Eflum heilsugæsluna Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 08:00 Ég finn á ferðum mínum vegna kosninganna að fólk vill helst ræða heilbrigðismál og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sjálfkrafa sett heilbrigðismál sem fyrsta lið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og á því máli eru ótal hliðar og mismunandi sjónarhorn. Útgjöld vegna heilbrigðiskerfisins eru stærstu póstar fjárlaga ríkisins og aukast í takti við vaxandi álag á heilbrigðiskerfið. Þjóðin eldist og það er auðvitað hið besta mál. Kvíðvænlegt er hins vegar að þeim fækkar þá líka hlutfallslega sem yngri eru og virkir á vinnumarkaði. Færri og færri vinnandi höndum er ætlað að standa undir kerfinu þegar horft er einungis fáeina áratugi fram í tímann. Þessa áskorun verðum við að taka alvarlega. Verkefni næstu ára og áratuga eru ærin og ljóst að sitthvað þarf að breytast. Landspítalinn sendir út skilaboð nánast á hverjum degi um að þar sé starfsemin við þolmörk og ekkert megi út af bregða svo neyðarástand skapist. Hvað þýðir það ef rétt er? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við leysum ekki verkefni morgundagsins í heilbrigðiskerfinu án samvinnu hins opinbera og einkareksturs. Landspítali Háskólasjúkrahús verður alltaf hryggjarstykkið í íslensku heilbrigðiskerfi og miklar vonir eru bundnar við að með nýjum spítala náist hagræðing og betri aðstæður skapist bæði fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Þar með er ekki öll sagan sögð, það þarf jafnframt að styrkja sjálfan grunninn í kerfinu sem er heilsugæslan hringinn í kringum landið. Aðeins þannig drögum við um leið úr álagi á Landspítalanum. Það á að hvetja en ekki letja heilbrigðistarfsfólk sem vill láta til sín taka og vinna á sjálfstæðum heilsugæslustöðvum. Við höfum mörg dæmi um farsælan einkarekstur heilsugæslu sem starfar við hlið opinberra stöðva. Nú nýlega birtust fréttir af því að einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hefðu komið best út úr þjónustukönnunum. Og um það á heilsugæslan að snúast, ánægju og traust sjúklinga. Vert er að benda á að annars staðar á Norðurlöndunum er fyrirkomulag heilsugæslu með öðrum hætti en hér á landi. Í Danmörku er heilsugæslan að öllu leyti einkarekin, í Noregi eru yfir 90% heilsugæslustarfseminnar einkarekin og í Svíþjóð og Finnlandi er blandað kerfi einkareksturs og opinbers rekstur. Á Íslandi eru hlutföllin allt önnur. Innan við 10% heilsugæslunnar eru í einkarekstri en rúmlega 90% í opinberum rekstri. Alls staðar á Norðurlöndum er heilsugæslan fjármögnuð á sama hátt, með sköttum og svo greiðslum beint frá sjúklingum. Oft er vísað til Norðurlandanna sem mekka velferðarþjónustu á heimsvísu og íslenskir stjórnmálaflokkar líta til gjarnan þangað eftir fordæmi. Af hverju að gera undantekningu hér? Þetta fyrirkomulag einkarekstrar gengur vel annars staðar og engin ástæða er til að ætla að einkarekstur íslensks heilbrigðisstarfsfólks verði ekki farsæll líka í sama umfangi og gerist og gengur í norrænu grannríkjunum. Við höfum þar að auki fjölmörg dæmi hér heima um að slíkt rekstrarform gefist vel í mörgum greinum heilbrigðiskerfisins. Þar má nefna þjónustu tannlækna, sjúkraþjálfara, sjálfstætt starfandi ljósmæður og fleiri hópa. Því miður er það svo að sjúklingum er í mörgum tilvikum haldið sárkvöldum misserum saman í biðröðum eftir aðgerðum í opinbera kerfinu frekar en kaupa þjónustu einkarekinna stöðva. Meira að segja eru sjúklingar fluttir til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma á Íslandi. Hvaða vit er nú í því? Er ekki mál að linni? Leyfum þeim sem þurfa á þjónustunni að halda að eiga valið. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir því af krafti á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég finn á ferðum mínum vegna kosninganna að fólk vill helst ræða heilbrigðismál og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sjálfkrafa sett heilbrigðismál sem fyrsta lið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og á því máli eru ótal hliðar og mismunandi sjónarhorn. Útgjöld vegna heilbrigðiskerfisins eru stærstu póstar fjárlaga ríkisins og aukast í takti við vaxandi álag á heilbrigðiskerfið. Þjóðin eldist og það er auðvitað hið besta mál. Kvíðvænlegt er hins vegar að þeim fækkar þá líka hlutfallslega sem yngri eru og virkir á vinnumarkaði. Færri og færri vinnandi höndum er ætlað að standa undir kerfinu þegar horft er einungis fáeina áratugi fram í tímann. Þessa áskorun verðum við að taka alvarlega. Verkefni næstu ára og áratuga eru ærin og ljóst að sitthvað þarf að breytast. Landspítalinn sendir út skilaboð nánast á hverjum degi um að þar sé starfsemin við þolmörk og ekkert megi út af bregða svo neyðarástand skapist. Hvað þýðir það ef rétt er? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við leysum ekki verkefni morgundagsins í heilbrigðiskerfinu án samvinnu hins opinbera og einkareksturs. Landspítali Háskólasjúkrahús verður alltaf hryggjarstykkið í íslensku heilbrigðiskerfi og miklar vonir eru bundnar við að með nýjum spítala náist hagræðing og betri aðstæður skapist bæði fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Þar með er ekki öll sagan sögð, það þarf jafnframt að styrkja sjálfan grunninn í kerfinu sem er heilsugæslan hringinn í kringum landið. Aðeins þannig drögum við um leið úr álagi á Landspítalanum. Það á að hvetja en ekki letja heilbrigðistarfsfólk sem vill láta til sín taka og vinna á sjálfstæðum heilsugæslustöðvum. Við höfum mörg dæmi um farsælan einkarekstur heilsugæslu sem starfar við hlið opinberra stöðva. Nú nýlega birtust fréttir af því að einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hefðu komið best út úr þjónustukönnunum. Og um það á heilsugæslan að snúast, ánægju og traust sjúklinga. Vert er að benda á að annars staðar á Norðurlöndunum er fyrirkomulag heilsugæslu með öðrum hætti en hér á landi. Í Danmörku er heilsugæslan að öllu leyti einkarekin, í Noregi eru yfir 90% heilsugæslustarfseminnar einkarekin og í Svíþjóð og Finnlandi er blandað kerfi einkareksturs og opinbers rekstur. Á Íslandi eru hlutföllin allt önnur. Innan við 10% heilsugæslunnar eru í einkarekstri en rúmlega 90% í opinberum rekstri. Alls staðar á Norðurlöndum er heilsugæslan fjármögnuð á sama hátt, með sköttum og svo greiðslum beint frá sjúklingum. Oft er vísað til Norðurlandanna sem mekka velferðarþjónustu á heimsvísu og íslenskir stjórnmálaflokkar líta til gjarnan þangað eftir fordæmi. Af hverju að gera undantekningu hér? Þetta fyrirkomulag einkarekstrar gengur vel annars staðar og engin ástæða er til að ætla að einkarekstur íslensks heilbrigðisstarfsfólks verði ekki farsæll líka í sama umfangi og gerist og gengur í norrænu grannríkjunum. Við höfum þar að auki fjölmörg dæmi hér heima um að slíkt rekstrarform gefist vel í mörgum greinum heilbrigðiskerfisins. Þar má nefna þjónustu tannlækna, sjúkraþjálfara, sjálfstætt starfandi ljósmæður og fleiri hópa. Því miður er það svo að sjúklingum er í mörgum tilvikum haldið sárkvöldum misserum saman í biðröðum eftir aðgerðum í opinbera kerfinu frekar en kaupa þjónustu einkarekinna stöðva. Meira að segja eru sjúklingar fluttir til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma á Íslandi. Hvaða vit er nú í því? Er ekki mál að linni? Leyfum þeim sem þurfa á þjónustunni að halda að eiga valið. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir því af krafti á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun