Gætu leikir gegn Keflavík verið það sem skilur að á toppi töflunnar þegar tímabilinu lýkur? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2021 12:01 Eysteinn Hún Hauksson með blýantinn góða ásamt Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Lið þeirra getur heldur betur hleypt toppbaráttu deildarinnar í uppnám takist þeim að næla í stig á Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Keflavíkur mæta Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Gestirnir lögðu Breiðablik nýverið en geta í kvöld gert Blikum greiða með því að stela stigum af meisturunum. Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 15 leikjum, fjórum stigum frá HK sem situr í fallsæti eftir að hafa leikið leik meira. Valsarar tróna hins vegar á toppi deildarinnar með 33 stig. Þremur meira en Víkingur og fjórum meira en Blikar sem eiga leik til góða. Sigur Keflavíkur á Breiðabliki þann 25. júlí síðastliðinn virðist ætla að hafa mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar en með sigri væru Blikar aðeins stigi á eftir Val og með leik til góða. Keflavík getur gert Blikum þann greiða að núlla umrætt tap út með því að leggja Íslandsmeistarana að velli á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þó ekki tapað heimaleik það sem af er leiktíð svo það gæti reynst þrautinni þyngra. Keflavík hefur spilað frábæran fótbolta í sumar þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Nýliðarnir hafa komið verulega á óvart með góðri spilamennsku þó svo að úrslitin hafi ekki alltaf fallið með þeim. Það er því nokkuð lýsandi að liðið hafi unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Að því sögðu er liðið ekki mikið fyrir að tapa stórt og eftir að fá á sig fjögur mörk gegn Fylki þann 21. maí hafur liðið mest fengið á sig tvö mörk í leik síðan. Mikill andi virðist í liðinu sem lýsir sér best í því hvernig Ástbjörn Þórðarson mætti klæddur í viðtal að loknum bikarsigri á KA á miðvikudaginn var. @St2Sport vildi fá Lovebear í viðtal og kóngurinn mætti í markmannstreyjunni og brók pic.twitter.com/es0h8iQlfx— Sindri Kristinn (@sindrikrisss) August 12, 2021 Valsmenn hafa einnig verið upp og niður í síðustu leikjum og lítill stöðugleiki verið í frammistöðum liðsins. Sóknarleikur liðsins hefur ekki gengið nægilega smurt fyrir sig og lenti liðið til að mynda á vegg gegn nýliðum Leiknis Reykjavíkur í síðustu umferð. Lærisveinar Heimis Guðjónssonar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera hugmyndasnauðir fram á við þó margur hafi haldið að það myndi lagast þegar liðið á tímabilið. Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Vals, núverandi þjálfari FH og þáverandi sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, var þó ekki á sama máli er leikstíll Vals var ræddur fyrr í sumar. Stóra spurningin fyrir leik kvöldsins er því hvort Keflavík nær að stela stigi eða stigum á Hlíðarenda og hleypa toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í gjörsamt uppnám. Leikur Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Keflavík ÍF Breiðablik Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 15 leikjum, fjórum stigum frá HK sem situr í fallsæti eftir að hafa leikið leik meira. Valsarar tróna hins vegar á toppi deildarinnar með 33 stig. Þremur meira en Víkingur og fjórum meira en Blikar sem eiga leik til góða. Sigur Keflavíkur á Breiðabliki þann 25. júlí síðastliðinn virðist ætla að hafa mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar en með sigri væru Blikar aðeins stigi á eftir Val og með leik til góða. Keflavík getur gert Blikum þann greiða að núlla umrætt tap út með því að leggja Íslandsmeistarana að velli á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þó ekki tapað heimaleik það sem af er leiktíð svo það gæti reynst þrautinni þyngra. Keflavík hefur spilað frábæran fótbolta í sumar þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Nýliðarnir hafa komið verulega á óvart með góðri spilamennsku þó svo að úrslitin hafi ekki alltaf fallið með þeim. Það er því nokkuð lýsandi að liðið hafi unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Að því sögðu er liðið ekki mikið fyrir að tapa stórt og eftir að fá á sig fjögur mörk gegn Fylki þann 21. maí hafur liðið mest fengið á sig tvö mörk í leik síðan. Mikill andi virðist í liðinu sem lýsir sér best í því hvernig Ástbjörn Þórðarson mætti klæddur í viðtal að loknum bikarsigri á KA á miðvikudaginn var. @St2Sport vildi fá Lovebear í viðtal og kóngurinn mætti í markmannstreyjunni og brók pic.twitter.com/es0h8iQlfx— Sindri Kristinn (@sindrikrisss) August 12, 2021 Valsmenn hafa einnig verið upp og niður í síðustu leikjum og lítill stöðugleiki verið í frammistöðum liðsins. Sóknarleikur liðsins hefur ekki gengið nægilega smurt fyrir sig og lenti liðið til að mynda á vegg gegn nýliðum Leiknis Reykjavíkur í síðustu umferð. Lærisveinar Heimis Guðjónssonar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera hugmyndasnauðir fram á við þó margur hafi haldið að það myndi lagast þegar liðið á tímabilið. Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Vals, núverandi þjálfari FH og þáverandi sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, var þó ekki á sama máli er leikstíll Vals var ræddur fyrr í sumar. Stóra spurningin fyrir leik kvöldsins er því hvort Keflavík nær að stela stigi eða stigum á Hlíðarenda og hleypa toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í gjörsamt uppnám. Leikur Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Keflavík ÍF Breiðablik Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann