Bakhjarlar verðmætasköpunar Kristrún Frostadóttir skrifar 19. ágúst 2021 10:30 Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna. Mikið fór fyrir umræðu fyrri hluta árs um hvaða áhrif fjárframlög vegna COVID hefðu haft á hagvöxt. Að augljóst væri að nóg væri að gert því fall í landsframleiðslu hefði verið minna en áður var spáð. Þessi framsetning er þó grundvallar misskilningur á eðli krísunnar. Aðgerðapakkar hingað til áttu ekki að snúast um örvun hagkerfisins. Þetta áttu að vera rústabjörgunarpakkar. Tilgangurinn var að milda erfiðleika fólks og fyrirtækja þar til bóluefnin væru farin að virka. Styrkja innviði til að takast á við faraldurinn. Skapa þannig forsendur fyrir hagvöxt síðar meir. Einn stór mælikvarði á hversu vel rústabjörgunarpakkarnir skiluðu sér er staðan í heilbrigðiskerfinu í yfirstandandi bylgju. Þó margir hafi veðjað á endalok veirunnar í kjölfar bólusetningar sætir það furðu að ráðstafanir hafi ekki verið gerðar í tæka tíð til að efla þá hluta heilbrigðiskerfisins sem eru viðkvæmastir fyrir annarri bylgju. Þetta kostar peninga. En þetta er fjárfesting sem dregur úr þörf á harðari aðgerðum í daglegu lífi fólks. Dregur úr líkunum á að fólki hólfi sig sjálfkrafa af, sem aftur dregur kraft úr atvinnulífinu. Núverandi aðstæður eru vissulega óvenjulegar. En þetta ástand veitir engu að síður hraðsoðna innsýn inn í miklu stærri mynd hér á landi, sem er algjörlega óháð núverandi aðstæðum: Hversu stór kjölfesta velferðarkerfið raunverulega er fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun. Hænan og eggið Frá 1960 til 1990 jukust heildarútgjöld hins opinbera úr 27% af landsframleiðslu í um 40%. Síðan þá hefur hlutfallið verið rúmlega 40% ef frá eru talin áfallaárin eftir 2008 krísuna og nú í fyrra. Umrædd aukning frá 1960 má einna helst rekja til aukinna umsvifa í skólamálum og velferðarkerfinu. Þetta eru umsvif sem við komum okkar saman um sem samfélag því við sáum verðmæti í því. Þessi kerfi okkar hafa gert stórum hópum einstaklinga kleift að fara út á vinnumarkaðinn í krafti aðgangs að umönnunarþjónustu utan heimilis og stuðnings í daglegu lífi. Já, þessi umsvif hafa skapað opinber störf. En þau hafa líka stóraukið þann starfskraft sem einkageiranum býðst. Þar liggja gífurleg verðmæti. Tilkall einkageirans til verðmætasköpunarinnar er því stórkostleg einföldun á þeirri heimsmynd sem blasir við. Þegar talið berst að auknum umsvifum hins opinbera er sjaldan bent á þá staðreynd að við gerum umtalsvert meiri kröfur til samfélagsins í dag en við gerðum árið 1960. Við lifum lengur, menntum okkur meira og berum meiri virðingu fyrir þörfum hvers og eins einstaklings. Samt hefur okkur tekist að halda umsvifum hins opinbera meira og minna í takt við landsframleiðsluna frá 1990. Talið berst stundum að bákninu og íþyngjandi viðveru hins opinbera hvað varðar hagvaxtargetu. En þessu má allt eins snúa á haus – hverjar væru þjóðartekjurnar hér á landi, gjaldeyrissköpunin, ef við hefðum ekki komið öllum þessum fjölbreyttu einstaklingum út á vinnumarkaðinn með meiri þekkingu en nokkru sinni fyrr með öflugu stuðningsneti? COVID lærdómur Þótt fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi aukist á síðustu árum er þar gríðarleg uppsöfnuð innviðaskuld eftir síðustu krísu. Sú skuld hefur gert kerfið dýrara í rekstri fyrir vikið og dregið úr möguleikum þess til að auka hina margumtöluðu framleiðni. Rétt eins og verksmiðja sem keyrir á fullum afköstum áður en fjárfest hefur verið í grunnþáttum nær aldrei ásættanlegum árangri sama hversu mikið starfsfólkið leggur á sig. Til að komast sem fyrst í aðstæður þar sem hægt er að sækja fram, örva efnahagslífið, þarf að losa strax um flöskuhálsa í heilbrigðiskerfinu. Stóra spurningin í komandi kosningum er síðan hvaða lærdóm við drögum af þessu ástandi. Við blasa biðlistar, mannekla í heilbrigðiskerfinu og sálræn áhrif af faraldrinum sem munu kalla á sterkari geðheilbrigðisþjónustu og valda auknu álagi á samtryggingarkerfin okkar. Við megum ekki við því að fleiri sóknarfæri líði fyrir vanfjárfestingu í aðalkjölfestu verðmætasköpunar. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna. Mikið fór fyrir umræðu fyrri hluta árs um hvaða áhrif fjárframlög vegna COVID hefðu haft á hagvöxt. Að augljóst væri að nóg væri að gert því fall í landsframleiðslu hefði verið minna en áður var spáð. Þessi framsetning er þó grundvallar misskilningur á eðli krísunnar. Aðgerðapakkar hingað til áttu ekki að snúast um örvun hagkerfisins. Þetta áttu að vera rústabjörgunarpakkar. Tilgangurinn var að milda erfiðleika fólks og fyrirtækja þar til bóluefnin væru farin að virka. Styrkja innviði til að takast á við faraldurinn. Skapa þannig forsendur fyrir hagvöxt síðar meir. Einn stór mælikvarði á hversu vel rústabjörgunarpakkarnir skiluðu sér er staðan í heilbrigðiskerfinu í yfirstandandi bylgju. Þó margir hafi veðjað á endalok veirunnar í kjölfar bólusetningar sætir það furðu að ráðstafanir hafi ekki verið gerðar í tæka tíð til að efla þá hluta heilbrigðiskerfisins sem eru viðkvæmastir fyrir annarri bylgju. Þetta kostar peninga. En þetta er fjárfesting sem dregur úr þörf á harðari aðgerðum í daglegu lífi fólks. Dregur úr líkunum á að fólki hólfi sig sjálfkrafa af, sem aftur dregur kraft úr atvinnulífinu. Núverandi aðstæður eru vissulega óvenjulegar. En þetta ástand veitir engu að síður hraðsoðna innsýn inn í miklu stærri mynd hér á landi, sem er algjörlega óháð núverandi aðstæðum: Hversu stór kjölfesta velferðarkerfið raunverulega er fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun. Hænan og eggið Frá 1960 til 1990 jukust heildarútgjöld hins opinbera úr 27% af landsframleiðslu í um 40%. Síðan þá hefur hlutfallið verið rúmlega 40% ef frá eru talin áfallaárin eftir 2008 krísuna og nú í fyrra. Umrædd aukning frá 1960 má einna helst rekja til aukinna umsvifa í skólamálum og velferðarkerfinu. Þetta eru umsvif sem við komum okkar saman um sem samfélag því við sáum verðmæti í því. Þessi kerfi okkar hafa gert stórum hópum einstaklinga kleift að fara út á vinnumarkaðinn í krafti aðgangs að umönnunarþjónustu utan heimilis og stuðnings í daglegu lífi. Já, þessi umsvif hafa skapað opinber störf. En þau hafa líka stóraukið þann starfskraft sem einkageiranum býðst. Þar liggja gífurleg verðmæti. Tilkall einkageirans til verðmætasköpunarinnar er því stórkostleg einföldun á þeirri heimsmynd sem blasir við. Þegar talið berst að auknum umsvifum hins opinbera er sjaldan bent á þá staðreynd að við gerum umtalsvert meiri kröfur til samfélagsins í dag en við gerðum árið 1960. Við lifum lengur, menntum okkur meira og berum meiri virðingu fyrir þörfum hvers og eins einstaklings. Samt hefur okkur tekist að halda umsvifum hins opinbera meira og minna í takt við landsframleiðsluna frá 1990. Talið berst stundum að bákninu og íþyngjandi viðveru hins opinbera hvað varðar hagvaxtargetu. En þessu má allt eins snúa á haus – hverjar væru þjóðartekjurnar hér á landi, gjaldeyrissköpunin, ef við hefðum ekki komið öllum þessum fjölbreyttu einstaklingum út á vinnumarkaðinn með meiri þekkingu en nokkru sinni fyrr með öflugu stuðningsneti? COVID lærdómur Þótt fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi aukist á síðustu árum er þar gríðarleg uppsöfnuð innviðaskuld eftir síðustu krísu. Sú skuld hefur gert kerfið dýrara í rekstri fyrir vikið og dregið úr möguleikum þess til að auka hina margumtöluðu framleiðni. Rétt eins og verksmiðja sem keyrir á fullum afköstum áður en fjárfest hefur verið í grunnþáttum nær aldrei ásættanlegum árangri sama hversu mikið starfsfólkið leggur á sig. Til að komast sem fyrst í aðstæður þar sem hægt er að sækja fram, örva efnahagslífið, þarf að losa strax um flöskuhálsa í heilbrigðiskerfinu. Stóra spurningin í komandi kosningum er síðan hvaða lærdóm við drögum af þessu ástandi. Við blasa biðlistar, mannekla í heilbrigðiskerfinu og sálræn áhrif af faraldrinum sem munu kalla á sterkari geðheilbrigðisþjónustu og valda auknu álagi á samtryggingarkerfin okkar. Við megum ekki við því að fleiri sóknarfæri líði fyrir vanfjárfestingu í aðalkjölfestu verðmætasköpunar. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar