„Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 19:21 Jón Mýrdal, veitingamaður á Skuggabaldri. Stöð 2 Jón Mýrdal, eigandi Húrra og Skuggabaldurs í miðbæ Reykjavíkur, segir að sér finnist sú framtíðarsýn sem sett er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19 vera hræðileg. Hann bendir á að á skemmtistöðum sé farið eftir ströngum kröfum um sóttvarnir, annað en til dæmis í partýum í heimahúsum. Rætt var við Jón í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í tilefni þess að í dag var greint frá þeim tillögum sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallar eftir að verði við lýði þar til faraldurinn er um garð genginn. Þar er meðal annars lagt til að veitingastaðir, skemmistaðir og barir megi vera opnir til 23 á kvöldin. „Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn. Við veitingamenn erum bara alls ekkert ánægðir með að þetta sé það sem er í pípunum. Við reynum okkar besta, við sprittum okkur, við skráum fólk inn, við erum með dyraverði, við erum með bil á milli fólks. Það er ekki gert í heimapartýum,“ sagði Jón. Sagði Jón að tekjufall hafi verið gríðarlegt, allt að 90 prósent, á milli helga í sumar eftir að sóttvarnaraðgerðir voru hertar á ný, eftir að engar takmarkanir voru í gildi um skamma hríð í sumar. „Við reynum okkar besta og við teljum okkur vera í liði með sóttvarnaryfirvöldum en við lifum ekki á því að það sé lokað hjá okkur klukkan ellefu, það gengur bara ekki upp,“ sagði Jón. Taldi Jón líklegt að hann þyrfti að segja upp fólki yrði veitingastöðum, börum og skemmtistöðum bannað að hafa opið til lengur en klukkan 23 í lengri tíma. Þetta er framtíðarsýn sóttvarnalæknis. Hverja telur þá framtíðina vera hérna í miðbænum ef þetta gengur eftir? „Bara hræðileg, þetta er menningarstarfsemi. Við erum að tala um leikhús, skemmtistaði, veitingastaði. Þetta er bara hluti af okkar menningu og við reynum að gera okkar besta til að hjálpa til. Við viljum ekki að fólk fái Covid. Við höfum bil, sótthreinsum og gerum allt. Mér finnst þetta hræðilegt ef þetta verður ofan á,“ sagði Jón. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Rætt var við Jón í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í tilefni þess að í dag var greint frá þeim tillögum sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallar eftir að verði við lýði þar til faraldurinn er um garð genginn. Þar er meðal annars lagt til að veitingastaðir, skemmistaðir og barir megi vera opnir til 23 á kvöldin. „Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn. Við veitingamenn erum bara alls ekkert ánægðir með að þetta sé það sem er í pípunum. Við reynum okkar besta, við sprittum okkur, við skráum fólk inn, við erum með dyraverði, við erum með bil á milli fólks. Það er ekki gert í heimapartýum,“ sagði Jón. Sagði Jón að tekjufall hafi verið gríðarlegt, allt að 90 prósent, á milli helga í sumar eftir að sóttvarnaraðgerðir voru hertar á ný, eftir að engar takmarkanir voru í gildi um skamma hríð í sumar. „Við reynum okkar besta og við teljum okkur vera í liði með sóttvarnaryfirvöldum en við lifum ekki á því að það sé lokað hjá okkur klukkan ellefu, það gengur bara ekki upp,“ sagði Jón. Taldi Jón líklegt að hann þyrfti að segja upp fólki yrði veitingastöðum, börum og skemmtistöðum bannað að hafa opið til lengur en klukkan 23 í lengri tíma. Þetta er framtíðarsýn sóttvarnalæknis. Hverja telur þá framtíðina vera hérna í miðbænum ef þetta gengur eftir? „Bara hræðileg, þetta er menningarstarfsemi. Við erum að tala um leikhús, skemmtistaði, veitingastaði. Þetta er bara hluti af okkar menningu og við reynum að gera okkar besta til að hjálpa til. Við viljum ekki að fólk fái Covid. Við höfum bil, sótthreinsum og gerum allt. Mér finnst þetta hræðilegt ef þetta verður ofan á,“ sagði Jón.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27