Andri Hjörvar: Við viljum vera ofar í töflunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2021 21:12 Andri Hjörvar var virkilega sáttur með þrjú stig í kvöld. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var eðlilega sáttur við stigin þrjú gegn Tindastól í kvöld. Bæði lið þurftu nausynlega á sigri að halda í botnbaráttunni og Andri segist vera mjög sáttur við spilamennsku liðsins. „Frábær tilfinning. Við erum búinn að bíða eftir þessum þremur stigum á heimavelli mjög lengi og tilfinningin er bara æðisleg. Við erum mjög sátt,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 1-0 sigur á Tindastóll í dag en þetta var fyrsti sigurleikur Þór/KA á heimavelli á tímabilinu. „Mér fannst við gera þetta mjög vel. Það var mikill orka í stelpunum og þær náðu að pressa mjög vel. Neyddu Tindastóls stelpurnar í langa bolta og ekki endilega gott spil hjá þeim. Svo fer þetta í svona hálfgert jojo. Við missum aðeins taktinn en út í gegn er ég bara mjög sáttur við framlagið og spilamennskuna í dag.“ Bæði lið eru í neðri hlutanum í deildinni og þurftu nauðsynlega á sigri á halda upp á framhaldið. „Það þurfti ekkert að peppa þær mikið. Sex stiga leikir eru mikill áskorun fyrir bæði lið en þær voru bara tilbúnar í slaginn og ég held að það hafi bara sést í dag að þær lögðu sig 150% fram og við uppskárum þrjú stig.“ Þór/KA fer upp í 6. sætið með 18 stig eftir leiki dagsins. „Við megum ekkert slaka á. Það eru þrír erfiðir leikir eftir og við verðum að gjöra svo vel og ná í punkta þar til að geta verið sáttar. Við lögðum upp með það í byrjun tímabils að vera ofarlega í töflunni og það er ennþá hægt. Við bara reynum að safna eins mörgum þremur punktum og við getum í þessum þremur leikjum.“ Framlína Þór/KA var kröftug í dag og mikill hraði sem einkenndi sóknarmenn Þór/KA. „Þær hafa komið mjög vel inn í þetta. Colleen hefur náttúrulega verið með okkur frá byrjun og er alltaf að bæta sig. Hún er að komast betur inn í leikinn, hörku dugleg og hleypur endalaust. Shaina er frábær í sínu upp á topp, hún kann alveg leikinn og getur gert ýmislegt til að hjálpa okkur.“ Eins og vill oft verða þegar líður á tímabilið á Íslandi þá fara leikmenn út í nám. Þrír leikmenn Þór/KA eru farnar út í nám og Jakobína með slitið krossband. „Það eru stelpur farnar út í nám og Jakobína Hjörvarsdóttir sleit krossbönd nú á dögunum og verður frá. Svo er tognun hér og þar en þessu má alveg við búast. Við verðum bara að vera tilbúnar til að díla við það. Við vorum með ungan bekk í dag og kannski verður það þannig það sem eftir lifir móts en við erum ekkert að brotna fyrir það.“ Næsta verkefni Þór/KA er Þróttur R. á útivelli. „Mér líst mjög vel á það. Ég get viðurkennt að ég hef beðið eftir Þróttara leiknum mjög lengi. Við spiluðum við þær hér heima og töpuðum 1-3 og eigum harmi að herma eftir þann leik. Við hlökkum til að fara suður og í þetta stríð.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
„Frábær tilfinning. Við erum búinn að bíða eftir þessum þremur stigum á heimavelli mjög lengi og tilfinningin er bara æðisleg. Við erum mjög sátt,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 1-0 sigur á Tindastóll í dag en þetta var fyrsti sigurleikur Þór/KA á heimavelli á tímabilinu. „Mér fannst við gera þetta mjög vel. Það var mikill orka í stelpunum og þær náðu að pressa mjög vel. Neyddu Tindastóls stelpurnar í langa bolta og ekki endilega gott spil hjá þeim. Svo fer þetta í svona hálfgert jojo. Við missum aðeins taktinn en út í gegn er ég bara mjög sáttur við framlagið og spilamennskuna í dag.“ Bæði lið eru í neðri hlutanum í deildinni og þurftu nauðsynlega á sigri á halda upp á framhaldið. „Það þurfti ekkert að peppa þær mikið. Sex stiga leikir eru mikill áskorun fyrir bæði lið en þær voru bara tilbúnar í slaginn og ég held að það hafi bara sést í dag að þær lögðu sig 150% fram og við uppskárum þrjú stig.“ Þór/KA fer upp í 6. sætið með 18 stig eftir leiki dagsins. „Við megum ekkert slaka á. Það eru þrír erfiðir leikir eftir og við verðum að gjöra svo vel og ná í punkta þar til að geta verið sáttar. Við lögðum upp með það í byrjun tímabils að vera ofarlega í töflunni og það er ennþá hægt. Við bara reynum að safna eins mörgum þremur punktum og við getum í þessum þremur leikjum.“ Framlína Þór/KA var kröftug í dag og mikill hraði sem einkenndi sóknarmenn Þór/KA. „Þær hafa komið mjög vel inn í þetta. Colleen hefur náttúrulega verið með okkur frá byrjun og er alltaf að bæta sig. Hún er að komast betur inn í leikinn, hörku dugleg og hleypur endalaust. Shaina er frábær í sínu upp á topp, hún kann alveg leikinn og getur gert ýmislegt til að hjálpa okkur.“ Eins og vill oft verða þegar líður á tímabilið á Íslandi þá fara leikmenn út í nám. Þrír leikmenn Þór/KA eru farnar út í nám og Jakobína með slitið krossband. „Það eru stelpur farnar út í nám og Jakobína Hjörvarsdóttir sleit krossbönd nú á dögunum og verður frá. Svo er tognun hér og þar en þessu má alveg við búast. Við verðum bara að vera tilbúnar til að díla við það. Við vorum með ungan bekk í dag og kannski verður það þannig það sem eftir lifir móts en við erum ekkert að brotna fyrir það.“ Næsta verkefni Þór/KA er Þróttur R. á útivelli. „Mér líst mjög vel á það. Ég get viðurkennt að ég hef beðið eftir Þróttara leiknum mjög lengi. Við spiluðum við þær hér heima og töpuðum 1-3 og eigum harmi að herma eftir þann leik. Við hlökkum til að fara suður og í þetta stríð.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira