Sjálfráð eða svipt Lind Draumland skrifar 27. ágúst 2021 10:30 Einn af afkomendum mínum var greindur með alvarlegan geðsjúkdóm um sautján ára aldur. Það var mikið áfall en fjölskyldan sameinaðist og reyndi að gera allt það rétta, standa með læknum og stofnunum og meðtaka allt saman. Þegar að barnið okkar verður 18 ára þá er okkur sagt að til þess að standa betur að „lækningu“ hans þá sé best að hann sé sjálfræðissviptur. Við hlustum á læknana og segjum já. Sjálfræðissviptingin hefur verið framlengd í sex ár. Það tók okkur þó nokkurn tíma að ranka við okkur eftir áfallið og byrja að spyrja spurninga. Við spurðum til dæmis af hverju sjálfræðissvipting? Við fengum engin góð svör. Eina svarið var eitthvað í þá átt að til þess að tryggja það að barnið okkar tæki lyfin sín þá væri þetta æskilegasta fyrirkomulagið. Það kom að því að við gátum ekki séð að þetta væru haldbær rök þar sem okkar maður hefur aldrei hætt að taka lyfin sín. Málsókn Þegar um sjálfræðissviptingu er að ræða þá þurfa slík mál að fara fyrir dómstóla. Þannig var það líka í okkar tilfelli. Í hvert skipti var svipt í tvö ár. Þetta fór þannig fram að okkar maður fékk símtal frá sínum lögráðamanni um að dómsmálið yrði tekið fyrir. Þegar málið var tekið fyrir þá fékk hann annað símtal og þá frá dómara sem spyr hann nokkurra spurninga. Að lokum fær hann símtal þar sem honum er tilkynnt að dómurinn hafi úrskurðað áframhaldandi sjálfræðissviptingu í tvö ár. Fyrir tveimur árum ákveðum við að höfða mál gegn þessari ákvörðun. Fjölskyldan fékk til liðs við sig lögfræðing og við fórum í mál. Það sem kom út úr þeirri dómsmeðferð var að sjálfræðissviptingin var nú til eins árs og honum var skipaður nýr lögráðamaður, sem er tengdur honum persónulega. Aftur í slaginn Þegar árið var liðið og kom að því að málið yrði tekið upp að nýju, var fjölskyldan búin að undirbúa sig vel með sínum lögfræðingi, lúslesa sjúkrasöguna og tilbúin að fara alla leið. Lögfræðingur okkar manns og fjölskyldunnar hringir í Borgardóm til þess að láta lögfesta sig sem verjanda í málinu fyrir hönd síns skjólstæðings. Honum er tjáð að það væri ekki hægt að svo stöddu, þar sem málið væri ekki komið með málsnúmer og það verði ekki fyrr en eftir svona tvær vikur. Eftir tvær vikur hringir lögfræðingurinn aftur í Borgardóm og fær þá þær upplýsingar að það sé búið að dæma í málinu. Fyrir utan þá sorg og reiði sem þetta olli, þá voru spurningarnar um það hvernig í ósköpunum er þessi framkoma boðleg fólki? Hvar eru mannréttindin og hvers vegna vissi hvorki lögráðamaður, lögfræðingur eða fjölskylda neitt um það þegar málið var tekið fyrir? Honum var skipaður lögfræðingur sem hitti hann einan í 5 mínútur, síðan hringir dómari í hann og spyr hann nokkurra spurninga. Fljótlega eftir það fær hann símtal þar sem hann fær að vita að sjálfræðissviptingin sé framlengd. Ógagnsæ færibandavinna Við fjölskyldan, og ég held allir sem láta sig þennan málaflokk varða, þurfa að standa upp fyrir þá sem ekki hafa rödd í þessu samfélagi. Við verðum aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn.Við upplifðum ekki bara að okkar aðstandandi hafði ekki rödd, heldur vorum við sækjendur í vonlausri réttarfarslegri stöðu. Það þýðir þó ekki að við séum hætt. Við erum að undirbúa mál sem vonandi fer fyrir mannréttindadómstól Evrópu fljótlega. Það þarf að byggja upp aðhald með þeim sem koma að málaflokknum, svo ekki sé talað um gagnsæi og virðingu fyrir lífi einstaklinga. Hvernig sjáum við framtíðina Það er komin tími til að aðskilja skömmina og hræðsluna frá geðrænum veikindum. Framtíðin sem við viljum sjá er að grundvallarmannréttindi séu virt, að einstaklingur geti leitað sér lækninga að eigin vali. Að réttur einstaklingsins til ákvarðanatöku um eigið líf sé virtur og ef það er ekki mögulegt þá þarf það ferli að vera opið skýrt og öllum aðgengilegt.Sjálfræðissviptingar eiga að vera til skamms tíma, ferlið á að vera gagnsætt, aðgengilegt og hafa virðingu fyrir manneskjunni að leiðarljósi. Barnið mitt, rétt eins og allir aðrir, á að geta leitað sér nýjustu aðferða í lækningum og haft frelsi til þess að láta á þær reyna. Mín saga er saga einstaklinga sem komast ekki út úr ferli sjálfræðissviptingar. Aðstandendum sem biðja um sjálfræðissviptingu en fá ekki í gegn er jafnframt vandi á höndum. Ég lít svo á að það þurfi að endurskoða þennan málaflokk og veit að það er hafin vinna á Alþingi í þá átt undir forustu Pírata. Von mín er að við stöndum á krossgötum framfara sem leiða til þess að varnarlausir hópar fái verkfæri til uppbyggingar á eigin lífi. Höfundur skipar 2. sæti hjá Pírötum í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Einn af afkomendum mínum var greindur með alvarlegan geðsjúkdóm um sautján ára aldur. Það var mikið áfall en fjölskyldan sameinaðist og reyndi að gera allt það rétta, standa með læknum og stofnunum og meðtaka allt saman. Þegar að barnið okkar verður 18 ára þá er okkur sagt að til þess að standa betur að „lækningu“ hans þá sé best að hann sé sjálfræðissviptur. Við hlustum á læknana og segjum já. Sjálfræðissviptingin hefur verið framlengd í sex ár. Það tók okkur þó nokkurn tíma að ranka við okkur eftir áfallið og byrja að spyrja spurninga. Við spurðum til dæmis af hverju sjálfræðissvipting? Við fengum engin góð svör. Eina svarið var eitthvað í þá átt að til þess að tryggja það að barnið okkar tæki lyfin sín þá væri þetta æskilegasta fyrirkomulagið. Það kom að því að við gátum ekki séð að þetta væru haldbær rök þar sem okkar maður hefur aldrei hætt að taka lyfin sín. Málsókn Þegar um sjálfræðissviptingu er að ræða þá þurfa slík mál að fara fyrir dómstóla. Þannig var það líka í okkar tilfelli. Í hvert skipti var svipt í tvö ár. Þetta fór þannig fram að okkar maður fékk símtal frá sínum lögráðamanni um að dómsmálið yrði tekið fyrir. Þegar málið var tekið fyrir þá fékk hann annað símtal og þá frá dómara sem spyr hann nokkurra spurninga. Að lokum fær hann símtal þar sem honum er tilkynnt að dómurinn hafi úrskurðað áframhaldandi sjálfræðissviptingu í tvö ár. Fyrir tveimur árum ákveðum við að höfða mál gegn þessari ákvörðun. Fjölskyldan fékk til liðs við sig lögfræðing og við fórum í mál. Það sem kom út úr þeirri dómsmeðferð var að sjálfræðissviptingin var nú til eins árs og honum var skipaður nýr lögráðamaður, sem er tengdur honum persónulega. Aftur í slaginn Þegar árið var liðið og kom að því að málið yrði tekið upp að nýju, var fjölskyldan búin að undirbúa sig vel með sínum lögfræðingi, lúslesa sjúkrasöguna og tilbúin að fara alla leið. Lögfræðingur okkar manns og fjölskyldunnar hringir í Borgardóm til þess að láta lögfesta sig sem verjanda í málinu fyrir hönd síns skjólstæðings. Honum er tjáð að það væri ekki hægt að svo stöddu, þar sem málið væri ekki komið með málsnúmer og það verði ekki fyrr en eftir svona tvær vikur. Eftir tvær vikur hringir lögfræðingurinn aftur í Borgardóm og fær þá þær upplýsingar að það sé búið að dæma í málinu. Fyrir utan þá sorg og reiði sem þetta olli, þá voru spurningarnar um það hvernig í ósköpunum er þessi framkoma boðleg fólki? Hvar eru mannréttindin og hvers vegna vissi hvorki lögráðamaður, lögfræðingur eða fjölskylda neitt um það þegar málið var tekið fyrir? Honum var skipaður lögfræðingur sem hitti hann einan í 5 mínútur, síðan hringir dómari í hann og spyr hann nokkurra spurninga. Fljótlega eftir það fær hann símtal þar sem hann fær að vita að sjálfræðissviptingin sé framlengd. Ógagnsæ færibandavinna Við fjölskyldan, og ég held allir sem láta sig þennan málaflokk varða, þurfa að standa upp fyrir þá sem ekki hafa rödd í þessu samfélagi. Við verðum aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn.Við upplifðum ekki bara að okkar aðstandandi hafði ekki rödd, heldur vorum við sækjendur í vonlausri réttarfarslegri stöðu. Það þýðir þó ekki að við séum hætt. Við erum að undirbúa mál sem vonandi fer fyrir mannréttindadómstól Evrópu fljótlega. Það þarf að byggja upp aðhald með þeim sem koma að málaflokknum, svo ekki sé talað um gagnsæi og virðingu fyrir lífi einstaklinga. Hvernig sjáum við framtíðina Það er komin tími til að aðskilja skömmina og hræðsluna frá geðrænum veikindum. Framtíðin sem við viljum sjá er að grundvallarmannréttindi séu virt, að einstaklingur geti leitað sér lækninga að eigin vali. Að réttur einstaklingsins til ákvarðanatöku um eigið líf sé virtur og ef það er ekki mögulegt þá þarf það ferli að vera opið skýrt og öllum aðgengilegt.Sjálfræðissviptingar eiga að vera til skamms tíma, ferlið á að vera gagnsætt, aðgengilegt og hafa virðingu fyrir manneskjunni að leiðarljósi. Barnið mitt, rétt eins og allir aðrir, á að geta leitað sér nýjustu aðferða í lækningum og haft frelsi til þess að láta á þær reyna. Mín saga er saga einstaklinga sem komast ekki út úr ferli sjálfræðissviptingar. Aðstandendum sem biðja um sjálfræðissviptingu en fá ekki í gegn er jafnframt vandi á höndum. Ég lít svo á að það þurfi að endurskoða þennan málaflokk og veit að það er hafin vinna á Alþingi í þá átt undir forustu Pírata. Von mín er að við stöndum á krossgötum framfara sem leiða til þess að varnarlausir hópar fái verkfæri til uppbyggingar á eigin lífi. Höfundur skipar 2. sæti hjá Pírötum í Suðurkjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar