Sandra Mjöll ráðin framkvæmdastjóri RH Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2021 11:13 Sandra Mjöll hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín HÍ/Kristinn Ingvarsson Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar Háskólans (RH). Hún tók við starfinu í byrjun ágúst. Sandra Mjöll er með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sviði rekstrar, nýsköpunar og vísinda. Hún er ein af stofnendum Platome líftækni, kom að uppbyggingu fyrirtækisins frá grunni og var framkvæmdastjóri þess frá stofnun til ársins 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RH. Sandra Mjöll hefur einnig starfað sem aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Florealis. Þá starfar hún einnig sjálfstætt sem ráðgjafi í nýsköpun með áherslu á rekstur í akademísku umhverfi. Jarðvísindastofnun HÍ undir hatti Raunvísindastofnunar Að sögn RH hefur Sandra Mjöll hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín. Hún var meðal annars valin frumkvöðull ársins hjá alþjóðlegu GWIIN-samtökunum árið 2017 og sama ár valdi Viðskiptablaðið Platome líftækni sprotafyrirtæki ársins. JCI samtökin hafa tvisvar tilnefnt hana til árlegrar viðurkenningar sem framúrskarandi ungur Íslendingur og hún hefur hlotið hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu. RH er sagður vettvangur viðamikilla grunnrannsókna á sviði raunvísinda sem leggur sérstaka áherslu á rannsóknir í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og jarðvísindum. Raunvísindastofnun rekur meðal annars Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun auk þess sem rekstur Norræna eldfjallasetursins, Örtæknikjarnans og Efnagreiningarsetursins heyrir undir stofnunina. Síðasta árið undirstrikað mikilvægi vísindarannsókna Að sögn stofnunarinnar er nú unnið að tólf rannsóknarverkefnum með stuðningi úr evrópskum rannsóknasjóðum og tæplega 40 verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði Íslands. „Starfsemi Raunvísindastofnunar er alveg ótrúlega fjölbreytt og þar fæst framúrskarandi vísindafólk við margháttaðar rannsóknir, allt frá upphafi alheimsins yfir í hreyfingar á jarðskorpunni og eldgos,“ segir Sandra Mjöll í tilkynningu. „Þessi fjölbreytni gerir starfið mjög spennandi og minnir samtímis á mikilvægi þess að standa vörð um akademískt frelsi og styðja við grunnrannsóknir.“ Hún bætir við að síðustu átján mánuðir hafi undirstrikað mikilvægi öflugra vísindarannsókna og þess að geta leitað til sérfræðinga þegar á reynir, hvort sem er í heimsfaraldri eða náttúruvá. Vistaskipti Háskólar Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Sandra Mjöll er með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sviði rekstrar, nýsköpunar og vísinda. Hún er ein af stofnendum Platome líftækni, kom að uppbyggingu fyrirtækisins frá grunni og var framkvæmdastjóri þess frá stofnun til ársins 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RH. Sandra Mjöll hefur einnig starfað sem aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Florealis. Þá starfar hún einnig sjálfstætt sem ráðgjafi í nýsköpun með áherslu á rekstur í akademísku umhverfi. Jarðvísindastofnun HÍ undir hatti Raunvísindastofnunar Að sögn RH hefur Sandra Mjöll hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín. Hún var meðal annars valin frumkvöðull ársins hjá alþjóðlegu GWIIN-samtökunum árið 2017 og sama ár valdi Viðskiptablaðið Platome líftækni sprotafyrirtæki ársins. JCI samtökin hafa tvisvar tilnefnt hana til árlegrar viðurkenningar sem framúrskarandi ungur Íslendingur og hún hefur hlotið hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu. RH er sagður vettvangur viðamikilla grunnrannsókna á sviði raunvísinda sem leggur sérstaka áherslu á rannsóknir í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og jarðvísindum. Raunvísindastofnun rekur meðal annars Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun auk þess sem rekstur Norræna eldfjallasetursins, Örtæknikjarnans og Efnagreiningarsetursins heyrir undir stofnunina. Síðasta árið undirstrikað mikilvægi vísindarannsókna Að sögn stofnunarinnar er nú unnið að tólf rannsóknarverkefnum með stuðningi úr evrópskum rannsóknasjóðum og tæplega 40 verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði Íslands. „Starfsemi Raunvísindastofnunar er alveg ótrúlega fjölbreytt og þar fæst framúrskarandi vísindafólk við margháttaðar rannsóknir, allt frá upphafi alheimsins yfir í hreyfingar á jarðskorpunni og eldgos,“ segir Sandra Mjöll í tilkynningu. „Þessi fjölbreytni gerir starfið mjög spennandi og minnir samtímis á mikilvægi þess að standa vörð um akademískt frelsi og styðja við grunnrannsóknir.“ Hún bætir við að síðustu átján mánuðir hafi undirstrikað mikilvægi öflugra vísindarannsókna og þess að geta leitað til sérfræðinga þegar á reynir, hvort sem er í heimsfaraldri eða náttúruvá.
Vistaskipti Háskólar Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira