Skjálftinn varð á þrettán kílómetra dýpi tólf kílómetrum suðvestur af eyjunni. Upphaflega var óttast að flóðbylgja gæti fylgt í kjölfarið en sú hætta er að mati bandarísku jarðvísindastofunarinnar liðin hjá, samkvæmt frétt CNN.
Óttast er að jarðskjálftinn og líklegir eftirskjálftar geti haft áhrif á líf hundruða þúsunda, en enn er með öllu óljóst hvert umfang hamfaranna er.
Aðeins eru ellefu ár liðin frá jarðskjálftunum í Haítí árið 2010, sem mældist 7,0 á Richter. Þar er talið að minnst 220.000 manns hafi látist. Efnahagsástand landsins hefur ekki batnað síðan og ofan á allt ríkir á þessari stundu eldfimt pólitískt ástand í landinu, eftir að forsetinn var skotinn til bana á heimili sínu fyrr í sumar.