Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Árni Sæberg og Kjartan Kjartansson skrifa 26. ágúst 2021 13:54 Afganar veifa vegabréfsáritunum að erlendum hermönnum til að reyna að komast úr landi við flugvöllinn í Kabúl í dag áður en mannskæð árás var gerð í mannþrönginni. Vísir/EPA Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. John Kirby, fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnamálaráðuneytisins, staðfesti á Twitter að sprengingin hafi orðið við svonefnt Abbey-hlið flugvallarins. Fjöldi bandarískra og afganskra borgara hafi látið lífið eða særst. Þá hafi önnur sprenging átt sér stað við Baron-hótelið nærri hliðinu þar sem bresk yfirvöld hafa farið yfir skjöl breskra og afganskra borgara sem eiga rétt á brottflutningi frá landinu. Bandarískur embættismaður segir AP-fréttastofunni að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams séu „örugglega talin“ hafa staðið að árásinni. Tveir sjálfsmorðssprengjumenn og nokkrir byssumenn eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni. We can confirm that the explosion at the Abbey Gate was the result of a complex attack that resulted in a number of US & civilian casualties. We can also confirm at least one other explosion at or near the Baron Hotel, a short distance from Abbey Gate. We will continue to update.— John Kirby (@PentagonPresSec) August 26, 2021 Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talsmanni talibana að í það minnsta ellefu manns séu látnir í árásinni, þar á meðal konur og börn. Verðir á vegum talibana hafi særst. Sky-fréttastöðin segir að þrettán manns hafi látist, þar á meðal börn, og hefur það eftir talibönum. Ekki er ljóst hvað skýrir misræmið í tölu látinna. Þá segir stöðina að tvær sprengingar hafi orðið. Update: Several people wounded in the blast close to Kabul airport have been taken to Emergency Hospital. #Afghanistan pic.twitter.com/qjdI4o7aGF— TOLOnews (@TOLOnews) August 26, 2021 Wall Street Journal fullyrðir að sprengja hafi sprungið inni í hóp Afgana sem reyndi að komast inn á flugvöllinn til að forða sér úr landi. Sjónarvottur segir blaðinu að sprengja hafi sprungið innan um þúsundir manna. Hann hafi séð fjölda særðra og verið sagt af mannfalli. Þrír banadrískir hermenn eru sagðir hafa særst í árásinni. AP-fréttastofan hefur eftir afgönskum karlmanni á staðnum að hann hafi séð fólk sem virtist látið og að hann hafi séð fólk sem hafði misst útlimi. Fréttaritarar bæði Sky og BBC hafa lýst aðstæðum þannig að sprenging eða sprengingar hafi orðið í fráveituskurði þar sem afganskir flóttamenn biðu eftir að farið væri yfir ferðaleyfi þeirra. Sjálfsmorðsprengjuárásarmaður hafi látið til skarar skríða og að annar árásarmaður hafi svo hafið skotárás. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fréttum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku af árásinni. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu höfðu varað þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðlagt þeim frá ferðalögum þangað. Þeim sem eru í mannmergðinni fyrir utan flugvöllinn var ráðlagt að yfirgefa svæðið. Hvíta húsið hefur staðfest að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið upplýstur um árásina. Afganistan Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
John Kirby, fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnamálaráðuneytisins, staðfesti á Twitter að sprengingin hafi orðið við svonefnt Abbey-hlið flugvallarins. Fjöldi bandarískra og afganskra borgara hafi látið lífið eða særst. Þá hafi önnur sprenging átt sér stað við Baron-hótelið nærri hliðinu þar sem bresk yfirvöld hafa farið yfir skjöl breskra og afganskra borgara sem eiga rétt á brottflutningi frá landinu. Bandarískur embættismaður segir AP-fréttastofunni að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams séu „örugglega talin“ hafa staðið að árásinni. Tveir sjálfsmorðssprengjumenn og nokkrir byssumenn eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni. We can confirm that the explosion at the Abbey Gate was the result of a complex attack that resulted in a number of US & civilian casualties. We can also confirm at least one other explosion at or near the Baron Hotel, a short distance from Abbey Gate. We will continue to update.— John Kirby (@PentagonPresSec) August 26, 2021 Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talsmanni talibana að í það minnsta ellefu manns séu látnir í árásinni, þar á meðal konur og börn. Verðir á vegum talibana hafi særst. Sky-fréttastöðin segir að þrettán manns hafi látist, þar á meðal börn, og hefur það eftir talibönum. Ekki er ljóst hvað skýrir misræmið í tölu látinna. Þá segir stöðina að tvær sprengingar hafi orðið. Update: Several people wounded in the blast close to Kabul airport have been taken to Emergency Hospital. #Afghanistan pic.twitter.com/qjdI4o7aGF— TOLOnews (@TOLOnews) August 26, 2021 Wall Street Journal fullyrðir að sprengja hafi sprungið inni í hóp Afgana sem reyndi að komast inn á flugvöllinn til að forða sér úr landi. Sjónarvottur segir blaðinu að sprengja hafi sprungið innan um þúsundir manna. Hann hafi séð fjölda særðra og verið sagt af mannfalli. Þrír banadrískir hermenn eru sagðir hafa særst í árásinni. AP-fréttastofan hefur eftir afgönskum karlmanni á staðnum að hann hafi séð fólk sem virtist látið og að hann hafi séð fólk sem hafði misst útlimi. Fréttaritarar bæði Sky og BBC hafa lýst aðstæðum þannig að sprenging eða sprengingar hafi orðið í fráveituskurði þar sem afganskir flóttamenn biðu eftir að farið væri yfir ferðaleyfi þeirra. Sjálfsmorðsprengjuárásarmaður hafi látið til skarar skríða og að annar árásarmaður hafi svo hafið skotárás. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fréttum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku af árásinni. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu höfðu varað þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðlagt þeim frá ferðalögum þangað. Þeim sem eru í mannmergðinni fyrir utan flugvöllinn var ráðlagt að yfirgefa svæðið. Hvíta húsið hefur staðfest að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið upplýstur um árásina.
Afganistan Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira