Sha'Carri ekki í vinaleit þegar hún keppir við Ólympíumeistarann um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 12:30 Sha'Carri Richardson hefur breytt um háralit og mætir því ekki appelsínugul til leiks um helgina. Getty/Cliff Hawkins Bandaríska frjálsíþróttakonan Sha’Carri Richardson er farin að kynda vel upp fyrir athyglisvert spretthlaup sem fer fram um helgina. Richardson keppir á Prefontaine Classic mótinu og við besti hlauparana á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum. Sha Carri Richardson will race Elaine Thompson-Herah and Shelly-Ann Fraser-Pryce over 100m at the Eugene Diamond League (@nikepreclassic) The line-up also includes Shericka Jackson, Marie-Josée Ta Lou, Mujinga Kambundji, Javianne Oliver, Briana Williams and Teahna Daniels. pic.twitter.com/cKsIJN80xG— AW (@AthleticsWeekly) August 13, 2021 Richardson mátti ekki keppa á leikunum í Tókýó eftir að hún féll á lyfjaprófi fyrir að reykja gras. Hún er mikil týpa og það voru því margir spenntir að sjá hana keppa um gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Svekkelsið var því talsvert þegar sigur hennar á bandaríska úrtökumótinu var ógildur. Sha'Carri sagði frá því að hún hefði leitað í að reykja marijúana eftir að hafa fengið fréttir af því að líffræðileg móðir hennar hefði dáið. Eftir öll þessi vonbrigði þá fær Sha’Carri tækifæri um helgina til að keppa við allan verðlaunapallinn í 100 metra hlaupinu á ÓL. Jamaíka átti þrjá fljótustu hlauparana í 100 metra úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum og fengu því gull, silfur og brons. Verðlaunahafarnir þrír, Elaine Thompson-Herah, Shelly-Ann Fraser-Pryce og Shericka Jackson, mun allar mæta til leiks á Prefontaine Classic mótinu og við fáum því úrslitahlaupið sem allir vildu sjá í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by ShaCarri "FGTX" Richardson (@carririchardson_) Richardson hljóp hundrað metrana á 10,86 sekúndum á úrtökumótinu. Thompson-Herah vann úrslitahlaupið á Ólympíuleikunum á 10,61 og setti nýtt Ólympíumet. Fraser-Pryce og Jackson voru báðar undir fyrrnefndum tíma hjá Richardson. Sha’Carri birti Tik Tok myndband á Instagram síðu sinni þar sem má sjá hana gera sig klára fyrir keppni helgarinnar. Hún mætir litrík til leiks og lofaði því líka að það sé ekki markmiðið að eignast vini heldur vinna hlaupið. „August 21 and I’m not playing nice,“ skrifaði Sha’Carri Richardson við myndbandið eins og sjá má hér fyrir ofan. „21. ágúst og ég mæti ekki til að eignast vini,“ skrifaði Sha’Carri ef við umorðum þetta á íslensku. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Sjá meira
Richardson keppir á Prefontaine Classic mótinu og við besti hlauparana á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum. Sha Carri Richardson will race Elaine Thompson-Herah and Shelly-Ann Fraser-Pryce over 100m at the Eugene Diamond League (@nikepreclassic) The line-up also includes Shericka Jackson, Marie-Josée Ta Lou, Mujinga Kambundji, Javianne Oliver, Briana Williams and Teahna Daniels. pic.twitter.com/cKsIJN80xG— AW (@AthleticsWeekly) August 13, 2021 Richardson mátti ekki keppa á leikunum í Tókýó eftir að hún féll á lyfjaprófi fyrir að reykja gras. Hún er mikil týpa og það voru því margir spenntir að sjá hana keppa um gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Svekkelsið var því talsvert þegar sigur hennar á bandaríska úrtökumótinu var ógildur. Sha'Carri sagði frá því að hún hefði leitað í að reykja marijúana eftir að hafa fengið fréttir af því að líffræðileg móðir hennar hefði dáið. Eftir öll þessi vonbrigði þá fær Sha’Carri tækifæri um helgina til að keppa við allan verðlaunapallinn í 100 metra hlaupinu á ÓL. Jamaíka átti þrjá fljótustu hlauparana í 100 metra úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum og fengu því gull, silfur og brons. Verðlaunahafarnir þrír, Elaine Thompson-Herah, Shelly-Ann Fraser-Pryce og Shericka Jackson, mun allar mæta til leiks á Prefontaine Classic mótinu og við fáum því úrslitahlaupið sem allir vildu sjá í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by ShaCarri "FGTX" Richardson (@carririchardson_) Richardson hljóp hundrað metrana á 10,86 sekúndum á úrtökumótinu. Thompson-Herah vann úrslitahlaupið á Ólympíuleikunum á 10,61 og setti nýtt Ólympíumet. Fraser-Pryce og Jackson voru báðar undir fyrrnefndum tíma hjá Richardson. Sha’Carri birti Tik Tok myndband á Instagram síðu sinni þar sem má sjá hana gera sig klára fyrir keppni helgarinnar. Hún mætir litrík til leiks og lofaði því líka að það sé ekki markmiðið að eignast vini heldur vinna hlaupið. „August 21 and I’m not playing nice,“ skrifaði Sha’Carri Richardson við myndbandið eins og sjá má hér fyrir ofan. „21. ágúst og ég mæti ekki til að eignast vini,“ skrifaði Sha’Carri ef við umorðum þetta á íslensku.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Sjá meira