Sandra Mjöll ráðin framkvæmdastjóri RH Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2021 11:13 Sandra Mjöll hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín HÍ/Kristinn Ingvarsson Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar Háskólans (RH). Hún tók við starfinu í byrjun ágúst. Sandra Mjöll er með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sviði rekstrar, nýsköpunar og vísinda. Hún er ein af stofnendum Platome líftækni, kom að uppbyggingu fyrirtækisins frá grunni og var framkvæmdastjóri þess frá stofnun til ársins 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RH. Sandra Mjöll hefur einnig starfað sem aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Florealis. Þá starfar hún einnig sjálfstætt sem ráðgjafi í nýsköpun með áherslu á rekstur í akademísku umhverfi. Jarðvísindastofnun HÍ undir hatti Raunvísindastofnunar Að sögn RH hefur Sandra Mjöll hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín. Hún var meðal annars valin frumkvöðull ársins hjá alþjóðlegu GWIIN-samtökunum árið 2017 og sama ár valdi Viðskiptablaðið Platome líftækni sprotafyrirtæki ársins. JCI samtökin hafa tvisvar tilnefnt hana til árlegrar viðurkenningar sem framúrskarandi ungur Íslendingur og hún hefur hlotið hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu. RH er sagður vettvangur viðamikilla grunnrannsókna á sviði raunvísinda sem leggur sérstaka áherslu á rannsóknir í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og jarðvísindum. Raunvísindastofnun rekur meðal annars Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun auk þess sem rekstur Norræna eldfjallasetursins, Örtæknikjarnans og Efnagreiningarsetursins heyrir undir stofnunina. Síðasta árið undirstrikað mikilvægi vísindarannsókna Að sögn stofnunarinnar er nú unnið að tólf rannsóknarverkefnum með stuðningi úr evrópskum rannsóknasjóðum og tæplega 40 verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði Íslands. „Starfsemi Raunvísindastofnunar er alveg ótrúlega fjölbreytt og þar fæst framúrskarandi vísindafólk við margháttaðar rannsóknir, allt frá upphafi alheimsins yfir í hreyfingar á jarðskorpunni og eldgos,“ segir Sandra Mjöll í tilkynningu. „Þessi fjölbreytni gerir starfið mjög spennandi og minnir samtímis á mikilvægi þess að standa vörð um akademískt frelsi og styðja við grunnrannsóknir.“ Hún bætir við að síðustu átján mánuðir hafi undirstrikað mikilvægi öflugra vísindarannsókna og þess að geta leitað til sérfræðinga þegar á reynir, hvort sem er í heimsfaraldri eða náttúruvá. Vistaskipti Háskólar Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Sandra Mjöll er með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sviði rekstrar, nýsköpunar og vísinda. Hún er ein af stofnendum Platome líftækni, kom að uppbyggingu fyrirtækisins frá grunni og var framkvæmdastjóri þess frá stofnun til ársins 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RH. Sandra Mjöll hefur einnig starfað sem aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Florealis. Þá starfar hún einnig sjálfstætt sem ráðgjafi í nýsköpun með áherslu á rekstur í akademísku umhverfi. Jarðvísindastofnun HÍ undir hatti Raunvísindastofnunar Að sögn RH hefur Sandra Mjöll hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín. Hún var meðal annars valin frumkvöðull ársins hjá alþjóðlegu GWIIN-samtökunum árið 2017 og sama ár valdi Viðskiptablaðið Platome líftækni sprotafyrirtæki ársins. JCI samtökin hafa tvisvar tilnefnt hana til árlegrar viðurkenningar sem framúrskarandi ungur Íslendingur og hún hefur hlotið hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu. RH er sagður vettvangur viðamikilla grunnrannsókna á sviði raunvísinda sem leggur sérstaka áherslu á rannsóknir í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og jarðvísindum. Raunvísindastofnun rekur meðal annars Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun auk þess sem rekstur Norræna eldfjallasetursins, Örtæknikjarnans og Efnagreiningarsetursins heyrir undir stofnunina. Síðasta árið undirstrikað mikilvægi vísindarannsókna Að sögn stofnunarinnar er nú unnið að tólf rannsóknarverkefnum með stuðningi úr evrópskum rannsóknasjóðum og tæplega 40 verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði Íslands. „Starfsemi Raunvísindastofnunar er alveg ótrúlega fjölbreytt og þar fæst framúrskarandi vísindafólk við margháttaðar rannsóknir, allt frá upphafi alheimsins yfir í hreyfingar á jarðskorpunni og eldgos,“ segir Sandra Mjöll í tilkynningu. „Þessi fjölbreytni gerir starfið mjög spennandi og minnir samtímis á mikilvægi þess að standa vörð um akademískt frelsi og styðja við grunnrannsóknir.“ Hún bætir við að síðustu átján mánuðir hafi undirstrikað mikilvægi öflugra vísindarannsókna og þess að geta leitað til sérfræðinga þegar á reynir, hvort sem er í heimsfaraldri eða náttúruvá.
Vistaskipti Háskólar Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira