Enn verið að borga NBA leikmönnum sem eru löngu hættir að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 15:31 Luol Deng heilsar Flo Rida fyrir leik hjá Los Angeles Lakers liðinu í Staples Center. Deng er löngu hættur en Lakers er enn að borga honum. Getty/Noel Vasquez Það eru sumir fyrrum körfuboltamenn sem fá enn vel borgað fyrir að gera ekki neitt. Skórnir eru kannski komnir upp á hillu en peningarnir streyma áfram inn á bankareikninginn. Basketball Forever vefurinn tók saman nokkra leikmenn sem eru í þessari sérstöku stöðu. Leikmennirnir eiga það sameiginlegt að hafa gert langa og frábæra samninga en síðan verið látnir fara. Það þarf samt enn að standa við þessa samninga. Eitt rosalegasta dæmið er Luol Deng sem skrifaði undir fjögurra ára samning í júlí 2016 sem gaf honum 72 milljónir dollara eða meira en níu milljarða í íslenskum krónum. Deng náði aðeins að spila 57 leiki fyrir Lakers áður en félagið lét hann fara. Lakers samdi um að greiða honum tuttugu milljónir dollara seinna og dreifðust þær greiðslur út 2021-22 tímabilið. Með því að greiða Deng 72 milljónir dollara og fá aðeins 57 leiki frá honum þá borgaði Lakers leikmanninum 1,26 milljón Bandaríkjadala fyrir hvern leik eða 159 milljónir í íslenskum krónum. Það eru samt fleiri fyrrum NBA leikmenn sem eru enn að fá borgað. Í þessum hópi er meðal annars Kevin Garnett sem er enn að fá borgað frá Boston Celtics. Celtics þarf að borga honum út 2022-23 tímabilið en það skuldaði honum 35 milljónir dollara þegar leikmaðurinn hætti. Garnett samþykkti að dreifa þessum greiðslum, alls 4,4 milljarðar í íslenskum krónum á sjö tímabil og á Celtics ennþá eftir að borga honum í tvö tímabil í viðbót. Garnett lék sinn síðasta NBA leik árið 2016. Aðrir eru Joakim Noah sem er enn að fá pening frá New York Knicks, Chris Bosh sem er enn að fá borgað frá Miami Heat, Larry Sanders sem fær enn pening frá Milwaukee Bucks og Timofey Mozgov sem er enn að fá borgað frá Orlando Magic. Það má sjá meira um það hér fyrir neðan. NBA Körfubolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Basketball Forever vefurinn tók saman nokkra leikmenn sem eru í þessari sérstöku stöðu. Leikmennirnir eiga það sameiginlegt að hafa gert langa og frábæra samninga en síðan verið látnir fara. Það þarf samt enn að standa við þessa samninga. Eitt rosalegasta dæmið er Luol Deng sem skrifaði undir fjögurra ára samning í júlí 2016 sem gaf honum 72 milljónir dollara eða meira en níu milljarða í íslenskum krónum. Deng náði aðeins að spila 57 leiki fyrir Lakers áður en félagið lét hann fara. Lakers samdi um að greiða honum tuttugu milljónir dollara seinna og dreifðust þær greiðslur út 2021-22 tímabilið. Með því að greiða Deng 72 milljónir dollara og fá aðeins 57 leiki frá honum þá borgaði Lakers leikmanninum 1,26 milljón Bandaríkjadala fyrir hvern leik eða 159 milljónir í íslenskum krónum. Það eru samt fleiri fyrrum NBA leikmenn sem eru enn að fá borgað. Í þessum hópi er meðal annars Kevin Garnett sem er enn að fá borgað frá Boston Celtics. Celtics þarf að borga honum út 2022-23 tímabilið en það skuldaði honum 35 milljónir dollara þegar leikmaðurinn hætti. Garnett samþykkti að dreifa þessum greiðslum, alls 4,4 milljarðar í íslenskum krónum á sjö tímabil og á Celtics ennþá eftir að borga honum í tvö tímabil í viðbót. Garnett lék sinn síðasta NBA leik árið 2016. Aðrir eru Joakim Noah sem er enn að fá pening frá New York Knicks, Chris Bosh sem er enn að fá borgað frá Miami Heat, Larry Sanders sem fær enn pening frá Milwaukee Bucks og Timofey Mozgov sem er enn að fá borgað frá Orlando Magic. Það má sjá meira um það hér fyrir neðan.
NBA Körfubolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira