Krefjast þess að stjórnvöld efni samninga og taki á móti fötluðu flóttafólki Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 07:01 Anna Lára Steindal, verkefnastjóri í málefnum barna, ungmenna og fólks af erlendum uppruna hjá Þroskahjálp. Samsett Landssamtökin Þroskahjálp krefjast þess að stjórnvöld hugi sérstaklega að því að taka á móti fötluðu flóttafólki frá Afganistan. Fáir hópar séu jafn berskjaldaðir við þær aðstæður nú ríki í landinu. Í áskorun til ríkisstjórnarinnar eru stjórnvöld sögð skuldbundin af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til að huga að vernd fatlaðs fólks á átakatímum. Ríkisstjórnin tilkynnti á þriðjudag að til standi að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna ástandsins sem skapast hefur þar í kjölfar valdatöku Talibana. Meðal annars verður lögð áhersla á fjölskyldusameiningu og að aðstoða fólk sem starfaði með Atlantshafsbandalaginu, íslensku friðargæslunni og sótti jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna. Hvergi er minnst á fatlað fólk í tillögum flóttamannanefndar eða yfirlýsingu stjórnvalda. Óvenjulega hátt hlutfall fatlaðra í Afganistan Þroskahjálp kallar eftir því að íslensk stjórnvöld gæti þess að fötluðu fólki bjóðist ekki síðri vernd eða stuðningur en annað flóttafólk. „Það er vitað að fatlað fólk er ákaflega berskjaldað þegar aðstæður eru svona og augljóst að stór hluti af fötluðu fólki kemst hvorki lönd né strönd án aðstoðar. Við vitum til dæmis að fólk sem verður viðskila við fjölskyldur sínar einangrast oft mjög mikið og það er mjög algengt að fatlað fólk njóti ekki lágmarksmannúðaraðstoðar í þessum aðstæðum,“ segir Anna Lára Steindal, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Samkvæmt Mannréttindavaktinni er hlutfall fatlaðs fólks af heildarmannfjölda í Afganistan með því hæsta í heiminum. Í að minnsta kosti einni af hverjum fimm fjölskyldum megi finna einstakling með alvarlega líkamlega, vitsmunalega, skynjunartengda eða sálfélagslega fötlun. Anna segir að umtalsverður hluti afgönsku þjóðarinnar hafi slasast í áratuga löngum átökum og þá hafi reynt á andlega heilsu margra að þurfa að lifa við erfiðar aðstæður. Talið er að stór hluti þeirra milljóna Afgana sem eru nú á flótta sé fatlað fólk sem á í erfiðleikum með að fá mannúðaraðstoð. Líklegra til að þola ofbeldi „Reynslan sýnir að þegar fólk flýr stríðsátök er mikil hætta á að fatlað fólk sé hreinlega skilið eftir eða fari á mis við þá aðstoð sem veitt er flóttafólki. Vegna fötlunar sinnar á það erfiðara með að leita skjóls en annað fólk og þarf að þola ofbeldi og misnotkun af ýmsu tagi,“ segir í áskorun Þroskahjálpar til íslenskra stjórnvalda. Víða um heim hefur áhersla verið lögð á að vernda Afgana sem hafa staðið framarlega í mannréttindabaráttu. „Það eru kannski engir jafn berskjaldaðir í því tilliti og fatlaðar konur,“ segir Anna. Hún gagnrýnir að lítið hafi verið rætt um stöðu fatlaðs fólks í þessu samhengi. Brýnt sé að halda sjónarmiðum þeirra á lofti. Yfirvöld hér á landi ekki tekið mið af fötlun hælisleitenda Almennt er mun ólíklegra að fatlað fólk komi hingað til lands af sjálfsdáðum í leit að hæli. Anna segir nauðsynlegt að taka mið af fötlun í allri meðferð hælisleitenda og flóttafólks. Dæmi séu um að yfirvöld hér á landi hafi sýnt fötluðum hælisleitendum skilningsleysi. „Við höfum haft á okkar borði mál fólks sem er í hjólastól eða augljóslega fatlað og er jafnvel með heilbrigðisskjöl til að framvísa en ekki er tekið mið af fötluninni þegar úrskurður er felldur.“ Þó séu dæmi um að kærunefnd útlendingamála hafi í slíkum málum snúið við synjun Útlendingastofnunar á umsókn um hæli. „En okkur finnst skorta upp á skilning hjá yfirvöldum útlendingamála á þeim skyldum sem af samningnum leiða,“ bætir Anna við. Þar vísar hún meðal annar til eftirfarandi ákvæðis í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur samþykkt: „Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir, í samræmi við skuldbindingar sínar að þjóðarétti, þar með talið alþjóðleg mannúðarlög og alþjóðleg mannréttindalög, til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, að meðtöldum vopnuðum átökum, neyðarástandi sem kallar á mannúðaraðstoð og náttúruhamförum.“ Anna segir mikilvægt að horfa heildstætt á stöðu fólks í Afganistan. „Það er okkar sýn að þegar þú ert í mannréttindabaráttu þá skiptir miklu máli að vinna sig út frá jaðrinum. Þeir sem eru í mestri og brýnustu þörf fyrir vernd hljóta að vera ofarlega á lista og ég get ekki ímyndað mér að það séu margir hópar í Afganistan núna sem eru í brýnni þörf en fatlað fólk.“ Afganistan Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25. ágúst 2021 19:01 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Í áskorun til ríkisstjórnarinnar eru stjórnvöld sögð skuldbundin af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til að huga að vernd fatlaðs fólks á átakatímum. Ríkisstjórnin tilkynnti á þriðjudag að til standi að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna ástandsins sem skapast hefur þar í kjölfar valdatöku Talibana. Meðal annars verður lögð áhersla á fjölskyldusameiningu og að aðstoða fólk sem starfaði með Atlantshafsbandalaginu, íslensku friðargæslunni og sótti jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna. Hvergi er minnst á fatlað fólk í tillögum flóttamannanefndar eða yfirlýsingu stjórnvalda. Óvenjulega hátt hlutfall fatlaðra í Afganistan Þroskahjálp kallar eftir því að íslensk stjórnvöld gæti þess að fötluðu fólki bjóðist ekki síðri vernd eða stuðningur en annað flóttafólk. „Það er vitað að fatlað fólk er ákaflega berskjaldað þegar aðstæður eru svona og augljóst að stór hluti af fötluðu fólki kemst hvorki lönd né strönd án aðstoðar. Við vitum til dæmis að fólk sem verður viðskila við fjölskyldur sínar einangrast oft mjög mikið og það er mjög algengt að fatlað fólk njóti ekki lágmarksmannúðaraðstoðar í þessum aðstæðum,“ segir Anna Lára Steindal, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Samkvæmt Mannréttindavaktinni er hlutfall fatlaðs fólks af heildarmannfjölda í Afganistan með því hæsta í heiminum. Í að minnsta kosti einni af hverjum fimm fjölskyldum megi finna einstakling með alvarlega líkamlega, vitsmunalega, skynjunartengda eða sálfélagslega fötlun. Anna segir að umtalsverður hluti afgönsku þjóðarinnar hafi slasast í áratuga löngum átökum og þá hafi reynt á andlega heilsu margra að þurfa að lifa við erfiðar aðstæður. Talið er að stór hluti þeirra milljóna Afgana sem eru nú á flótta sé fatlað fólk sem á í erfiðleikum með að fá mannúðaraðstoð. Líklegra til að þola ofbeldi „Reynslan sýnir að þegar fólk flýr stríðsátök er mikil hætta á að fatlað fólk sé hreinlega skilið eftir eða fari á mis við þá aðstoð sem veitt er flóttafólki. Vegna fötlunar sinnar á það erfiðara með að leita skjóls en annað fólk og þarf að þola ofbeldi og misnotkun af ýmsu tagi,“ segir í áskorun Þroskahjálpar til íslenskra stjórnvalda. Víða um heim hefur áhersla verið lögð á að vernda Afgana sem hafa staðið framarlega í mannréttindabaráttu. „Það eru kannski engir jafn berskjaldaðir í því tilliti og fatlaðar konur,“ segir Anna. Hún gagnrýnir að lítið hafi verið rætt um stöðu fatlaðs fólks í þessu samhengi. Brýnt sé að halda sjónarmiðum þeirra á lofti. Yfirvöld hér á landi ekki tekið mið af fötlun hælisleitenda Almennt er mun ólíklegra að fatlað fólk komi hingað til lands af sjálfsdáðum í leit að hæli. Anna segir nauðsynlegt að taka mið af fötlun í allri meðferð hælisleitenda og flóttafólks. Dæmi séu um að yfirvöld hér á landi hafi sýnt fötluðum hælisleitendum skilningsleysi. „Við höfum haft á okkar borði mál fólks sem er í hjólastól eða augljóslega fatlað og er jafnvel með heilbrigðisskjöl til að framvísa en ekki er tekið mið af fötluninni þegar úrskurður er felldur.“ Þó séu dæmi um að kærunefnd útlendingamála hafi í slíkum málum snúið við synjun Útlendingastofnunar á umsókn um hæli. „En okkur finnst skorta upp á skilning hjá yfirvöldum útlendingamála á þeim skyldum sem af samningnum leiða,“ bætir Anna við. Þar vísar hún meðal annar til eftirfarandi ákvæðis í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur samþykkt: „Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir, í samræmi við skuldbindingar sínar að þjóðarétti, þar með talið alþjóðleg mannúðarlög og alþjóðleg mannréttindalög, til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, að meðtöldum vopnuðum átökum, neyðarástandi sem kallar á mannúðaraðstoð og náttúruhamförum.“ Anna segir mikilvægt að horfa heildstætt á stöðu fólks í Afganistan. „Það er okkar sýn að þegar þú ert í mannréttindabaráttu þá skiptir miklu máli að vinna sig út frá jaðrinum. Þeir sem eru í mestri og brýnustu þörf fyrir vernd hljóta að vera ofarlega á lista og ég get ekki ímyndað mér að það séu margir hópar í Afganistan núna sem eru í brýnni þörf en fatlað fólk.“
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25. ágúst 2021 19:01 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25. ágúst 2021 19:01
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22