Skutu á fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afgana Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 10:32 Vopnaðir talibanar á götum Kabúl. AP/Rahmat Gul Nokkrir eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana leystu upp samkomu fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afganistans í borginni Asadabad í dag. Talibanar skutu á fólkið en ekki er ljóst hvort að þeir látnu féllu af völdum skotsára eða troðnings sem skapaðist þegar skotunum var hleypt af. Mohammed Salim segir Reuters-fréttastofunni að hundruð manna hafi veifað svörtum, rauðum og grænum þjóðfána Afganistans í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Afganistan öðlaðist sjálfstæði frá Bretum á þessum degi árið 1919. „Í fyrstu var ég hræddur og vilti ekki fara en þegar ég sá einn nágranna minna slást í hópinn náði ég í fánann sem ég á heima,“ segir Salim. Þrír voru drepnir þegar talibanar skutu á mótmælendur sem höfðu tekið niður hvítan þeirra og reynt að draga afganska fánann að húni í Jalalabad í gær. Sambærilegar uppákomur áttu sér stað víðar um Afganistan í gær þó að ekki kæmi til mannfalls, þar á meðal í Asadabad og í Khost í austanverðu landinu. Amrullah Saleh, varaforseti, lýsti yfir stuðningi sínum við mótmælin en hann reynir nú að skipuleggja andspyrnu gegn talibönum. „Hyllið þau sem bera þjóðfánann og standa þannig fyrir reisn þjóðarinnar,“ sagði Saleh á Twitter. Hann telur sig lögmætan forseta Afganistans eftir að Ashraf Ghani flúði land áður en talibanar lögðu undir sig höfuðborgina Kabúl um helgina. Leiðtogar talibana hafa heitið því að virða mannréttindi og að fyrrum óvinir þeirra hafi ekkert að óttast nú þegar þeir hafa tekið völdin í landinu. Margir landsmenn eru þó fullir efasemda um þau loforð enda minnugir ógnarstjórnarinnar sem talibana stóðu fyrir þegar þeir voru síðast við völd frá 1996 til 2001. Afganistan Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Mohammed Salim segir Reuters-fréttastofunni að hundruð manna hafi veifað svörtum, rauðum og grænum þjóðfána Afganistans í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Afganistan öðlaðist sjálfstæði frá Bretum á þessum degi árið 1919. „Í fyrstu var ég hræddur og vilti ekki fara en þegar ég sá einn nágranna minna slást í hópinn náði ég í fánann sem ég á heima,“ segir Salim. Þrír voru drepnir þegar talibanar skutu á mótmælendur sem höfðu tekið niður hvítan þeirra og reynt að draga afganska fánann að húni í Jalalabad í gær. Sambærilegar uppákomur áttu sér stað víðar um Afganistan í gær þó að ekki kæmi til mannfalls, þar á meðal í Asadabad og í Khost í austanverðu landinu. Amrullah Saleh, varaforseti, lýsti yfir stuðningi sínum við mótmælin en hann reynir nú að skipuleggja andspyrnu gegn talibönum. „Hyllið þau sem bera þjóðfánann og standa þannig fyrir reisn þjóðarinnar,“ sagði Saleh á Twitter. Hann telur sig lögmætan forseta Afganistans eftir að Ashraf Ghani flúði land áður en talibanar lögðu undir sig höfuðborgina Kabúl um helgina. Leiðtogar talibana hafa heitið því að virða mannréttindi og að fyrrum óvinir þeirra hafi ekkert að óttast nú þegar þeir hafa tekið völdin í landinu. Margir landsmenn eru þó fullir efasemda um þau loforð enda minnugir ógnarstjórnarinnar sem talibana stóðu fyrir þegar þeir voru síðast við völd frá 1996 til 2001.
Afganistan Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18