Viðvörunarbjöllur hringja Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 07:30 Samkvæmt lögum er það á ábyrgð ríkisins að veita öllum heilbrigðisþjónustu en eins og við vitum er staðreyndin sú að því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu þeim mun minni verður þjónustan. Þetta þekkjum við landsbyggðafólkið vel. Líklega of vel. Á síðustu árum hafa sveitarfélög eflt heilbrigðisþjónustu sína, m.a. með aukinni fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum í skólum og félagsþjónustu. Ríkið hefur eflt geðheilbrigðisþjónustu í gegnum heilsugæsluna og það er vel. En meira þarf til. Nýtum við mannauðinn? Það er óumdeilt að við erum með öflugt starfsfólk hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum sem sinnir margs konar heilbrigðisþjónustu. Við eigum mikinn mannauð en spurningin er og hefur verið lengi: Erum við að nýta hann til fulls? Því miður er það svo að stjórnun þessa málaflokks er oft á tíðum ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þetta lýsir sér t.d. í takmörkuðum úrræðum og löngum og óskýrum boðleiðum. Þá er oft til staðar sérþekking í landinu sem stendur fólki landsbyggðanna ekki til boða og rauði þráðurinn sem liggur í gegnum þetta allt saman er svo skortur á fjármagni. Tveggja ára bið eftir þjónustu Hvergi er þetta jafn greinilegt og þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Því miður er það svo – og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Mikilvægi réttrar greiningar verður ekki ofmetið þegar kemur að meðhöndlun andlegra veikinda, sama má segja um stutta biðtíma og aðgang að réttum úrræðum. Þetta getur einfaldlega verið spurning um líf og dauða og því er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er átta mánaða bið eftir þjónustu og um 150 börn á biðlista. Þá hafa um 340 börn og ungmenni verið á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og þar er tveggja ára bið. Það er hreinlega ekki boðlegt í litlu og ríku landi sem vill skilgreina sig sem norrænt velferðarríki. Viðvörunarbjöllur hringja Lýðheilsuvísar, aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, eru ágætis mælistika á það hvernig við stöndum okkur þegar kemur að heilbrigðismálum. Hér eru nokkrar staðreyndir um geðheilbrigðismál á Norður- og Austurlandi sem ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá stjórnvöldum: Notkun þunglyndislyfja er ekki gefin upp í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) en upplýsingar frá árunum 2017 til 2020 sýna að á landsvísu var notkunin mest á Austurlandi og næstmest á Norðurlandi. Í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) kemur fram að einmanaleiki fullorðinna mældist mestur á Austurlandi. Á árunum 2019 og 2021 kemur fram að andleg heilsa framhaldsskólanema á Norðurlandi er lakari en annars staðar á landinu. Árið 2019 var þunglyndislyfjanotkun kvenna mest á landinu á Austurlandi (það sýna einnig eldri gögn) og meðal karla mest á Norðurlandi. Sem fyrr segir er þunglyndislyfjanotkun ekki gefin upp í nýjustu gögnunum frá landlækni. Því miður hringja ýmsar viðvörunarbjöllur við lestur þessara talna. Flest bendir til að notkun þunglyndislyfja sé óvenjumikil á Austur- og Norðurlandi og það er nauðsynlegt fyrir stefnumótun í þessum málaflokki að öll gögn liggi fyrir og séu aðgengileg almenningi. Úrræði fyrir alla - óháð búsetu En fyrir mikilli lyfjagjöf á Norður- og Austurlandi er mjög líklega ein veigamikil orsök: Skortur á öðrum geðheilbrigðisúrræðum. Og það er grafalvarlegt. Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Íslandi til að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti. Það er réttlætismál að börn og ungmenni þurfi ekki að borga fyrir geðheilbrigðisþjónustu og það munum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Geðheilbrigðismál þarf að taka alvarlega, ekki síst á landsbyggðunum þar sem gögnin benda til að staðan fari versnandi ár frá ári. Það er gríðarlega mikilvægt að bæta aðgengi að þjónustu sem við eigum öll rétt á og löngu tímabært að þróa og innleiða ný úrræði sem nýtast öllum þeim börnum og fjölskyldum sem á þurfa að halda óháð búsetu. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Samfylkingin Heilbrigðismál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum er það á ábyrgð ríkisins að veita öllum heilbrigðisþjónustu en eins og við vitum er staðreyndin sú að því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu þeim mun minni verður þjónustan. Þetta þekkjum við landsbyggðafólkið vel. Líklega of vel. Á síðustu árum hafa sveitarfélög eflt heilbrigðisþjónustu sína, m.a. með aukinni fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum í skólum og félagsþjónustu. Ríkið hefur eflt geðheilbrigðisþjónustu í gegnum heilsugæsluna og það er vel. En meira þarf til. Nýtum við mannauðinn? Það er óumdeilt að við erum með öflugt starfsfólk hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum sem sinnir margs konar heilbrigðisþjónustu. Við eigum mikinn mannauð en spurningin er og hefur verið lengi: Erum við að nýta hann til fulls? Því miður er það svo að stjórnun þessa málaflokks er oft á tíðum ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þetta lýsir sér t.d. í takmörkuðum úrræðum og löngum og óskýrum boðleiðum. Þá er oft til staðar sérþekking í landinu sem stendur fólki landsbyggðanna ekki til boða og rauði þráðurinn sem liggur í gegnum þetta allt saman er svo skortur á fjármagni. Tveggja ára bið eftir þjónustu Hvergi er þetta jafn greinilegt og þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Því miður er það svo – og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Mikilvægi réttrar greiningar verður ekki ofmetið þegar kemur að meðhöndlun andlegra veikinda, sama má segja um stutta biðtíma og aðgang að réttum úrræðum. Þetta getur einfaldlega verið spurning um líf og dauða og því er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er átta mánaða bið eftir þjónustu og um 150 börn á biðlista. Þá hafa um 340 börn og ungmenni verið á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og þar er tveggja ára bið. Það er hreinlega ekki boðlegt í litlu og ríku landi sem vill skilgreina sig sem norrænt velferðarríki. Viðvörunarbjöllur hringja Lýðheilsuvísar, aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, eru ágætis mælistika á það hvernig við stöndum okkur þegar kemur að heilbrigðismálum. Hér eru nokkrar staðreyndir um geðheilbrigðismál á Norður- og Austurlandi sem ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá stjórnvöldum: Notkun þunglyndislyfja er ekki gefin upp í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) en upplýsingar frá árunum 2017 til 2020 sýna að á landsvísu var notkunin mest á Austurlandi og næstmest á Norðurlandi. Í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) kemur fram að einmanaleiki fullorðinna mældist mestur á Austurlandi. Á árunum 2019 og 2021 kemur fram að andleg heilsa framhaldsskólanema á Norðurlandi er lakari en annars staðar á landinu. Árið 2019 var þunglyndislyfjanotkun kvenna mest á landinu á Austurlandi (það sýna einnig eldri gögn) og meðal karla mest á Norðurlandi. Sem fyrr segir er þunglyndislyfjanotkun ekki gefin upp í nýjustu gögnunum frá landlækni. Því miður hringja ýmsar viðvörunarbjöllur við lestur þessara talna. Flest bendir til að notkun þunglyndislyfja sé óvenjumikil á Austur- og Norðurlandi og það er nauðsynlegt fyrir stefnumótun í þessum málaflokki að öll gögn liggi fyrir og séu aðgengileg almenningi. Úrræði fyrir alla - óháð búsetu En fyrir mikilli lyfjagjöf á Norður- og Austurlandi er mjög líklega ein veigamikil orsök: Skortur á öðrum geðheilbrigðisúrræðum. Og það er grafalvarlegt. Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Íslandi til að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti. Það er réttlætismál að börn og ungmenni þurfi ekki að borga fyrir geðheilbrigðisþjónustu og það munum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Geðheilbrigðismál þarf að taka alvarlega, ekki síst á landsbyggðunum þar sem gögnin benda til að staðan fari versnandi ár frá ári. Það er gríðarlega mikilvægt að bæta aðgengi að þjónustu sem við eigum öll rétt á og löngu tímabært að þróa og innleiða ný úrræði sem nýtast öllum þeim börnum og fjölskyldum sem á þurfa að halda óháð búsetu. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun