfest með PCR-prófi og innan við tíu starfsmenn sendir í sóttkví. Ákveðið var að loka skrifstofu fyrirtækisins í Hnífsdal í dag vegna þessa. Niðurstöðu úr PCR-prófi skipverjans er að vænta í dag. „Við erum ekki komin með niðurstöðu úr þessu en vonum það besta. Það er allrar varúðar gætt,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. Nú sé sennilega unnið að því að flytja sýnið til Reykjavíkur. Hraðprófin reynst vel Hraðfrystihúsið Gunnvör komst í fréttirnar í október þegar nær allir skipverjar um borð í togaranum Júlíusi Geirssyni greindust með Covid-19. Voru skipstjóri og stjórnendur fyrirtækisins harðlega gagnrýndir þegar greint var frá því að skipverjar hafi staðið vaktina í þrjár vikur um borð, þrátt fyrir mikil veikindi. Einar Valur segir fyrirtækið nú hafa snúið við blaðinu og að áhafnir frystitogara séu sendar í hraðpróf fyrir hvern túr. Heilbrigðisstarfsmaður á vegum fyrirtækisins sjái um framkvæmdina og þetta séu fyrstu tilfellin sem komi upp meðal starfsmanna frá hópsýkingunni um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Þó er ekki venjan að skipverjar um borð í Páli Pálssyni og öðrum dagróðrabátum séu skimaðir áður en þeir fari í styttri ferðir. Áhöfn skipsins var snúið í land þegar starfsmaðurinn greindist á skrifstofunni þar sem talið var að einn skipverjinn væri útsettur. „Þessi hraðpróf geta hjálpað mikið og það hefur bara sannað sig,“ segir Einar Valur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Einn úr áhöfninni var sendur í hraðpróf eftir að starfsmaður á skrifstofu Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið, fékk jákvæða niðurstöðu. Hefur sú greining verið staðfest með PCR-prófi og innan við tíu starfsmenn sendir í sóttkví. Ákveðið var að loka skrifstofu fyrirtækisins í Hnífsdal í dag vegna þessa. Niðurstöðu úr PCR-prófi skipverjans er að vænta í dag. „Við erum ekki komin með niðurstöðu úr þessu en vonum það besta. Það er allrar varúðar gætt,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. Nú sé sennilega unnið að því að flytja sýnið til Reykjavíkur. Hraðprófin reynst vel Hraðfrystihúsið Gunnvör komst í fréttirnar í október þegar nær allir skipverjar um borð í togaranum Júlíusi Geirssyni greindust með Covid-19. Voru skipstjóri og stjórnendur fyrirtækisins harðlega gagnrýndir þegar greint var frá því að skipverjar hafi staðið vaktina í þrjár vikur um borð, þrátt fyrir mikil veikindi. Einar Valur segir fyrirtækið nú hafa snúið við blaðinu og að áhafnir frystitogara séu sendar í hraðpróf fyrir hvern túr. Heilbrigðisstarfsmaður á vegum fyrirtækisins sjái um framkvæmdina og þetta séu fyrstu tilfellin sem komi upp meðal starfsmanna frá hópsýkingunni um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Þó er ekki venjan að skipverjar um borð í Páli Pálssyni og öðrum dagróðrabátum séu skimaðir áður en þeir fari í styttri ferðir. Áhöfn skipsins var snúið í land þegar starfsmaðurinn greindist á skrifstofunni þar sem talið var að einn skipverjinn væri útsettur. „Þessi hraðpróf geta hjálpað mikið og það hefur bara sannað sig,“ segir Einar Valur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55