Einhentur körfuboltamaður fékk boð um að spila í bandaríska háskólaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 12:30 Hansel Emmanuel treður hér boltanum í körfuna. Skjámynd/Youtube/SLAM Þegar viljinn og metnaðurinn er fyrir hendi er allt hægt. Dóminískur körfuboltastrákur lætur ekkert stoppa sig og fagnaði stórum tímamótum á dögunum. Hansel Emmanuel Donato Domínguez hefur vakið mikla athygli á körfuboltavellinum í High school (menntaskóla) en hafði ekki fengið nein tilboð um að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. Sumum fannst það ekkert skrýtið. Ástæðan fyrir því er að Hansel hefur bara eina hendi sem flestum þykir ekki vænlegt til árangurs þegar þú ert að spila íþrótta þar sem þú notar báðar hendurnar. Þrátt fyrir að vera einhentur þá er Hansel löngu búinn að sýna það og sanna að hann er frábær körfuboltaleikmaður sem fann leið til að spila leikinn þrátt fyrir fötlun sína. „Ég var blessaður með mínu fyrsta tilboði frá 1. deildarskóla þegar ég fékk boð frá Tennessee State university. Takk fyrir að trúa á mína hæfileika,“ skrifaði Hansel Enmanuel á Instagram síðu sína. Hann er vinsæll enda meir meira en 628 þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Hansel Enmanuel (@enmanuelhansel) Hansel er núna sautján ára gamall en hann missti vinstri hendina í slysi þegar hann var sex ára gamall. Veggur féll þá á Hansel og hann var fastur í meira en tvo tíma. Á endanum var ekkert annað í stöðunni en að fjarlægja vinstri hendina hans. Faðir hans er fyrrum atvinnumaður í körfubolta og hann var sá sem bjargaði stráknum úr prísundinni. Þá bjó fjölskyldan í Dóminíska lýðveldinu. „Líf mitt hrundi þegar Hansel lenti í slysinu. Hann var með mér og mér fannst allt búið þegar þeir þurftu að taka af honum handlegginn. Guð greip hins vegar í okkur og kom okkur á þessa slóð,“ sagði faðir hans við Orlando Sentinel. „Ég vona að allir horfi ekki á mig sem sérstakan strák sem er með þessa fötlun. Ég vona að þau sjái mig sem frábæran leikmann sem geti komist langt. Að þau sjái að ég sé góður leikmaður,“ sagði Hansel við sama blað. watch on YouTube Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Dóminíska lýðveldið Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Hansel Emmanuel Donato Domínguez hefur vakið mikla athygli á körfuboltavellinum í High school (menntaskóla) en hafði ekki fengið nein tilboð um að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. Sumum fannst það ekkert skrýtið. Ástæðan fyrir því er að Hansel hefur bara eina hendi sem flestum þykir ekki vænlegt til árangurs þegar þú ert að spila íþrótta þar sem þú notar báðar hendurnar. Þrátt fyrir að vera einhentur þá er Hansel löngu búinn að sýna það og sanna að hann er frábær körfuboltaleikmaður sem fann leið til að spila leikinn þrátt fyrir fötlun sína. „Ég var blessaður með mínu fyrsta tilboði frá 1. deildarskóla þegar ég fékk boð frá Tennessee State university. Takk fyrir að trúa á mína hæfileika,“ skrifaði Hansel Enmanuel á Instagram síðu sína. Hann er vinsæll enda meir meira en 628 þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Hansel Enmanuel (@enmanuelhansel) Hansel er núna sautján ára gamall en hann missti vinstri hendina í slysi þegar hann var sex ára gamall. Veggur féll þá á Hansel og hann var fastur í meira en tvo tíma. Á endanum var ekkert annað í stöðunni en að fjarlægja vinstri hendina hans. Faðir hans er fyrrum atvinnumaður í körfubolta og hann var sá sem bjargaði stráknum úr prísundinni. Þá bjó fjölskyldan í Dóminíska lýðveldinu. „Líf mitt hrundi þegar Hansel lenti í slysinu. Hann var með mér og mér fannst allt búið þegar þeir þurftu að taka af honum handlegginn. Guð greip hins vegar í okkur og kom okkur á þessa slóð,“ sagði faðir hans við Orlando Sentinel. „Ég vona að allir horfi ekki á mig sem sérstakan strák sem er með þessa fötlun. Ég vona að þau sjái mig sem frábæran leikmann sem geti komist langt. Að þau sjái að ég sé góður leikmaður,“ sagði Hansel við sama blað. watch on YouTube
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Dóminíska lýðveldið Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira