„Afreksíþróttamiðstöð ein og sér er ekki bara lausnin“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 14:31 Guðni Valur Guðnason býr sig undir að þeyta kringlunni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann var einn fjögurra keppenda Íslands á leikunum og enginn þeirra komst í gegnum undankeppni í sinni grein. Getty/Patrick Smith Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ, segir íþróttahreyfinguna þurfa að gera upp við sig hvernig áherslur eigi að vera í afreksíþróttastarfinu, svo sem hvort það sé forgangsverkefni að koma á fót miðlægri afreksíþróttamiðstöð og hversu umfangsmikil hún eigi að vera. Eftir afar rýra uppskeru aðeins fjögurra manna sveitar Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó er líklega ekki úr vegi að skoða hvað megi betur fara í afreksíþróttamálum hér á landi. Í aðsendri grein á Vísi í vikunni kallaði Kjartan Ásmundsson, markaðs- og þróunarstjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, í þessu sambandi eftir því að íslenskri afreksíþróttamiðstöð yrði komið á fót. Kjartan benti á að fyrir áratug síðan hefði verið samþykkt á þingi ÍSÍ að slík miðstöð yrði stofnuð, í anda Team Danmark í Danmörku og Olympiatoppen í Noregi. ÍBR og ÍSÍ hefðu leitt þá vinnu en ÍSÍ svo tekið við boltanum í lok árs 2015 og síðan hefði boltinn rúllað ansi rólega. Andri tekur undir það að málið hafi gengið hægt en segir vísi að afreksíþróttamiðstöð þó núna vera til staðar. Í afreksstefnu ÍSÍ segir um miðstöðina: „Afreksíþróttamiðstöð ÍSÍ er vettvangur íþróttamælinga og þjónustu við sérsambönd ÍSÍ og afreksíþróttafólk. Í gegnum miðstöðina skal lögð áhersla á að auka íþróttamælingar í tengslum við afreksíþróttastarf og stuðla að bættum árangri og að fyrirbyggja meiðsli í tengslum við afreksíþróttir.“ Hvernig á að nýta peninginn? Andri segir að búið sé að auka við ýmis konar íþróttamælingar hjá sérsamböndum ÍSÍ og bendir á að þau eigi mörg í samstarfi við fagaðila á borð við Háskólann í Reykjavík í þessum efnum: „Við höfum hins vegar ekki burði til að koma á heildstæðri miðstöð eins og er í mörgum öðrum löndum, sem búa við allt aðrar forsendur. Það þarf að finna aðferð sem hentar Íslandi. Hér er rosalega mikil sérfræðiþekking til staðar. Til að mynda eru hér mjög hæfir sjúkraþjálfarar og læknar, og tæki og tól hér og þar,“ segir Andri. Greiða þurfi aðgengi að þessum sérfræðingum – það nýtist ekki síður en að safna þeim í eina miðstöð. Anton Sveinn McKee hefur búið í Bandaríkjunum og æft þar um árabil. Hér er hann á ferðinni í lauginni í Tókýó.EPA/VALDRIN XHEMAJ „Síðan getur maður velt fyrir sér hvernig á að nýta peninginn sem kemur inn í íþróttahreyfinguna. Það er ákall um þjóðarleikvanga í mjög mörgum íþróttagreinum. Það er ákall um að afreksíþróttafólk fái greiðslur til að geta lifað. Það er ákall um að ungt íþróttafólk þurfi ekki sjálft að safna fyrir landsliðsferðum. Hvar viljum við leggja áherslurnar?“ spyr Andri. Afreksstefna til umræðu á íþróttaþingi í haust „Það er fínt að fá umræðu og gagnrýni, og fínt að menn hugsi um hvað sé hægt að gera. En afreksíþróttamiðstöð ein og sér er ekki bara lausnin, enda leggja margir mismunandi skilning í það hugtak. Það eru mikið fleiri þættir sem þarf að hugsa út í. Ef að við fengjum fjármuni frá ríkinu til að koma slíkri miðlægri miðstöð á fót í anda þess sem er til staðar hjá öðrum þjóðum þá er ég viss um að menn myndu spyrja; En hvað um þjóðarleikvangana, laun fyrir afreksíþróttafólkið, og fleira. Hvað er fremst í röðinni hjá okkur?