Merkel er á lokaspretti í leiðtogasæti eftir sextán ára forystu í þýskum stjórnmálum en hún lætur af embætti eftir þingkosningar í Þýskalandi í næsta mánuði. Hún hefur átt einna best með að ná til Pútins allra vestrænna leiðtoga og talar rússnesku reiprennandi.
Talið er líklegt að leiðtogaranir muni einnig ræða stöðuna í Afganistan, deilur varðandi lagningu nýrrar gasleiðslu frá Rússlandi til vestur Evrópu og kúgun Alexanders Lúkasjenkós á almenningi í Belarús (Hvíta-Rússlandi).
Heimsókn Merkel ber upp á sama dag og þegar Alexei Navalny veiktist skyndilega vegna eitrunar um borð í flugvél hinn 20. ágúst í fyrra.