Cuoco sagði í hringrás sinni á Instagram á föstudag að það væri skylda hennar og vilji að minnast á atvik sem gerðist á Ólympíuleikunum. Hún vísar til þess þegar þýskur þjálfari sló til hests sem keppt var á í nútíma fimmtarþraut. Þjálfaranum var gert að yfirgefa Ólympíuþorpið vegna atviksins.
„Ég er tilbúin til að kaupa hestinn og veita honum lífið sem hann á skilið. Nefnið bara verðið,“ segir Cuoco.
Leikkonan er mikil hestakona og hún er gift hestaþjálfaranum Karl Cook. Henni var því mikið niðri fyrir þegar hún setti hringrásina á Instagram. Í henni sagði hún að hegðun þjálfarans sæmdi hvorki Ólympíuleikunum né hestaíþróttum og að hún væri ógeðsleg.
Þá segir hún að þjálfarinn og þýska liðið séu þjóð sinni og íþróttinni til skammar. „Skammist ykkar og guð blessi þau dýr sem þurfa að umgangast ykkur.“ segir leikkonan.