Jón Axel freistar þess að ná samningi í NBA deildinni og er hluti af liði Phoenix Suns í sumardeildinni en Suns komst alla leið í úrslit NBA deildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið beið lægri hlut gegn Milwaukee Bucks.
Suns vann 79-70 sigur á Portland Trailblazers í nótt og lék Jón Axel í rúmar 16 mínútur. Á þeim tíma skoraði hann fjögur stig, tók eitt frákast, stal tveimur boltum og gaf fimm stoðsendingar. Hann var með hæstu +/- tölfræði liðsins en liðið skoraði sextán stigum meira en andstæðingurinn þegar Jón Axel var inni á vellinum.
Suns deildi myndbandi á Twitter reikningi sínum í nótt þar sem sýndar eru tvær af stoðsendingum Jóns Axels.
LOOK OUT BELOW! pic.twitter.com/2wBWxsL9mY
— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021
RISE UP! pic.twitter.com/6RSCAuDbGV
— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021
Fyrir nokkrum dögum kom fram að Jón Axel væri líklega á leið til Ítalíu þar sem hann myndi semja við lið Bologna.