Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. ágúst 2021 20:44 Halla kennir börnum í þriðja bekk í Fossvogsskóla. facebook Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. „Ég er búin að skoða það sjálf og mér líst gríðarlega vel á það,“ segir Halla Gunnarsdóttir, sem kennir þriðja bekk í Fossvogsskóla. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi og Stöð 2 síðustu daga á kennsla barna í 2. til 4. bekk skólans að fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið. Þeir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur þó skólinn hefjist næsta mánudag. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Vonar að foreldrar velji Hjálpræðisherinn Halla kveðst ekki myndu taka það í mál að kenna börnunum í aðstöðunni á ganginum. „Nei, hún er alveg af og frá og ég persónulega tók það ekki í mál,“ segir hún. „Ég var ekki tilbúin til þess að leggja það á mig og mína nemendur. Alls ekki.“ Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í dag þar sem þeir voru boðnir þessir þrír kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis á morgun til að svara könnuninni. Halla vonar innilega að síðasti kosturinn verði fyrir valinu. „Þetta er alveg ótrúlega flott hús. Glænýtt sem er nú heldur betur gott fyrir okkar fólk, að koma í heilnæmt nýtt húsnæði. Það eru veik börn í þessum hópi,“ segir hún og á þá við eftir myglu sem fannst í Fossvogsskóla árið 2019. Það var upphafið af löngum húsnæðisvanda skólans, sem er engan vegið lokið enn. „Vonandi leysist þetta allt saman,“ segir Halla. „Ég er vongóð og bjartsýn núna út af þessari nýju aðstöðu. Ef að hún verður fyrir valinu treysti ég mér alveg til að takast á við komandi vetur, eða vikur… maður veit ekki hvað þetta tekur langan tíma. Það kemur í ljós.“ Hún segir að þeir foreldrar sem hún hafi heyrt í hljómi jákvæðir fyrir húsnæði Hjálpræðishersins. Þeir verði þó að treysta á hennar frásagnir af því enda ekki séð það sjálfir. Skrýtin aðferðafræði borgarinnar Og þeir virðast sumir heldur ósáttir við þá staðreynd. Agnar Freyr Helgason, annar fulltrúa foreldra í skólaráði Fossvogsskóla, var heldur undrandi yfir könnun Reykjavíkurborgar fyrir foreldrana í dag: „Það er mjög skrýtin aðferðafræði hjá Reykjavíkurborg að gefa foreldrum 19 klukkutíma til að svara einhverri skoðunarkönnum um valkosti sem þeir vita í rauninni ekkert um,“ sagði Agnar. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Þarna er verið að láta foreldra bera ábyrgðina á því hvert verður farið á meðan þeir vita í rauninni ekkert um til dæmis húsnæði Hjálpræðishersins nema bara heimilisfangið.“ Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
„Ég er búin að skoða það sjálf og mér líst gríðarlega vel á það,“ segir Halla Gunnarsdóttir, sem kennir þriðja bekk í Fossvogsskóla. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi og Stöð 2 síðustu daga á kennsla barna í 2. til 4. bekk skólans að fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið. Þeir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur þó skólinn hefjist næsta mánudag. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Vonar að foreldrar velji Hjálpræðisherinn Halla kveðst ekki myndu taka það í mál að kenna börnunum í aðstöðunni á ganginum. „Nei, hún er alveg af og frá og ég persónulega tók það ekki í mál,“ segir hún. „Ég var ekki tilbúin til þess að leggja það á mig og mína nemendur. Alls ekki.“ Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í dag þar sem þeir voru boðnir þessir þrír kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis á morgun til að svara könnuninni. Halla vonar innilega að síðasti kosturinn verði fyrir valinu. „Þetta er alveg ótrúlega flott hús. Glænýtt sem er nú heldur betur gott fyrir okkar fólk, að koma í heilnæmt nýtt húsnæði. Það eru veik börn í þessum hópi,“ segir hún og á þá við eftir myglu sem fannst í Fossvogsskóla árið 2019. Það var upphafið af löngum húsnæðisvanda skólans, sem er engan vegið lokið enn. „Vonandi leysist þetta allt saman,“ segir Halla. „Ég er vongóð og bjartsýn núna út af þessari nýju aðstöðu. Ef að hún verður fyrir valinu treysti ég mér alveg til að takast á við komandi vetur, eða vikur… maður veit ekki hvað þetta tekur langan tíma. Það kemur í ljós.“ Hún segir að þeir foreldrar sem hún hafi heyrt í hljómi jákvæðir fyrir húsnæði Hjálpræðishersins. Þeir verði þó að treysta á hennar frásagnir af því enda ekki séð það sjálfir. Skrýtin aðferðafræði borgarinnar Og þeir virðast sumir heldur ósáttir við þá staðreynd. Agnar Freyr Helgason, annar fulltrúa foreldra í skólaráði Fossvogsskóla, var heldur undrandi yfir könnun Reykjavíkurborgar fyrir foreldrana í dag: „Það er mjög skrýtin aðferðafræði hjá Reykjavíkurborg að gefa foreldrum 19 klukkutíma til að svara einhverri skoðunarkönnum um valkosti sem þeir vita í rauninni ekkert um,“ sagði Agnar. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Þarna er verið að láta foreldra bera ábyrgðina á því hvert verður farið á meðan þeir vita í rauninni ekkert um til dæmis húsnæði Hjálpræðishersins nema bara heimilisfangið.“
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent