Umhverfinu meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar Snorri Másson skrifar 14. ágúst 2021 15:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Stöð 2/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fór ófögrum orðum um stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum í ræðu sem hann hélt á landsfundi Miðflokksins í dag. Þar hélt hann því fram að með því að reisa eitt nýtt álver á Íslandi væri hægt að ná meiri árangri í loftslagsmálum en stefna stjórnvalda gerir núna. „Ég er ekki að leggja til að við fjölgum álverum en það segir sína sögu að eitt nýtt álver myndi skila meiri árangri í loftslagsmálum en óhemju dýr stefna ríkisstjórnarinnar um að draga úr framleiðslu og lífsgæðum á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Þetta rökstuddi hann með þeim hætti að með því að framleiða minna ál á Íslandi væri í raun ekki komið í veg fyrir að álið yrði framleitt yfirleitt, heldur aðeins komið í veg fyrir að það yrði framleitt með þeim umhverfisvæna hætti sem það er gert með hér. „Ég hef oft nefnt að ef álver flyttist frá Íslandi til Kína myndi losun vegna framleiðslunnar nærri tífaldast. Halda menn að ef álveri væri lokað hér yrði bara framleitt minna ál í heiminum. Aldeilis ekki, eftirspurnin mun áfram aukast og henni yrði þá mætt með kolabruna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur segir að stefna ríkisstjórnarinnar skerði lífsgæði Íslendinga enda snúi hún að því að framleiða minna. Hann vill fara öfuga leið, framleiða meira: „Það getur þýtt að losun landsins aukist fremur en að minnka en á heimsvísu mun það draga úr losun og vera það besta sem við getum gert í loftslagsmálum. En það mun líka bæta lífskjör Íslendinga.“ Formaðurinn fór um víðan völl í ræðu sinni og drap meðal annars á málefni eldri borgara og innflytjendamál. Í síðarnefndum málaflokki vill hann fara sömu leið og dönsk stjórnvöld, sem hafa stórlega hert landamæraeftirlit gagnvart flóttamönnum. Munar öllu um Miðflokkinn Fjallað hefur verið um breytingar á listum Miðflokksins, sem þykja ívið fjölbreyttari en endranær. Konur skipa þar meira áberandi sess og sömuleiðis fólk af erlendu bergi brotið. Sigmundur sagði að flokkurinn byði nú fram öfluga lista hugsjónafólks um allt land. Þetta leiddu sums staðar til átaka. „Þótt ekki verði allir þeir sem setið hafa á þingi fyrir flokkinn á kjörtímabilinu í framboði í komandi kosningum hefur það fólk allt sýnt, svo ekki verður um villst, hvers það er megnugt. Við erum þeim þakklát og munum áfram njóta krafta þeirra og reynslu þótt það verði með öðrum hætti,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. „Flokkur þarf að vera meira en bara þingmenn og sveitarstjórnafulltrúar. Flokkur þarf að vera hópur ósérhlífins fólks sem er tilbúið til að leggja á sig vinnu, oft mikla vinnu, vegna þess að það trúir því að það skipti raunverulega máli hvaða stefn ræður för við stjórn landsins.“ Sigmundur lauk langri ræðu sinni á þessum orðum: „Allir munu sjá svo ekki verður um villst að það munar öllu um Miðflokkinn.“ Miðflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Hrátt hakk í gær en grænmetisdagur hjá Sigmundi í dag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins varð sársvangur á ferðalagi sínu um landið í gær. Hann leysti málið á sinn eigin hátt, keypti íslenskt hakk sem hann borðaði hrátt. Það hefði hann aldrei gert ef kjötið hefði verið utan úr heimi. 6. ágúst 2021 15:31 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Þar hélt hann því fram að með því að reisa eitt nýtt álver á Íslandi væri hægt að ná meiri árangri í loftslagsmálum en stefna stjórnvalda gerir núna. „Ég er ekki að leggja til að við fjölgum álverum en það segir sína sögu að eitt nýtt álver myndi skila meiri árangri í loftslagsmálum en óhemju dýr stefna ríkisstjórnarinnar um að draga úr framleiðslu og lífsgæðum á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Þetta rökstuddi hann með þeim hætti að með því að framleiða minna ál á Íslandi væri í raun ekki komið í veg fyrir að álið yrði framleitt yfirleitt, heldur aðeins komið í veg fyrir að það yrði framleitt með þeim umhverfisvæna hætti sem það er gert með hér. „Ég hef oft nefnt að ef álver flyttist frá Íslandi til Kína myndi losun vegna framleiðslunnar nærri tífaldast. Halda menn að ef álveri væri lokað hér yrði bara framleitt minna ál í heiminum. Aldeilis ekki, eftirspurnin mun áfram aukast og henni yrði þá mætt með kolabruna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur segir að stefna ríkisstjórnarinnar skerði lífsgæði Íslendinga enda snúi hún að því að framleiða minna. Hann vill fara öfuga leið, framleiða meira: „Það getur þýtt að losun landsins aukist fremur en að minnka en á heimsvísu mun það draga úr losun og vera það besta sem við getum gert í loftslagsmálum. En það mun líka bæta lífskjör Íslendinga.“ Formaðurinn fór um víðan völl í ræðu sinni og drap meðal annars á málefni eldri borgara og innflytjendamál. Í síðarnefndum málaflokki vill hann fara sömu leið og dönsk stjórnvöld, sem hafa stórlega hert landamæraeftirlit gagnvart flóttamönnum. Munar öllu um Miðflokkinn Fjallað hefur verið um breytingar á listum Miðflokksins, sem þykja ívið fjölbreyttari en endranær. Konur skipa þar meira áberandi sess og sömuleiðis fólk af erlendu bergi brotið. Sigmundur sagði að flokkurinn byði nú fram öfluga lista hugsjónafólks um allt land. Þetta leiddu sums staðar til átaka. „Þótt ekki verði allir þeir sem setið hafa á þingi fyrir flokkinn á kjörtímabilinu í framboði í komandi kosningum hefur það fólk allt sýnt, svo ekki verður um villst, hvers það er megnugt. Við erum þeim þakklát og munum áfram njóta krafta þeirra og reynslu þótt það verði með öðrum hætti,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. „Flokkur þarf að vera meira en bara þingmenn og sveitarstjórnafulltrúar. Flokkur þarf að vera hópur ósérhlífins fólks sem er tilbúið til að leggja á sig vinnu, oft mikla vinnu, vegna þess að það trúir því að það skipti raunverulega máli hvaða stefn ræður för við stjórn landsins.“ Sigmundur lauk langri ræðu sinni á þessum orðum: „Allir munu sjá svo ekki verður um villst að það munar öllu um Miðflokkinn.“
Miðflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Hrátt hakk í gær en grænmetisdagur hjá Sigmundi í dag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins varð sársvangur á ferðalagi sínu um landið í gær. Hann leysti málið á sinn eigin hátt, keypti íslenskt hakk sem hann borðaði hrátt. Það hefði hann aldrei gert ef kjötið hefði verið utan úr heimi. 6. ágúst 2021 15:31 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Hrátt hakk í gær en grænmetisdagur hjá Sigmundi í dag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins varð sársvangur á ferðalagi sínu um landið í gær. Hann leysti málið á sinn eigin hátt, keypti íslenskt hakk sem hann borðaði hrátt. Það hefði hann aldrei gert ef kjötið hefði verið utan úr heimi. 6. ágúst 2021 15:31
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31