Myrkur um miðjan dag á Alþingi Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 26. ágúst 2021 12:00 Það var venju fremur dimmt yfir Alþingi þegar lög nr. 80 2020 sem heimila einkarekstur í vegakerfinu voru samþykkt. Frá upphafi bílvegalagningar á Íslandi hafði vegakerfið verið frjálst, með örfáum undantekningum. Hér er því um rótæka kerfisbreytingu að ræða.Breytingu sem hefur í för með sér versnandi kjör almennings og mikla breytingu á þeim lífstíl sem fólk er vant við. Þrátt fyrir það var einungis 1 þingmaður sem gat staðið upp þennan ógæfudag á Alþingi og varið almannahagsmuni með því að greiða atkvæði gegn lögunum. Þessi nöturlega staðreynd sínir okkur svart á hvítu að vilji kjósendur berjast gegn einkavæðingu vegakerfisins er valkosturinn einungis einn, Sósíalistaflokkurinn sem tekur einarða afstöðu gegn hverskonar einkavæðingu á innviðum. Er það bara vanhæfni eða heimska að taka lán frá einkaaðilum þegar engin getur lengur neitað því, ekki einusinni sverustu hægrimenn ríkistjórnarflokkanna, að ríkið getur gefið út eins mikið af krónum og því sýnist? Hvort er betra að taka lán hjá sjálfum sér eða hjá einkaaðilum? Svarið er augljóst eins og tilgangurinn; að opna gróðaveg fyrir einkaaðila. Kostnaðurinn leggst á almenning og þyngst á þá sem minnst hafa. Sami leikurinn endurtekur sig í sífellu. Samt kom nánast engin andstaða fram gegn þessu ósóma frumvarpi í atkvæðagreiðslunni. Með lögunum greiddu allir þingmenn Framsóknar, VG, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.Flokkanna sem bíða eftir tækifæri til að mynda næstu ríkistjórn um einkavæðingu og einkarekstur á flestum sviðum.Þeir kjósendur sem eru á móti einkavæðingu innvið þurfa að svelta þessa flokka af atkvæðum. Afgangurinn af þingsalnum, Samfylkingin og Píratar roluðust til að sitja hjá. Þessi atkvæðagreiðsla gefur skýra mynd af því pólitíska landslagi sem blasir við á Alþingi. Þrátt fyrir að víðast hvar í heiminum aukist skilningur á því hversu skaðleg og eyðandi nýfrjálshyggjupólitíkin er þá er enn verið að gera rótækar kerfisbreytingar í þeim anda á Íslandi án þess að andstaðan er í fullkomnu skötulíki. Það er utan alþingis sem raunverulegt andstöðuafl er að myndast. Flokkur sem vill kollvarpa nýfrjálshyggjukerfinu og taka upp í staðin efnahags- og félagskerfi samvinnu, félagslegrar uppbyggingar og valdeflingu almennings. Sá flokkur er Sósíalistaflokkurinn og ef þú vilt berjast gegn þeim kerfisbreytingum sem er verið að gera í vegakerfinu, þá hefur þú flokk sem berst með þér. X við J í kjörklefanum 25 september og við gefum kerfinu hans Bjarna Ben og kó á kjaftinn. Höfundur er í 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það var venju fremur dimmt yfir Alþingi þegar lög nr. 80 2020 sem heimila einkarekstur í vegakerfinu voru samþykkt. Frá upphafi bílvegalagningar á Íslandi hafði vegakerfið verið frjálst, með örfáum undantekningum. Hér er því um rótæka kerfisbreytingu að ræða.Breytingu sem hefur í för með sér versnandi kjör almennings og mikla breytingu á þeim lífstíl sem fólk er vant við. Þrátt fyrir það var einungis 1 þingmaður sem gat staðið upp þennan ógæfudag á Alþingi og varið almannahagsmuni með því að greiða atkvæði gegn lögunum. Þessi nöturlega staðreynd sínir okkur svart á hvítu að vilji kjósendur berjast gegn einkavæðingu vegakerfisins er valkosturinn einungis einn, Sósíalistaflokkurinn sem tekur einarða afstöðu gegn hverskonar einkavæðingu á innviðum. Er það bara vanhæfni eða heimska að taka lán frá einkaaðilum þegar engin getur lengur neitað því, ekki einusinni sverustu hægrimenn ríkistjórnarflokkanna, að ríkið getur gefið út eins mikið af krónum og því sýnist? Hvort er betra að taka lán hjá sjálfum sér eða hjá einkaaðilum? Svarið er augljóst eins og tilgangurinn; að opna gróðaveg fyrir einkaaðila. Kostnaðurinn leggst á almenning og þyngst á þá sem minnst hafa. Sami leikurinn endurtekur sig í sífellu. Samt kom nánast engin andstaða fram gegn þessu ósóma frumvarpi í atkvæðagreiðslunni. Með lögunum greiddu allir þingmenn Framsóknar, VG, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.Flokkanna sem bíða eftir tækifæri til að mynda næstu ríkistjórn um einkavæðingu og einkarekstur á flestum sviðum.Þeir kjósendur sem eru á móti einkavæðingu innvið þurfa að svelta þessa flokka af atkvæðum. Afgangurinn af þingsalnum, Samfylkingin og Píratar roluðust til að sitja hjá. Þessi atkvæðagreiðsla gefur skýra mynd af því pólitíska landslagi sem blasir við á Alþingi. Þrátt fyrir að víðast hvar í heiminum aukist skilningur á því hversu skaðleg og eyðandi nýfrjálshyggjupólitíkin er þá er enn verið að gera rótækar kerfisbreytingar í þeim anda á Íslandi án þess að andstaðan er í fullkomnu skötulíki. Það er utan alþingis sem raunverulegt andstöðuafl er að myndast. Flokkur sem vill kollvarpa nýfrjálshyggjukerfinu og taka upp í staðin efnahags- og félagskerfi samvinnu, félagslegrar uppbyggingar og valdeflingu almennings. Sá flokkur er Sósíalistaflokkurinn og ef þú vilt berjast gegn þeim kerfisbreytingum sem er verið að gera í vegakerfinu, þá hefur þú flokk sem berst með þér. X við J í kjörklefanum 25 september og við gefum kerfinu hans Bjarna Ben og kó á kjaftinn. Höfundur er í 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar