Selja hundrað hús í nágrenni Rómaborgar á 150 krónur Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2021 14:16 Maenza að næturlagi. Comune di Maenza Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í auknum mæli að selja yfirgefin hús á eina evru til að draga að framtakssama kaupendur. Fram að þessu hefur rýmingarsalan einna helst einskorðast við einangruð þorp fjarri höfuðborginni en breyting var á því þegar bæjaryfirvöld í Maenza tilkynntu að þau ætluðu að feta sömu leið. Maenza er fyrsti bærinn í héraðinu Latíum á Mið-Ítalíu til að bjóða vanrækt steinhús til sölu á það sem samsvarar um 150 íslenskum krónum. Um þrjú þúsund manns búa í sveitarfélaginu sem er staðsett í Monti Lepini-fjallgarðinum, um 90 mínútna bílferð frá Róm. Vill lífga upp á bæinn Claudio Sperduti, bæjarstjóri Maenza, segir að verkefnið sé liður í endurfæðingu heimabæjar síns. Markmiðið sé að blása nýju lífi í þögul öngstræti í samstarfi við núverandi eigendur húsanna. „Við erum að taka eitt skref í einu. Þegar fjölskyldur setja sig í samband við okkur og afhenda okkur gömlu húsin þá auglýsum við þau á vefsíðunni okkar,“ segir Sperduti í samtali við CNN. Þá geta bæjarstarfsmenn einnig reynt að finna aðrar eignir sem passa við lýsingu áhugasamra. Bærinn vonast til að um hundrað vanræktar fasteignir muni með þessu ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Sumar þeirra eru í það mikilli niðurníðslu að talið er að nálægum vegfarendum stafi hætta af þeim. Fyrstu húsin í Maenza eru komin í sölu og getur fólk lýst yfir áhuga á þeim fram til 28. ágúst. Til stendur að bæta við fleiri eignum á skrá eftir að viðræðum lýkur við fleiri eigendur. Þurfa að klára endurbætur á þremur árum Þeir einstaklingar sem festa kaup á eign fyrir eina evru skuldbinda sig til að klára að gera hana upp á næstu þremur árum. Þá þurfa nýir eigendur að leggja fram 5.000 evra innborgun, eða um 745 þúsund krónur, sem þeir fá endurgreidda að loknum endurbótum. Áhugasömum er gert að afhenda bæjaryfirvöldum ítarlega verkáætlun þar sem fram kemur hvort til standi að innrétta húsið sem heimili, gistiheimili, verslun eða veitingastað. Þess er ekki krafist að nýir eigendur setjist að í bænum en ef margir hafa áhuga á tiltekinni eign njóta tilvonandi íbúar forgangs. Einnig er horft til þess hvenær kaupendur hyggjast ljúka endurbótum. Sperduti bæjarstjóri segir að ólíkt mörgum öðrum ítölskum bæjum og þorpum sé salan í Maenza ekki tilraun til að stöðva fólksfækkun. Þess í stað sé meginmarkmiðið að koma í veg fyrir að fasteignasalar og braskarar kaupi gömlu húsin í gróðaskyni. „Þetta er ekki deyjandi borg, fólk býr enn í gamla hverfinu en það þarfnast endurbóta og þarf nýtt súrefni.“ Ítalía Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Maenza er fyrsti bærinn í héraðinu Latíum á Mið-Ítalíu til að bjóða vanrækt steinhús til sölu á það sem samsvarar um 150 íslenskum krónum. Um þrjú þúsund manns búa í sveitarfélaginu sem er staðsett í Monti Lepini-fjallgarðinum, um 90 mínútna bílferð frá Róm. Vill lífga upp á bæinn Claudio Sperduti, bæjarstjóri Maenza, segir að verkefnið sé liður í endurfæðingu heimabæjar síns. Markmiðið sé að blása nýju lífi í þögul öngstræti í samstarfi við núverandi eigendur húsanna. „Við erum að taka eitt skref í einu. Þegar fjölskyldur setja sig í samband við okkur og afhenda okkur gömlu húsin þá auglýsum við þau á vefsíðunni okkar,“ segir Sperduti í samtali við CNN. Þá geta bæjarstarfsmenn einnig reynt að finna aðrar eignir sem passa við lýsingu áhugasamra. Bærinn vonast til að um hundrað vanræktar fasteignir muni með þessu ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Sumar þeirra eru í það mikilli niðurníðslu að talið er að nálægum vegfarendum stafi hætta af þeim. Fyrstu húsin í Maenza eru komin í sölu og getur fólk lýst yfir áhuga á þeim fram til 28. ágúst. Til stendur að bæta við fleiri eignum á skrá eftir að viðræðum lýkur við fleiri eigendur. Þurfa að klára endurbætur á þremur árum Þeir einstaklingar sem festa kaup á eign fyrir eina evru skuldbinda sig til að klára að gera hana upp á næstu þremur árum. Þá þurfa nýir eigendur að leggja fram 5.000 evra innborgun, eða um 745 þúsund krónur, sem þeir fá endurgreidda að loknum endurbótum. Áhugasömum er gert að afhenda bæjaryfirvöldum ítarlega verkáætlun þar sem fram kemur hvort til standi að innrétta húsið sem heimili, gistiheimili, verslun eða veitingastað. Þess er ekki krafist að nýir eigendur setjist að í bænum en ef margir hafa áhuga á tiltekinni eign njóta tilvonandi íbúar forgangs. Einnig er horft til þess hvenær kaupendur hyggjast ljúka endurbótum. Sperduti bæjarstjóri segir að ólíkt mörgum öðrum ítölskum bæjum og þorpum sé salan í Maenza ekki tilraun til að stöðva fólksfækkun. Þess í stað sé meginmarkmiðið að koma í veg fyrir að fasteignasalar og braskarar kaupi gömlu húsin í gróðaskyni. „Þetta er ekki deyjandi borg, fólk býr enn í gamla hverfinu en það þarfnast endurbóta og þarf nýtt súrefni.“
Ítalía Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira