Ísland án lykilmanna í mikilvægum leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 12:00 Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Vísir/Bára Dröfn Íslenska landsliðið í körfubolta hefur í dag leik Svartfjallalandi þar sem leikið er í forkeppni undankeppni HM 2023. Íslenska liðið verður án sterkra leikmanna en bæði Martin Hermannsson og Jón Axel Guðmundsson gefa ekki kost á sér í leikina. Ásamt þeim tveimur er Haukur Helgi Pálsson frá vegna meiðsla og Íslandsmeistarinn Styrmir Snær Þrastarson er einnig fjarverandi. Martin gat ekki gefið kost á sér þar sem hann þarf að vera mættur til æfinga með spænska stórliðinu Valencia í vikunni. Það stefnir í að Valencia spili allt að 80 leiki á tímabilinu og álagið því mikið. Jón Axel er í sömu stöðu en hann er um þessar mundir staddur í Las Vegas þar sem hann spilar með Phoenix Suns í sumardeild NBA. Jón Axel virðist hins vegar vera á leið til Ítalíu að sumardeildinni lokinni en samkvæmt frétt Vísis styttist í að hann verði leikmaður Bologna sem spilar í efstu deild þar í landi. Ísland mætir heimamönnum í Svartfjallalandi í dag og mætir svo Dönum á morgun. Um er að ræða þriggja liða forkeppni sem fram fer í Svartfjallalandi. Síðari leikirnir fara svo fram eftir helgi. Það vantar nokkra sterka leikmenn í hóp Svartfjallalands á meðan Danmörk ætti að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Tvö lið fara áfram upp úr forkeppninni í hefðbundna undankeppni. Fari svo að Ísland komist ekki áfram gæti liðið farið næstum tvö ár án þess að leika alvöru landsleik. Ef liðið endar í neðsta sæti forkeppninnar er ljóst að liðið mun vera í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður í næstu forkeppni. Það er því mikið undir er Ísland hefur leik klukkan 18.00. Baldur Ragnarsson, annar af aðstoðarþjálfurum íslenska landsliðsins, fór yfir mótherja Íslands á Twitter-síðu KKÍ. Hann segir íslenska liðið vera á leiðinni í tvo mjög misjafna leiki. Baldur Ragnarsson aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins fór aðeins yfir stöðuna í bubblunni í Podgorica Fyrsti leikur af fjórum hér í Svartfjallalandi á næsta fimmtudag kl.18.00 að íslenskum tíma í beinni á RÚV2#korfubolti #fibawc #fibawc2023 pic.twitter.com/VkuHH3TrAk— KKÍ (@kkikarfa) August 10, 2021 Þó mikið vanti í leikmannahóp Íslands eru fjölmargir sterkir leikmenn í hópnum en hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan. Alls eru 14 leikmenn í hópnum en aðeins 12 mega vera á skýrslu hverju sinni. Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir) Hópur Íslands fyrir leik kvöldsins hefur verið valinn. Þeir Ragnar Örn Bragason og Þórir Gumundur Þorbjarnarson þurfa að verma varamannabekkinn að þessu sinni. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Ásamt þeim tveimur er Haukur Helgi Pálsson frá vegna meiðsla og Íslandsmeistarinn Styrmir Snær Þrastarson er einnig fjarverandi. Martin gat ekki gefið kost á sér þar sem hann þarf að vera mættur til æfinga með spænska stórliðinu Valencia í vikunni. Það stefnir í að Valencia spili allt að 80 leiki á tímabilinu og álagið því mikið. Jón Axel er í sömu stöðu en hann er um þessar mundir staddur í Las Vegas þar sem hann spilar með Phoenix Suns í sumardeild NBA. Jón Axel virðist hins vegar vera á leið til Ítalíu að sumardeildinni lokinni en samkvæmt frétt Vísis styttist í að hann verði leikmaður Bologna sem spilar í efstu deild þar í landi. Ísland mætir heimamönnum í Svartfjallalandi í dag og mætir svo Dönum á morgun. Um er að ræða þriggja liða forkeppni sem fram fer í Svartfjallalandi. Síðari leikirnir fara svo fram eftir helgi. Það vantar nokkra sterka leikmenn í hóp Svartfjallalands á meðan Danmörk ætti að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Tvö lið fara áfram upp úr forkeppninni í hefðbundna undankeppni. Fari svo að Ísland komist ekki áfram gæti liðið farið næstum tvö ár án þess að leika alvöru landsleik. Ef liðið endar í neðsta sæti forkeppninnar er ljóst að liðið mun vera í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður í næstu forkeppni. Það er því mikið undir er Ísland hefur leik klukkan 18.00. Baldur Ragnarsson, annar af aðstoðarþjálfurum íslenska landsliðsins, fór yfir mótherja Íslands á Twitter-síðu KKÍ. Hann segir íslenska liðið vera á leiðinni í tvo mjög misjafna leiki. Baldur Ragnarsson aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins fór aðeins yfir stöðuna í bubblunni í Podgorica Fyrsti leikur af fjórum hér í Svartfjallalandi á næsta fimmtudag kl.18.00 að íslenskum tíma í beinni á RÚV2#korfubolti #fibawc #fibawc2023 pic.twitter.com/VkuHH3TrAk— KKÍ (@kkikarfa) August 10, 2021 Þó mikið vanti í leikmannahóp Íslands eru fjölmargir sterkir leikmenn í hópnum en hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan. Alls eru 14 leikmenn í hópnum en aðeins 12 mega vera á skýrslu hverju sinni. Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir) Hópur Íslands fyrir leik kvöldsins hefur verið valinn. Þeir Ragnar Örn Bragason og Þórir Gumundur Þorbjarnarson þurfa að verma varamannabekkinn að þessu sinni. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir)
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira