Martin Hermansson: Manni svona dreymir um að ná verkefni þar sem að við erum allir með og það vantar engann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2021 19:16 Martin Hermannsson segist hafa verið farinn að hlakka til að taka þátt í landsliðsverkefninu. Mynd/Skjáskot Íslenska landsliðið í körfubolta mætir Dönum og Svartfellingum í vikunni í undankeppni heimsmeistaramótsins. Martin Hermannsson, leikmaður Valencia, gaf ekki kost á sér þar sem að hann þarf að vera mættur til æfinga með félagsliði sínu næsta mánudag. „Þetta var verkefni sem mig hlakkaði mikið til að taka þátt í,“ sagði Martin í samtali við Stöð 2. „Ég var búinn að fá grænt ljós í byrjun sumars þannig að hugurinn var klárlega við þetta verkefni.“ „En svo bara breytast hlutir og það kom nýr þjálfari út og þeir svona pressa á mig að vera mættur á fyrstu æfinguna sem er núna á mánudaginn, einmitt þegar að leikirnir með landsliðinu ættu að vera. Það var mjög erfið ákvörðun að velja á milli, en ég held að ég sé að taka réttu ákvörðunina.“ Martin hefur ekki getað spilað landsleik í um það bil tvö ár, og hann segir það erfitt fyrir jafn litla þjóð og Ísland að fylla í skarðið þegar atvinnumenn liðsins eru að detta út úr hóp. „Þetta er rosalega erfitt, og þá sérstaklega fyrir svona fámenna þjóð. Um leið og einn atvinnumaður dettur út þá er það bara mjög mikið högg fyrir okkur.“ „Þú sérð það að ég hef ekki spilað landsleik í tvö ár sem hefur verið erfitt. Bæði fyrir mig persónulega og örugglega líka fyrir liðið. Manni svona dreymir um að ná verkefni þar sem að við erum allir með og það vantar engann. Sjá hvað við gætum gert og hvað við gætum orðið því að við eigum klárlega helling af góðum körfuboltamönnum.“ Klippa: Martin Hermannsson - Viðtal „Ég nefndi það við strákana í liðinu að maður væri svona harði víkingurinn í liðinu“ Martin er að byrja sína aðra leiktíð með Valencia í spænsku deildinni, og hann segir að liðið sé með háleit markmið. „Ég fer bara brattur út. Það er eiginlega ekkert annað í stöðunni. Það er að koma nýr þjálfari þannig að það vera einhverjar áherslubreytingar og það eru smá breytingar á mannskapnum.“ „En markmiðin eru alltaf þau sömu. Við ætlum okkur alla leið í öllum keppnum og gera það eins vel og við getum.“ Martin segir að hann hafi kunnað vel við sig á sínu fyrsta tímabili á Spáni, þrátt fyrir að tímabilið hafi verið nokkuð skrítið. „Mér leið bara æðsilega, lífið utan vallar auðvitað frábært. Það er auðvitað alltaf svona veður og frekar fyndið að vera bara á stuttermabol á jólunum. Það er eitthvað sem maður er ekki vanur.“ „En auðvitað var árið líka skrítið með enga áhorfendur. Við spiluðum hátt í 80 leiki á seinasta tímabili og oft var þetta bara eins og að mæta í æfingaleiki bara aftur og aftur.“ „En lífið var bara virkilega ljúft og það var vel séð um mig og fjölskylduna mína þarna úti.“ Meiðsli settu nokkuð strik í reikninginn hjá Martin á tímabilinu, en hann segir að hann sé í góðu formi núna. „Líkaminn bara eiginlega gaf sig efti einhverja 50-60 leiki. Þá sagði hann bara að hann þyrfti á smá pásu að halda og ég tók mér einhverjar þrjár vikur.“ „Ég var sá eini sem var búinn að spila alla leiki og var ekki búinn að missa af æfingu. Ég „jinx-aði“ það eiginlega daginn áður. Ég nefndi það við strákana í liðinu að maður væri svona harði víkingurinn í liðinu og það væru alltaf allir að meiðast nema ég en svo kom það bara.“ „Það er kannski eðlilegt í svona álagi og gott að fá smá pásu og líkaminn er í toppmálum núna.“ Að lokum fór Martin stuttlega yfir muninn á því að spila í þýsku og spænsku deildinni. „Það var svolítið stökk að fara frá Þýskalandi. Auðvitað er þýska deildin mjög sterk, en spænska deildin er bara með 18 heimsklassa lið. Þú gast ekki slakað á í einum einasta leik og það var enginn leikur gefins.“ „Maður saknar þess kannski stundum aðeins að vera í Þýskalandi og geta tekið einn til tvo leiki svona í rólegri kantinum. Þetta er klárlega „level-ið“ sem að maður vill vera á og alla dreymir um að vera á. Þetta er klárlega langsterkasta deildin í Evrópu, það er ekki spurning.“ Körfubolti Tengdar fréttir Martin um það að spila ekki með íslenska landsliðinu: Virkilega erfið ákvörðun Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í forkeppni HM 2023 sem fer fram næstu daga í Svartfjallalandi. Martin tók þá erfiða ákvörðun að fara til Spánar til að taka þátt í undirbúningi Valencia liðsins fyrir komandi tímabil. 9. ágúst 2021 09:45 Martin missir af enn einu landsliðsverkefninu vegna Valencia Martin Hermannsson verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í forkeppni HM 2023 en nú eru liðnir 23 mánuðir síðan að besti körfuboltamaður landsliðsins spilaði síðast með landsliðinu. 9. ágúst 2021 08:30 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
„Þetta var verkefni sem mig hlakkaði mikið til að taka þátt í,“ sagði Martin í samtali við Stöð 2. „Ég var búinn að fá grænt ljós í byrjun sumars þannig að hugurinn var klárlega við þetta verkefni.“ „En svo bara breytast hlutir og það kom nýr þjálfari út og þeir svona pressa á mig að vera mættur á fyrstu æfinguna sem er núna á mánudaginn, einmitt þegar að leikirnir með landsliðinu ættu að vera. Það var mjög erfið ákvörðun að velja á milli, en ég held að ég sé að taka réttu ákvörðunina.“ Martin hefur ekki getað spilað landsleik í um það bil tvö ár, og hann segir það erfitt fyrir jafn litla þjóð og Ísland að fylla í skarðið þegar atvinnumenn liðsins eru að detta út úr hóp. „Þetta er rosalega erfitt, og þá sérstaklega fyrir svona fámenna þjóð. Um leið og einn atvinnumaður dettur út þá er það bara mjög mikið högg fyrir okkur.“ „Þú sérð það að ég hef ekki spilað landsleik í tvö ár sem hefur verið erfitt. Bæði fyrir mig persónulega og örugglega líka fyrir liðið. Manni svona dreymir um að ná verkefni þar sem að við erum allir með og það vantar engann. Sjá hvað við gætum gert og hvað við gætum orðið því að við eigum klárlega helling af góðum körfuboltamönnum.“ Klippa: Martin Hermannsson - Viðtal „Ég nefndi það við strákana í liðinu að maður væri svona harði víkingurinn í liðinu“ Martin er að byrja sína aðra leiktíð með Valencia í spænsku deildinni, og hann segir að liðið sé með háleit markmið. „Ég fer bara brattur út. Það er eiginlega ekkert annað í stöðunni. Það er að koma nýr þjálfari þannig að það vera einhverjar áherslubreytingar og það eru smá breytingar á mannskapnum.“ „En markmiðin eru alltaf þau sömu. Við ætlum okkur alla leið í öllum keppnum og gera það eins vel og við getum.“ Martin segir að hann hafi kunnað vel við sig á sínu fyrsta tímabili á Spáni, þrátt fyrir að tímabilið hafi verið nokkuð skrítið. „Mér leið bara æðsilega, lífið utan vallar auðvitað frábært. Það er auðvitað alltaf svona veður og frekar fyndið að vera bara á stuttermabol á jólunum. Það er eitthvað sem maður er ekki vanur.“ „En auðvitað var árið líka skrítið með enga áhorfendur. Við spiluðum hátt í 80 leiki á seinasta tímabili og oft var þetta bara eins og að mæta í æfingaleiki bara aftur og aftur.“ „En lífið var bara virkilega ljúft og það var vel séð um mig og fjölskylduna mína þarna úti.“ Meiðsli settu nokkuð strik í reikninginn hjá Martin á tímabilinu, en hann segir að hann sé í góðu formi núna. „Líkaminn bara eiginlega gaf sig efti einhverja 50-60 leiki. Þá sagði hann bara að hann þyrfti á smá pásu að halda og ég tók mér einhverjar þrjár vikur.“ „Ég var sá eini sem var búinn að spila alla leiki og var ekki búinn að missa af æfingu. Ég „jinx-aði“ það eiginlega daginn áður. Ég nefndi það við strákana í liðinu að maður væri svona harði víkingurinn í liðinu og það væru alltaf allir að meiðast nema ég en svo kom það bara.“ „Það er kannski eðlilegt í svona álagi og gott að fá smá pásu og líkaminn er í toppmálum núna.“ Að lokum fór Martin stuttlega yfir muninn á því að spila í þýsku og spænsku deildinni. „Það var svolítið stökk að fara frá Þýskalandi. Auðvitað er þýska deildin mjög sterk, en spænska deildin er bara með 18 heimsklassa lið. Þú gast ekki slakað á í einum einasta leik og það var enginn leikur gefins.“ „Maður saknar þess kannski stundum aðeins að vera í Þýskalandi og geta tekið einn til tvo leiki svona í rólegri kantinum. Þetta er klárlega „level-ið“ sem að maður vill vera á og alla dreymir um að vera á. Þetta er klárlega langsterkasta deildin í Evrópu, það er ekki spurning.“
Körfubolti Tengdar fréttir Martin um það að spila ekki með íslenska landsliðinu: Virkilega erfið ákvörðun Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í forkeppni HM 2023 sem fer fram næstu daga í Svartfjallalandi. Martin tók þá erfiða ákvörðun að fara til Spánar til að taka þátt í undirbúningi Valencia liðsins fyrir komandi tímabil. 9. ágúst 2021 09:45 Martin missir af enn einu landsliðsverkefninu vegna Valencia Martin Hermannsson verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í forkeppni HM 2023 en nú eru liðnir 23 mánuðir síðan að besti körfuboltamaður landsliðsins spilaði síðast með landsliðinu. 9. ágúst 2021 08:30 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Martin um það að spila ekki með íslenska landsliðinu: Virkilega erfið ákvörðun Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í forkeppni HM 2023 sem fer fram næstu daga í Svartfjallalandi. Martin tók þá erfiða ákvörðun að fara til Spánar til að taka þátt í undirbúningi Valencia liðsins fyrir komandi tímabil. 9. ágúst 2021 09:45
Martin missir af enn einu landsliðsverkefninu vegna Valencia Martin Hermannsson verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í forkeppni HM 2023 en nú eru liðnir 23 mánuðir síðan að besti körfuboltamaður landsliðsins spilaði síðast með landsliðinu. 9. ágúst 2021 08:30