Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 20:40 Árni hefur unnið hörðum höndum að því að flytja nemendur sína frá Afganistan. Vísir Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. Undanfarna daga hafa Afganar safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl í von um að komast inn fyrir girðingarnar og um borð í flugvél til að flýja landið. Talibanar hafa staðið vörð við hliðin og jafnvel skotið á fólk í látunum. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl, hefur unnið hörðum höndum að því að koma nemendum sínum út úr landinu, sem hefur reynst erfitt verk. „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út, eða við, okkar teymi. Við erum með svakalega stórt teymi í gangi,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Hluti hópsins sér um að reyna að finna sæti fyrir nemendur skólans um borð í vélum sem eru á leið þangað, en Árni er sjálfur í því að hringja í nemendur skólans og koma þeim um borð í vélarnar. „Mitt teymi, við erum að sjá um að gera lista af krökkunum og starfsfólkinu líka, setja það af stað, hringja í fólkið, athuga hvar þau eru, hvað þau geta gert, hvort þau komist eitthvað,“ segir Árni. Þegar fólkið er svo komið annað þurfi að fá samþykki stjórnvalda í viðkomandi ríki. „Það þarf að tala við ríkisstjórnir landa til að fá samþykki að hleypa inn fólki sem er kannski ekki með vegabréf og sannarlega ekki með landvistarleyfi,“ segir hann. Aðeins sjönemendum Árna hefur tekist að flýja Afganistan en hann hefur það markmið að koma þúsund nemendum sínum, sem allir eru Afganar, úr landinu. Hann hvetur stjórnvöld hér á landi til að grípa til aðgerða. „Íslensku stjórnvöldin þurfa bara að vera sjálfstæð í sínum skoðunum og gera það sem þeim finnst vera rétt,“ segir Árni. „Við þurfum að hjálpa þessu fólki og setja þrýsting á pólitíkusana að hugsa um meira en atkvæðin sín og gera rétt.“ Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Undanfarna daga hafa Afganar safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl í von um að komast inn fyrir girðingarnar og um borð í flugvél til að flýja landið. Talibanar hafa staðið vörð við hliðin og jafnvel skotið á fólk í látunum. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl, hefur unnið hörðum höndum að því að koma nemendum sínum út úr landinu, sem hefur reynst erfitt verk. „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út, eða við, okkar teymi. Við erum með svakalega stórt teymi í gangi,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Hluti hópsins sér um að reyna að finna sæti fyrir nemendur skólans um borð í vélum sem eru á leið þangað, en Árni er sjálfur í því að hringja í nemendur skólans og koma þeim um borð í vélarnar. „Mitt teymi, við erum að sjá um að gera lista af krökkunum og starfsfólkinu líka, setja það af stað, hringja í fólkið, athuga hvar þau eru, hvað þau geta gert, hvort þau komist eitthvað,“ segir Árni. Þegar fólkið er svo komið annað þurfi að fá samþykki stjórnvalda í viðkomandi ríki. „Það þarf að tala við ríkisstjórnir landa til að fá samþykki að hleypa inn fólki sem er kannski ekki með vegabréf og sannarlega ekki með landvistarleyfi,“ segir hann. Aðeins sjönemendum Árna hefur tekist að flýja Afganistan en hann hefur það markmið að koma þúsund nemendum sínum, sem allir eru Afganar, úr landinu. Hann hvetur stjórnvöld hér á landi til að grípa til aðgerða. „Íslensku stjórnvöldin þurfa bara að vera sjálfstæð í sínum skoðunum og gera það sem þeim finnst vera rétt,“ segir Árni. „Við þurfum að hjálpa þessu fólki og setja þrýsting á pólitíkusana að hugsa um meira en atkvæðin sín og gera rétt.“
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44
Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19
Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30