Minnst 22 látnir eftir flóð í Tennessee Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 22:12 Hús sem skemmdist í flóðunum. Það stendur skammt frá læk nokkrum sem breyttist í stórfljót í rigningunum. ap/Mark Humphrey Minnst 22 hafa látist í flóðum eftir fordæmalausar rigningar í Humphrey-sýslu í miðju Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Margra er enn saknað en flóðin fóru víða yfir vegi og felldu síma- og fjarskiptamöstur í gær. Í mörgum tilfellum hefur fólk því ekki náð sambandi við ástvini sína til að athuga hvort sé í lagi með þá. Lögregla á svæðinu segir að flestir þeirra sem enn er saknað hafi búið á svæðum þar sem vatn í ám óx hve hraðast í rigningunum. Hrifsaði ungabörn úr fangi föður síns Á meðal þeirra látnu eru tvö ungabörn, tvíburar sem flóðið hrifsaði úr fangi föður þeirra, að því er segir í frétt AP. Trukkur og bíll sem enduðu í lækjarfarvegi í flóðunum.ap/Mark Humphrey Flóðin skildu eftir sig gríðarmikið rusl og brak eftir ónýt hús og bíla víða um sveitir og bæi. Björgunarsveitir ganga nú hús úr húsi til að athuga með fólk og reyna að finna þá sem enn er saknað. Aldrei mælst meiri rigning í fylkinu Um 43 sentímetra rigning mældist í sýslunni síðasta sólarhring, sem er það mesta sem mælst hefur í Tennessee frá upphafi mælinga, átta sentímetrum meira en þann sólarhring sem áður var rigningamestur. Sá dagur var fyrir 39 árum síðan. Úrhellið gerði það fljótlega að verkum að lækir, sem renna víða við hús og í gegn um einhverja bæi í sýslunni, breyttust í straumhörð fljót. Vegur fór í sundur við borgina McEwen í Tennessee.ap/Mark Humphrey Veðurfræðingar sáu svo mikla rigningu ekki fyrir en flóðaviðvörun hafði verið send út þar sem varað var við 10 til 15 sentímetra rigningu. Í versta stormi sem hafði áður mælst á einmitt þessu svæði í miðju Tennessee-fylki hafði ekki mælst nema 23 sentímetra rigning. Rigningin í gær var næstum tvisvar sinnum meiri. Veðurfræðingur á svæðinu sem fréttastofa AP ræddi við segir ómögulegt að komast að því hver þáttur loftslagsbreytinga af mannavöldum er í svo ofsafengnum stormi. Þetta sé þó í þriðja skiptið á einu ári þar sem stórflóð verður í fylkinu sem hún segir að eðlilegt væri að gera ráð fyrir á um hundrað ára fresti. Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Lögregla á svæðinu segir að flestir þeirra sem enn er saknað hafi búið á svæðum þar sem vatn í ám óx hve hraðast í rigningunum. Hrifsaði ungabörn úr fangi föður síns Á meðal þeirra látnu eru tvö ungabörn, tvíburar sem flóðið hrifsaði úr fangi föður þeirra, að því er segir í frétt AP. Trukkur og bíll sem enduðu í lækjarfarvegi í flóðunum.ap/Mark Humphrey Flóðin skildu eftir sig gríðarmikið rusl og brak eftir ónýt hús og bíla víða um sveitir og bæi. Björgunarsveitir ganga nú hús úr húsi til að athuga með fólk og reyna að finna þá sem enn er saknað. Aldrei mælst meiri rigning í fylkinu Um 43 sentímetra rigning mældist í sýslunni síðasta sólarhring, sem er það mesta sem mælst hefur í Tennessee frá upphafi mælinga, átta sentímetrum meira en þann sólarhring sem áður var rigningamestur. Sá dagur var fyrir 39 árum síðan. Úrhellið gerði það fljótlega að verkum að lækir, sem renna víða við hús og í gegn um einhverja bæi í sýslunni, breyttust í straumhörð fljót. Vegur fór í sundur við borgina McEwen í Tennessee.ap/Mark Humphrey Veðurfræðingar sáu svo mikla rigningu ekki fyrir en flóðaviðvörun hafði verið send út þar sem varað var við 10 til 15 sentímetra rigningu. Í versta stormi sem hafði áður mælst á einmitt þessu svæði í miðju Tennessee-fylki hafði ekki mælst nema 23 sentímetra rigning. Rigningin í gær var næstum tvisvar sinnum meiri. Veðurfræðingur á svæðinu sem fréttastofa AP ræddi við segir ómögulegt að komast að því hver þáttur loftslagsbreytinga af mannavöldum er í svo ofsafengnum stormi. Þetta sé þó í þriðja skiptið á einu ári þar sem stórflóð verður í fylkinu sem hún segir að eðlilegt væri að gera ráð fyrir á um hundrað ára fresti.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira