CDU og Jafnaðarmenn mælast jöfn í könnunum Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2021 12:59 Angela Merkel (til vinstri) hefur verið kanslari Þýskalands frá árinu 2005. Armin Laschet er kanslaraefni Kristilegra demókrata (CDU) fyrir kosningarnar sem fram fara 26. september næstkomandi. AP Fylgi CDU, flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara, og Jafnaðarmannaflokksins SDP mælist nú jafnt í könnunum, nú þegar um fimm vikur eru til kosninga til sambandsþings þar í landi. CDU og Jafnaðarmannaflokkurinn, sem síðustu áratugi hafa jafnan verið stærstu flokkarnir á þingi, mynduðu saman ríkisstjórn eftir kosningarnar 2017 að loknum stjórnarmyndunarviðræðum sem drógust mjög á langinn. Olaf Scholz fjármálaráðherra er kanslaraefni þýskra Jafnaðarmanna.AP Ný könnun INSA leiðir í ljós að nokkuð hafi dregið úr stuðningi við CDU frá síðustu kosningum þar sem flokkurinn hlaut 33 prósent atkvæða. Þegar er ljóst að Merkel muni ekki gegna embætti kanslara þegar ný stjórn tekur við, en Armin Lachet, forseti Norðurrín-Vestfalíu, er kanslaraefni flokksins. DW segir frá því að könnunin bendi til að flokkarnir tveir gætu tryggt sér svipaðan fjölda þingmanna. Báðir mælast flokkarnir nú með 22 prósent fylgi, en í síðustu könnun frá í ágúst mældist CDU um 25 prósent fylgi og SPD með um tuttugu prósenta fylgi. BUNDESTAGSWAHL | Sonntagsfrage INSA/BILD am SonntagUnion: 22% (-3)SPD: 22% (+2)GRÜNE: 17% (-1)FDP: 13% (+1)AfD: 12% (+1)LINKE: 7%Sonstige: 7%Änderungen zur letzten Umfrage vom 14. August 2021Verlauf: https://t.co/hsxgiA6QD4#btw #btw21 #BTWahl2021 pic.twitter.com/c77xoUbGHS— Deutschland Wählt (@Wahlen_DE) August 21, 2021 Fylgi Græningja, sem hafa verið á mikilli siglingu síðustu misserin, dregst aðeins saman milli kannana og er nú sautján prósent. Frjálslyndir (FDP) mælast með þrettán prósent fylgi, AfD (Valkostur fyrir Þýskaland) 12 prósent og Vinstriflokkurinn sjö prósent. Kosningar fara fram í Þýskalandi 26. september næstkomandi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
CDU og Jafnaðarmannaflokkurinn, sem síðustu áratugi hafa jafnan verið stærstu flokkarnir á þingi, mynduðu saman ríkisstjórn eftir kosningarnar 2017 að loknum stjórnarmyndunarviðræðum sem drógust mjög á langinn. Olaf Scholz fjármálaráðherra er kanslaraefni þýskra Jafnaðarmanna.AP Ný könnun INSA leiðir í ljós að nokkuð hafi dregið úr stuðningi við CDU frá síðustu kosningum þar sem flokkurinn hlaut 33 prósent atkvæða. Þegar er ljóst að Merkel muni ekki gegna embætti kanslara þegar ný stjórn tekur við, en Armin Lachet, forseti Norðurrín-Vestfalíu, er kanslaraefni flokksins. DW segir frá því að könnunin bendi til að flokkarnir tveir gætu tryggt sér svipaðan fjölda þingmanna. Báðir mælast flokkarnir nú með 22 prósent fylgi, en í síðustu könnun frá í ágúst mældist CDU um 25 prósent fylgi og SPD með um tuttugu prósenta fylgi. BUNDESTAGSWAHL | Sonntagsfrage INSA/BILD am SonntagUnion: 22% (-3)SPD: 22% (+2)GRÜNE: 17% (-1)FDP: 13% (+1)AfD: 12% (+1)LINKE: 7%Sonstige: 7%Änderungen zur letzten Umfrage vom 14. August 2021Verlauf: https://t.co/hsxgiA6QD4#btw #btw21 #BTWahl2021 pic.twitter.com/c77xoUbGHS— Deutschland Wählt (@Wahlen_DE) August 21, 2021 Fylgi Græningja, sem hafa verið á mikilli siglingu síðustu misserin, dregst aðeins saman milli kannana og er nú sautján prósent. Frjálslyndir (FDP) mælast með þrettán prósent fylgi, AfD (Valkostur fyrir Þýskaland) 12 prósent og Vinstriflokkurinn sjö prósent. Kosningar fara fram í Þýskalandi 26. september næstkomandi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira