Örsaga úr Bónus Hildur Inga Magnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 13:30 Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. Stelpan er svöng og hún er ekki lengi að festa augun á hvolpasveitarnamminu og hana hefur aldrei langað jafn mikið í neitt á allri sinni ævi. Þráðurinn þinn er stuttur og þú nennir ekki að taka slaginn núna: ,,nei þetta er ekki í boði”. Stelpan tekur þessu illa, leggst á gólfið, öskrar, lemur og sparkar og þú hugsar: ,,ég trúi ekki að hún ætli að gera mér þetta, hérna inni í miðri búð”, ,,nú munu allir halda að ég sé hræðilegt foreldri” ,,það sjá allir að ég hef enga stjórn á barninu mínu”. Svitinn perlast fram víðvegar um líkamann, droparnir leka niður bakið og þitt eina markmið er skaðaminnkun; að þagga niður í barninu, komast sem fyrst út úr búðinni og inn í bíl: ,,ég finn eitthvað í frystinum til að hafa í kvöldmat”. Þegar svitinn hefur þornað ferð þú að velta fyrir þér hvort þú hafir brugðist rétt við í aðstæðunum. Hvaða kröfur gerðir þú til barnsins þíns áður en þið fóruð inn í búðina? Afhverju þurfti barnið endilega að taka ,,frekjukast” í dag? Voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð barns sem var svangt og þreytt eftir langan dag? Voru þetta raunverulega aðstæður sem kröfðust þess að það þyrfti að hlaupa út í flýti afþví barnið var svo óþægt eða var þín eigin hræðsla við viðbrögðum annarra að hafa þar áhrif? Vissulega getur verið vandasamt fyrir foreldra að takast á við skapofsakast hjá barni en samt sem áður er það erfiðast fyrir barnið sjálft sem upplifir þessar sterku tilfinningar - reiði, depurð, svekkelsi - yfir því að hafa ekki fengið það sem það langaði svo mikið í. Hvaða máli skiptir það þó gömul kona hafi stoppað til að fylgjast með húllumhæinu eða að foreldri sem þú kannast við úr leikskólanum hafi hrisst höfuðið yfir tilfinningarússíbana barnsins þíns? Skapofsaköst hjá börnum hafa ekkert um það að segja hvernig foreldri þú ert. Viðbrögðin þín við slíkum köstum gera það hinsvegar. Börn gráta, það er þeirra leið til að láta í ljós vanlíðan. Leyfum þeim að gráta og klára þær tilfinningar sem þau finna fyrir, jafnvel þó við séum í Bónus. Verum til staðar fyrir þau, tölum um og viðurkennum tilfinningar og síðast en ekki síst, komum fram við þau af virðingu. Það er meðal annars það sem gerir okkur að góðum foreldrum. Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. Stelpan er svöng og hún er ekki lengi að festa augun á hvolpasveitarnamminu og hana hefur aldrei langað jafn mikið í neitt á allri sinni ævi. Þráðurinn þinn er stuttur og þú nennir ekki að taka slaginn núna: ,,nei þetta er ekki í boði”. Stelpan tekur þessu illa, leggst á gólfið, öskrar, lemur og sparkar og þú hugsar: ,,ég trúi ekki að hún ætli að gera mér þetta, hérna inni í miðri búð”, ,,nú munu allir halda að ég sé hræðilegt foreldri” ,,það sjá allir að ég hef enga stjórn á barninu mínu”. Svitinn perlast fram víðvegar um líkamann, droparnir leka niður bakið og þitt eina markmið er skaðaminnkun; að þagga niður í barninu, komast sem fyrst út úr búðinni og inn í bíl: ,,ég finn eitthvað í frystinum til að hafa í kvöldmat”. Þegar svitinn hefur þornað ferð þú að velta fyrir þér hvort þú hafir brugðist rétt við í aðstæðunum. Hvaða kröfur gerðir þú til barnsins þíns áður en þið fóruð inn í búðina? Afhverju þurfti barnið endilega að taka ,,frekjukast” í dag? Voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð barns sem var svangt og þreytt eftir langan dag? Voru þetta raunverulega aðstæður sem kröfðust þess að það þyrfti að hlaupa út í flýti afþví barnið var svo óþægt eða var þín eigin hræðsla við viðbrögðum annarra að hafa þar áhrif? Vissulega getur verið vandasamt fyrir foreldra að takast á við skapofsakast hjá barni en samt sem áður er það erfiðast fyrir barnið sjálft sem upplifir þessar sterku tilfinningar - reiði, depurð, svekkelsi - yfir því að hafa ekki fengið það sem það langaði svo mikið í. Hvaða máli skiptir það þó gömul kona hafi stoppað til að fylgjast með húllumhæinu eða að foreldri sem þú kannast við úr leikskólanum hafi hrisst höfuðið yfir tilfinningarússíbana barnsins þíns? Skapofsaköst hjá börnum hafa ekkert um það að segja hvernig foreldri þú ert. Viðbrögðin þín við slíkum köstum gera það hinsvegar. Börn gráta, það er þeirra leið til að láta í ljós vanlíðan. Leyfum þeim að gráta og klára þær tilfinningar sem þau finna fyrir, jafnvel þó við séum í Bónus. Verum til staðar fyrir þau, tölum um og viðurkennum tilfinningar og síðast en ekki síst, komum fram við þau af virðingu. Það er meðal annars það sem gerir okkur að góðum foreldrum. Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun