Selja hundrað hús í nágrenni Rómaborgar á 150 krónur Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2021 14:16 Maenza að næturlagi. Comune di Maenza Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í auknum mæli að selja yfirgefin hús á eina evru til að draga að framtakssama kaupendur. Fram að þessu hefur rýmingarsalan einna helst einskorðast við einangruð þorp fjarri höfuðborginni en breyting var á því þegar bæjaryfirvöld í Maenza tilkynntu að þau ætluðu að feta sömu leið. Maenza er fyrsti bærinn í héraðinu Latíum á Mið-Ítalíu til að bjóða vanrækt steinhús til sölu á það sem samsvarar um 150 íslenskum krónum. Um þrjú þúsund manns búa í sveitarfélaginu sem er staðsett í Monti Lepini-fjallgarðinum, um 90 mínútna bílferð frá Róm. Vill lífga upp á bæinn Claudio Sperduti, bæjarstjóri Maenza, segir að verkefnið sé liður í endurfæðingu heimabæjar síns. Markmiðið sé að blása nýju lífi í þögul öngstræti í samstarfi við núverandi eigendur húsanna. „Við erum að taka eitt skref í einu. Þegar fjölskyldur setja sig í samband við okkur og afhenda okkur gömlu húsin þá auglýsum við þau á vefsíðunni okkar,“ segir Sperduti í samtali við CNN. Þá geta bæjarstarfsmenn einnig reynt að finna aðrar eignir sem passa við lýsingu áhugasamra. Bærinn vonast til að um hundrað vanræktar fasteignir muni með þessu ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Sumar þeirra eru í það mikilli niðurníðslu að talið er að nálægum vegfarendum stafi hætta af þeim. Fyrstu húsin í Maenza eru komin í sölu og getur fólk lýst yfir áhuga á þeim fram til 28. ágúst. Til stendur að bæta við fleiri eignum á skrá eftir að viðræðum lýkur við fleiri eigendur. Þurfa að klára endurbætur á þremur árum Þeir einstaklingar sem festa kaup á eign fyrir eina evru skuldbinda sig til að klára að gera hana upp á næstu þremur árum. Þá þurfa nýir eigendur að leggja fram 5.000 evra innborgun, eða um 745 þúsund krónur, sem þeir fá endurgreidda að loknum endurbótum. Áhugasömum er gert að afhenda bæjaryfirvöldum ítarlega verkáætlun þar sem fram kemur hvort til standi að innrétta húsið sem heimili, gistiheimili, verslun eða veitingastað. Þess er ekki krafist að nýir eigendur setjist að í bænum en ef margir hafa áhuga á tiltekinni eign njóta tilvonandi íbúar forgangs. Einnig er horft til þess hvenær kaupendur hyggjast ljúka endurbótum. Sperduti bæjarstjóri segir að ólíkt mörgum öðrum ítölskum bæjum og þorpum sé salan í Maenza ekki tilraun til að stöðva fólksfækkun. Þess í stað sé meginmarkmiðið að koma í veg fyrir að fasteignasalar og braskarar kaupi gömlu húsin í gróðaskyni. „Þetta er ekki deyjandi borg, fólk býr enn í gamla hverfinu en það þarfnast endurbóta og þarf nýtt súrefni.“ Ítalía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Maenza er fyrsti bærinn í héraðinu Latíum á Mið-Ítalíu til að bjóða vanrækt steinhús til sölu á það sem samsvarar um 150 íslenskum krónum. Um þrjú þúsund manns búa í sveitarfélaginu sem er staðsett í Monti Lepini-fjallgarðinum, um 90 mínútna bílferð frá Róm. Vill lífga upp á bæinn Claudio Sperduti, bæjarstjóri Maenza, segir að verkefnið sé liður í endurfæðingu heimabæjar síns. Markmiðið sé að blása nýju lífi í þögul öngstræti í samstarfi við núverandi eigendur húsanna. „Við erum að taka eitt skref í einu. Þegar fjölskyldur setja sig í samband við okkur og afhenda okkur gömlu húsin þá auglýsum við þau á vefsíðunni okkar,“ segir Sperduti í samtali við CNN. Þá geta bæjarstarfsmenn einnig reynt að finna aðrar eignir sem passa við lýsingu áhugasamra. Bærinn vonast til að um hundrað vanræktar fasteignir muni með þessu ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Sumar þeirra eru í það mikilli niðurníðslu að talið er að nálægum vegfarendum stafi hætta af þeim. Fyrstu húsin í Maenza eru komin í sölu og getur fólk lýst yfir áhuga á þeim fram til 28. ágúst. Til stendur að bæta við fleiri eignum á skrá eftir að viðræðum lýkur við fleiri eigendur. Þurfa að klára endurbætur á þremur árum Þeir einstaklingar sem festa kaup á eign fyrir eina evru skuldbinda sig til að klára að gera hana upp á næstu þremur árum. Þá þurfa nýir eigendur að leggja fram 5.000 evra innborgun, eða um 745 þúsund krónur, sem þeir fá endurgreidda að loknum endurbótum. Áhugasömum er gert að afhenda bæjaryfirvöldum ítarlega verkáætlun þar sem fram kemur hvort til standi að innrétta húsið sem heimili, gistiheimili, verslun eða veitingastað. Þess er ekki krafist að nýir eigendur setjist að í bænum en ef margir hafa áhuga á tiltekinni eign njóta tilvonandi íbúar forgangs. Einnig er horft til þess hvenær kaupendur hyggjast ljúka endurbótum. Sperduti bæjarstjóri segir að ólíkt mörgum öðrum ítölskum bæjum og þorpum sé salan í Maenza ekki tilraun til að stöðva fólksfækkun. Þess í stað sé meginmarkmiðið að koma í veg fyrir að fasteignasalar og braskarar kaupi gömlu húsin í gróðaskyni. „Þetta er ekki deyjandi borg, fólk býr enn í gamla hverfinu en það þarfnast endurbóta og þarf nýtt súrefni.“
Ítalía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira