„Afreksíþróttamiðstöð ein og sér er ekki bara lausnin“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 14:31 Guðni Valur Guðnason býr sig undir að þeyta kringlunni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann var einn fjögurra keppenda Íslands á leikunum og enginn þeirra komst í gegnum undankeppni í sinni grein. Getty/Patrick Smith Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ, segir íþróttahreyfinguna þurfa að gera upp við sig hvernig áherslur eigi að vera í afreksíþróttastarfinu, svo sem hvort það sé forgangsverkefni að koma á fót miðlægri afreksíþróttamiðstöð og hversu umfangsmikil hún eigi að vera. Eftir afar rýra uppskeru aðeins fjögurra manna sveitar Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó er líklega ekki úr vegi að skoða hvað megi betur fara í afreksíþróttamálum hér á landi. Í aðsendri grein á Vísi í vikunni kallaði Kjartan Ásmundsson, markaðs- og þróunarstjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, í þessu sambandi eftir því að íslenskri afreksíþróttamiðstöð yrði komið á fót. Kjartan benti á að fyrir áratug síðan hefði verið samþykkt á þingi ÍSÍ að slík miðstöð yrði stofnuð, í anda Team Danmark í Danmörku og Olympiatoppen í Noregi. ÍBR og ÍSÍ hefðu leitt þá vinnu en ÍSÍ svo tekið við boltanum í lok árs 2015 og síðan hefði boltinn rúllað ansi rólega. Andri tekur undir það að málið hafi gengið hægt en segir vísi að afreksíþróttamiðstöð þó núna vera til staðar. Í afreksstefnu ÍSÍ segir um miðstöðina: „Afreksíþróttamiðstöð ÍSÍ er vettvangur íþróttamælinga og þjónustu við sérsambönd ÍSÍ og afreksíþróttafólk. Í gegnum miðstöðina skal lögð áhersla á að auka íþróttamælingar í tengslum við afreksíþróttastarf og stuðla að bættum árangri og að fyrirbyggja meiðsli í tengslum við afreksíþróttir.“ Hvernig á að nýta peninginn? Andri segir að búið sé að auka við ýmis konar íþróttamælingar hjá sérsamböndum ÍSÍ og bendir á að þau eigi mörg í samstarfi við fagaðila á borð við Háskólann í Reykjavík í þessum efnum: „Við höfum hins vegar ekki burði til að koma á heildstæðri miðstöð eins og er í mörgum öðrum löndum, sem búa við allt aðrar forsendur. Það þarf að finna aðferð sem hentar Íslandi. Hér er rosalega mikil sérfræðiþekking til staðar. Til að mynda eru hér mjög hæfir sjúkraþjálfarar og læknar, og tæki og tól hér og þar,“ segir Andri. Greiða þurfi aðgengi að þessum sérfræðingum – það nýtist ekki síður en að safna þeim í eina miðstöð. Anton Sveinn McKee hefur búið í Bandaríkjunum og æft þar um árabil. Hér er hann á ferðinni í lauginni í Tókýó.EPA/VALDRIN XHEMAJ „Síðan getur maður velt fyrir sér hvernig á að nýta peninginn sem kemur inn í íþróttahreyfinguna. Það er ákall um þjóðarleikvanga í mjög mörgum íþróttagreinum. Það er ákall um að afreksíþróttafólk fái greiðslur til að geta lifað. Það er ákall um að ungt íþróttafólk þurfi ekki sjálft að safna fyrir landsliðsferðum. Hvar viljum við leggja áherslurnar?“ spyr Andri. Afreksstefna til umræðu á íþróttaþingi í haust „Það er fínt að fá umræðu og gagnrýni, og fínt að menn hugsi um hvað sé hægt að gera. En afreksíþróttamiðstöð ein og sér er ekki bara lausnin, enda leggja margir mismunandi skilning í það hugtak. Það eru mikið fleiri þættir sem þarf að hugsa út í. Ef að við fengjum fjármuni frá ríkinu til að koma slíkri miðlægri miðstöð á fót í anda þess sem er til staðar hjá öðrum þjóðum þá er ég viss um að menn myndu spyrja; En hvað um þjóðarleikvangana, laun fyrir afreksíþróttafólkið, og fleira. Hvað er fremst í röðinni hjá okkur?“ Andri segir að íþróttahreyfingin verði að svara þessum spurningum og að í október sé fram undan íþróttaþing ÍSÍ þar sem að þessi mál verði rædd því þar sé Afreksstefna ÍSÍ til umræðu. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Tengdar fréttir Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. 17. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Eftir afar rýra uppskeru aðeins fjögurra manna sveitar Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó er líklega ekki úr vegi að skoða hvað megi betur fara í afreksíþróttamálum hér á landi. Í aðsendri grein á Vísi í vikunni kallaði Kjartan Ásmundsson, markaðs- og þróunarstjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, í þessu sambandi eftir því að íslenskri afreksíþróttamiðstöð yrði komið á fót. Kjartan benti á að fyrir áratug síðan hefði verið samþykkt á þingi ÍSÍ að slík miðstöð yrði stofnuð, í anda Team Danmark í Danmörku og Olympiatoppen í Noregi. ÍBR og ÍSÍ hefðu leitt þá vinnu en ÍSÍ svo tekið við boltanum í lok árs 2015 og síðan hefði boltinn rúllað ansi rólega. Andri tekur undir það að málið hafi gengið hægt en segir vísi að afreksíþróttamiðstöð þó núna vera til staðar. Í afreksstefnu ÍSÍ segir um miðstöðina: „Afreksíþróttamiðstöð ÍSÍ er vettvangur íþróttamælinga og þjónustu við sérsambönd ÍSÍ og afreksíþróttafólk. Í gegnum miðstöðina skal lögð áhersla á að auka íþróttamælingar í tengslum við afreksíþróttastarf og stuðla að bættum árangri og að fyrirbyggja meiðsli í tengslum við afreksíþróttir.“ Hvernig á að nýta peninginn? Andri segir að búið sé að auka við ýmis konar íþróttamælingar hjá sérsamböndum ÍSÍ og bendir á að þau eigi mörg í samstarfi við fagaðila á borð við Háskólann í Reykjavík í þessum efnum: „Við höfum hins vegar ekki burði til að koma á heildstæðri miðstöð eins og er í mörgum öðrum löndum, sem búa við allt aðrar forsendur. Það þarf að finna aðferð sem hentar Íslandi. Hér er rosalega mikil sérfræðiþekking til staðar. Til að mynda eru hér mjög hæfir sjúkraþjálfarar og læknar, og tæki og tól hér og þar,“ segir Andri. Greiða þurfi aðgengi að þessum sérfræðingum – það nýtist ekki síður en að safna þeim í eina miðstöð. Anton Sveinn McKee hefur búið í Bandaríkjunum og æft þar um árabil. Hér er hann á ferðinni í lauginni í Tókýó.EPA/VALDRIN XHEMAJ „Síðan getur maður velt fyrir sér hvernig á að nýta peninginn sem kemur inn í íþróttahreyfinguna. Það er ákall um þjóðarleikvanga í mjög mörgum íþróttagreinum. Það er ákall um að afreksíþróttafólk fái greiðslur til að geta lifað. Það er ákall um að ungt íþróttafólk þurfi ekki sjálft að safna fyrir landsliðsferðum. Hvar viljum við leggja áherslurnar?“ spyr Andri. Afreksstefna til umræðu á íþróttaþingi í haust „Það er fínt að fá umræðu og gagnrýni, og fínt að menn hugsi um hvað sé hægt að gera. En afreksíþróttamiðstöð ein og sér er ekki bara lausnin, enda leggja margir mismunandi skilning í það hugtak. Það eru mikið fleiri þættir sem þarf að hugsa út í. Ef að við fengjum fjármuni frá ríkinu til að koma slíkri miðlægri miðstöð á fót í anda þess sem er til staðar hjá öðrum þjóðum þá er ég viss um að menn myndu spyrja; En hvað um þjóðarleikvangana, laun fyrir afreksíþróttafólkið, og fleira. Hvað er fremst í röðinni hjá okkur?“ Andri segir að íþróttahreyfingin verði að svara þessum spurningum og að í október sé fram undan íþróttaþing ÍSÍ þar sem að þessi mál verði rædd því þar sé Afreksstefna ÍSÍ til umræðu.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Tengdar fréttir Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. 17. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. 17. ágúst 2021 13:31