“ Andri segir að íþróttahreyfingin verði að svara þessum spurningum og að í október sé fram undan íþróttaþing ÍSÍ þar sem að þessi mál verði rædd því þar sé Afreksstefna ÍSÍ til umræðu. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Tengdar fréttir Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. 17. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Eftir afar rýra uppskeru aðeins fjögurra manna sveitar Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó er líklega ekki úr vegi að skoða hvað megi betur fara í afreksíþróttamálum hér á landi. Í aðsendri grein á Vísi í vikunni kallaði Kjartan Ásmundsson, markaðs- og þróunarstjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, í þessu sambandi eftir því að íslenskri afreksíþróttamiðstöð yrði komið á fót. Kjartan benti á að fyrir áratug síðan hefði verið samþykkt á þingi ÍSÍ að slík miðstöð yrði stofnuð, í anda Team Danmark í Danmörku og Olympiatoppen í Noregi. ÍBR og ÍSÍ hefðu leitt þá vinnu en ÍSÍ svo tekið við boltanum í lok árs 2015 og síðan hefði boltinn rúllað ansi rólega. Andri tekur undir það að málið hafi gengið hægt en segir vísi að afreksíþróttamiðstöð þó núna vera til staðar. Í afreksstefnu ÍSÍ segir um miðstöðina: „Afreksíþróttamiðstöð ÍSÍ er vettvangur íþróttamælinga og þjónustu við sérsambönd ÍSÍ og afreksíþróttafólk. Í gegnum miðstöðina skal lögð áhersla á að auka íþróttamælingar í tengslum við afreksíþróttastarf og stuðla að bættum árangri og að fyrirbyggja meiðsli í tengslum við afreksíþróttir.“ Hvernig á að nýta peninginn? Andri segir að búið sé að auka við ýmis konar íþróttamælingar hjá sérsamböndum ÍSÍ og bendir á að þau eigi mörg í samstarfi við fagaðila á borð við Háskólann í Reykjavík í þessum efnum: „Við höfum hins vegar ekki burði til að koma á heildstæðri miðstöð eins og er í mörgum öðrum löndum, sem búa við allt aðrar forsendur. Það þarf að finna aðferð sem hentar Íslandi. Hér er rosalega mikil sérfræðiþekking til staðar. Til að mynda eru hér mjög hæfir sjúkraþjálfarar og læknar, og tæki og tól hér og þar,“ segir Andri. Greiða þurfi aðgengi að þessum sérfræðingum – það nýtist ekki síður en að safna þeim í eina miðstöð. Anton Sveinn McKee hefur búið í Bandaríkjunum og æft þar um árabil. Hér er hann á ferðinni í lauginni í Tókýó.EPA/VALDRIN XHEMAJ „Síðan getur maður velt fyrir sér hvernig á að nýta peninginn sem kemur inn í íþróttahreyfinguna. Það er ákall um þjóðarleikvanga í mjög mörgum íþróttagreinum. Það er ákall um að afreksíþróttafólk fái greiðslur til að geta lifað. Það er ákall um að ungt íþróttafólk þurfi ekki sjálft að safna fyrir landsliðsferðum. Hvar viljum við leggja áherslurnar?“ spyr Andri. Afreksstefna til umræðu á íþróttaþingi í haust „Það er fínt að fá umræðu og gagnrýni, og fínt að menn hugsi um hvað sé hægt að gera. En afreksíþróttamiðstöð ein og sér er ekki bara lausnin, enda leggja margir mismunandi skilning í það hugtak. Það eru mikið fleiri þættir sem þarf að hugsa út í. Ef að við fengjum fjármuni frá ríkinu til að koma slíkri miðlægri miðstöð á fót í anda þess sem er til staðar hjá öðrum þjóðum þá er ég viss um að menn myndu spyrja; En hvað um þjóðarleikvangana, laun fyrir afreksíþróttafólkið, og fleira. Hvað er fremst í röðinni hjá okkur?“ Andri segir að íþróttahreyfingin verði að svara þessum spurningum og að í október sé fram undan íþróttaþing ÍSÍ þar sem að þessi mál verði rædd því þar sé Afreksstefna ÍSÍ til umræðu.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Tengdar fréttir Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. 17. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. 17. ágúst 2021 13:31
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti