Örsaga úr Bónus Hildur Inga Magnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 13:30 Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. Stelpan er svöng og hún er ekki lengi að festa augun á hvolpasveitarnamminu og hana hefur aldrei langað jafn mikið í neitt á allri sinni ævi. Þráðurinn þinn er stuttur og þú nennir ekki að taka slaginn núna: ,,nei þetta er ekki í boði”. Stelpan tekur þessu illa, leggst á gólfið, öskrar, lemur og sparkar og þú hugsar: ,,ég trúi ekki að hún ætli að gera mér þetta, hérna inni í miðri búð”, ,,nú munu allir halda að ég sé hræðilegt foreldri” ,,það sjá allir að ég hef enga stjórn á barninu mínu”. Svitinn perlast fram víðvegar um líkamann, droparnir leka niður bakið og þitt eina markmið er skaðaminnkun; að þagga niður í barninu, komast sem fyrst út úr búðinni og inn í bíl: ,,ég finn eitthvað í frystinum til að hafa í kvöldmat”. Þegar svitinn hefur þornað ferð þú að velta fyrir þér hvort þú hafir brugðist rétt við í aðstæðunum. Hvaða kröfur gerðir þú til barnsins þíns áður en þið fóruð inn í búðina? Afhverju þurfti barnið endilega að taka ,,frekjukast” í dag? Voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð barns sem var svangt og þreytt eftir langan dag? Voru þetta raunverulega aðstæður sem kröfðust þess að það þyrfti að hlaupa út í flýti afþví barnið var svo óþægt eða var þín eigin hræðsla við viðbrögðum annarra að hafa þar áhrif? Vissulega getur verið vandasamt fyrir foreldra að takast á við skapofsakast hjá barni en samt sem áður er það erfiðast fyrir barnið sjálft sem upplifir þessar sterku tilfinningar - reiði, depurð, svekkelsi - yfir því að hafa ekki fengið það sem það langaði svo mikið í. Hvaða máli skiptir það þó gömul kona hafi stoppað til að fylgjast með húllumhæinu eða að foreldri sem þú kannast við úr leikskólanum hafi hrisst höfuðið yfir tilfinningarússíbana barnsins þíns? Skapofsaköst hjá börnum hafa ekkert um það að segja hvernig foreldri þú ert. Viðbrögðin þín við slíkum köstum gera það hinsvegar. Börn gráta, það er þeirra leið til að láta í ljós vanlíðan. Leyfum þeim að gráta og klára þær tilfinningar sem þau finna fyrir, jafnvel þó við séum í Bónus. Verum til staðar fyrir þau, tölum um og viðurkennum tilfinningar og síðast en ekki síst, komum fram við þau af virðingu. Það er meðal annars það sem gerir okkur að góðum foreldrum. Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. Stelpan er svöng og hún er ekki lengi að festa augun á hvolpasveitarnamminu og hana hefur aldrei langað jafn mikið í neitt á allri sinni ævi. Þráðurinn þinn er stuttur og þú nennir ekki að taka slaginn núna: ,,nei þetta er ekki í boði”. Stelpan tekur þessu illa, leggst á gólfið, öskrar, lemur og sparkar og þú hugsar: ,,ég trúi ekki að hún ætli að gera mér þetta, hérna inni í miðri búð”, ,,nú munu allir halda að ég sé hræðilegt foreldri” ,,það sjá allir að ég hef enga stjórn á barninu mínu”. Svitinn perlast fram víðvegar um líkamann, droparnir leka niður bakið og þitt eina markmið er skaðaminnkun; að þagga niður í barninu, komast sem fyrst út úr búðinni og inn í bíl: ,,ég finn eitthvað í frystinum til að hafa í kvöldmat”. Þegar svitinn hefur þornað ferð þú að velta fyrir þér hvort þú hafir brugðist rétt við í aðstæðunum. Hvaða kröfur gerðir þú til barnsins þíns áður en þið fóruð inn í búðina? Afhverju þurfti barnið endilega að taka ,,frekjukast” í dag? Voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð barns sem var svangt og þreytt eftir langan dag? Voru þetta raunverulega aðstæður sem kröfðust þess að það þyrfti að hlaupa út í flýti afþví barnið var svo óþægt eða var þín eigin hræðsla við viðbrögðum annarra að hafa þar áhrif? Vissulega getur verið vandasamt fyrir foreldra að takast á við skapofsakast hjá barni en samt sem áður er það erfiðast fyrir barnið sjálft sem upplifir þessar sterku tilfinningar - reiði, depurð, svekkelsi - yfir því að hafa ekki fengið það sem það langaði svo mikið í. Hvaða máli skiptir það þó gömul kona hafi stoppað til að fylgjast með húllumhæinu eða að foreldri sem þú kannast við úr leikskólanum hafi hrisst höfuðið yfir tilfinningarússíbana barnsins þíns? Skapofsaköst hjá börnum hafa ekkert um það að segja hvernig foreldri þú ert. Viðbrögðin þín við slíkum köstum gera það hinsvegar. Börn gráta, það er þeirra leið til að láta í ljós vanlíðan. Leyfum þeim að gráta og klára þær tilfinningar sem þau finna fyrir, jafnvel þó við séum í Bónus. Verum til staðar fyrir þau, tölum um og viðurkennum tilfinningar og síðast en ekki síst, komum fram við þau af virðingu. Það er meðal annars það sem gerir okkur að góðum foreldrum. Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun