Spilar fyrir íslenska landsliðið en hefur aldrei spilað körfuboltaleik á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 11:01 Emma Grace Theodórsson talaði ensku í viðtalinu. Skjámynd/karfan.is Emma Grace Theodórsson er nýtt nafn fyrir marga sem fylgjast með körfuboltanum á Íslandi. Hún er komin í íslenska átján ára landsliðið þrátt fyrir að hafa aldrei búið eða spilað á Íslandi. Emma Grace er hálfíslensk en faðir hennar Ólafur Theódórsson lék á sínum tíma með ÍR og Val og alls sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ólafur fluttist út til Bandaríkjanna átján ára gamall og kom ekki aftur. Emma Grace sagði blaðamanni karfan.is frá því af hverju hún, sem hefur búið alla tíð nálægt Pittsburgh í Pensylvaníu í Bandaríkjunum, er farin að spila fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. „Ég fór að horfa mikið á körfubolta þegar við vorum heima í sóttkví í Covid faraldrinum. Við pabbi fórum þá að ræða íslenska landsliðið og ég sagði við hann að ég vildi endilega spila með liðinu. Við höfum þá samband við Sæba (Sævaldur Bjarnason) þjálfara og núna er ég komin hingað,“ sagði Emma brosandi. Hún kom síðan til Íslands í júní til að æfa með íslenska átján ára landsliðinu en hún hefur aldrei spilað keppnisleik á Íslandi. Það má sjá þetta viðtal hér fyrir neðan. watch on YouTube Emma er efnileg körfuboltakona. Hún spilar fyrir Moon Area gagnfræðaskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en hefur þegar samið við Bucknell University um að leika með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Emma skoraði 18,9 stig í leik með Moon skólanum á síðustu leiktíð, var ein af stigahæstu konum WPIAL deildarinnar og komst í þriðja úrvalslið fylkisins. Emma er að fara á lokaár sitt í skólanum í vetur. Committed pic.twitter.com/ku7Qj90Jwz— Emma Theodorsson (@emmatheodorsson) June 18, 2021 Emma gat valið úr tilboðum frá mörgum skólum en valdi Bucknell er með öflugt lið sem kemst reglulega í Marsfárið, úrslitamót bandaríska háskólaboltans. Lafayette, Penn, Miami (Ohio) og Wofford komu líka til greina. Emma stóð sig líka mjög vel í náminu og var með með 4,1 í GPA sem er frábær árangur. Í viðtali við post-gazette.com sagðist hún hafa valið skólanum bæði út af körfuboltanum og námsmöguleikunum. Emma hefur spilað tvo leiki með Íslandi á Norðurlandamótinu. Hún var með 9 stig og 8 fráköst á 20 mínútum á móti Eistum og svo 11 stig og 5 fráköst á 18 mínútum á móti Finnum. Körfubolti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Emma Grace er hálfíslensk en faðir hennar Ólafur Theódórsson lék á sínum tíma með ÍR og Val og alls sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ólafur fluttist út til Bandaríkjanna átján ára gamall og kom ekki aftur. Emma Grace sagði blaðamanni karfan.is frá því af hverju hún, sem hefur búið alla tíð nálægt Pittsburgh í Pensylvaníu í Bandaríkjunum, er farin að spila fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. „Ég fór að horfa mikið á körfubolta þegar við vorum heima í sóttkví í Covid faraldrinum. Við pabbi fórum þá að ræða íslenska landsliðið og ég sagði við hann að ég vildi endilega spila með liðinu. Við höfum þá samband við Sæba (Sævaldur Bjarnason) þjálfara og núna er ég komin hingað,“ sagði Emma brosandi. Hún kom síðan til Íslands í júní til að æfa með íslenska átján ára landsliðinu en hún hefur aldrei spilað keppnisleik á Íslandi. Það má sjá þetta viðtal hér fyrir neðan. watch on YouTube Emma er efnileg körfuboltakona. Hún spilar fyrir Moon Area gagnfræðaskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en hefur þegar samið við Bucknell University um að leika með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Emma skoraði 18,9 stig í leik með Moon skólanum á síðustu leiktíð, var ein af stigahæstu konum WPIAL deildarinnar og komst í þriðja úrvalslið fylkisins. Emma er að fara á lokaár sitt í skólanum í vetur. Committed pic.twitter.com/ku7Qj90Jwz— Emma Theodorsson (@emmatheodorsson) June 18, 2021 Emma gat valið úr tilboðum frá mörgum skólum en valdi Bucknell er með öflugt lið sem kemst reglulega í Marsfárið, úrslitamót bandaríska háskólaboltans. Lafayette, Penn, Miami (Ohio) og Wofford komu líka til greina. Emma stóð sig líka mjög vel í náminu og var með með 4,1 í GPA sem er frábær árangur. Í viðtali við post-gazette.com sagðist hún hafa valið skólanum bæði út af körfuboltanum og námsmöguleikunum. Emma hefur spilað tvo leiki með Íslandi á Norðurlandamótinu. Hún var með 9 stig og 8 fráköst á 20 mínútum á móti Eistum og svo 11 stig og 5 fráköst á 18 mínútum á móti Finnum.
Körfubolti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira