Play stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 10:59 Vísir/Sigurjón Flugfélagið Play flutti 9.899 farþega í júlí og var sætanýting 41,7 prósent. Nýtingin er sögð vera í takt við væntingar stjórnenda þennan fyrsta mánuð félagsins í fullum rekstri. Eftirspurn eftir flugsætum til og frá sumarleyfisstöðum Play var vel umfram væntingar. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins er sögð hafa haft neikvæð áhrif á eftirspurn meðal Íslendinga en ekki erlendra farþega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar og fjölmiðla en þar segir að Play hafi verið stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í júlí með 96,2 prósent flugferða á réttum tíma. Minna um afbókanir hjá erlendum ferðamönnum Ný bylgja faraldursins skall á hér á landi um miðjan júlímánuð og nýttu íslenskir viðskiptavinir þá Covid-19 skilmála í auknum mæli til að breyta ferðadagsetningu sinni. Að sögn Play hafði þetta neikvæð áhrif á sætanýtingu í mánuðinum. Þó sé ekki um að ræða tekjutap heldur tilfærslu á tekjum og sætanýtingu. Mun minna var um breytingar eða afbókanir meðal erlendra ferðamanna á leið til Íslands. Meirihluti þeirra farþega sem kaupa miða með Play eru erlendir ferðamenn eða farþegar sem hefja ferð sína utan Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu. „Nú þegar merkir PLAY aukin ferðavilja og bókanir frá innlendum viðskiptavinum og stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á komandi mánuði.“ Vel í stakk búin til að takast á við áhrif faraldursins Flugfélagið fékk þrjár Airbus 321 neo farþegaþotur í sumar og eru þær allar komnar í notkun. „Flugvélarnar koma inn í framleiðslu félagsins í takt við eftirspurn á markaði og eftir því sem flugáætlun félagsins þéttist. Hér nýtur félagið sveigjanlegra leigukjara sem gefur því kost á að stýra framboði sínu og um leið kostnaði félagsins með hagkvæmum hætti. Félagið er þannig vel í stakk búið til að takast á við þau áhrif sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur í för með sér á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu. „Markmið okkar er að byggja Play upp í öruggum og yfirveguðum skrefum og er góður árangur þessa fyrsta mánaðar í fullum rekstri traust og gott skref í þá átt. Við erum stolt af árangri okkar við erfiðar aðstæður og ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir elju og dugnað og farþegum okkar fyrir að ferðast með Play,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play. Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Eftirspurn eftir flugsætum til og frá sumarleyfisstöðum Play var vel umfram væntingar. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins er sögð hafa haft neikvæð áhrif á eftirspurn meðal Íslendinga en ekki erlendra farþega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar og fjölmiðla en þar segir að Play hafi verið stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í júlí með 96,2 prósent flugferða á réttum tíma. Minna um afbókanir hjá erlendum ferðamönnum Ný bylgja faraldursins skall á hér á landi um miðjan júlímánuð og nýttu íslenskir viðskiptavinir þá Covid-19 skilmála í auknum mæli til að breyta ferðadagsetningu sinni. Að sögn Play hafði þetta neikvæð áhrif á sætanýtingu í mánuðinum. Þó sé ekki um að ræða tekjutap heldur tilfærslu á tekjum og sætanýtingu. Mun minna var um breytingar eða afbókanir meðal erlendra ferðamanna á leið til Íslands. Meirihluti þeirra farþega sem kaupa miða með Play eru erlendir ferðamenn eða farþegar sem hefja ferð sína utan Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu. „Nú þegar merkir PLAY aukin ferðavilja og bókanir frá innlendum viðskiptavinum og stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á komandi mánuði.“ Vel í stakk búin til að takast á við áhrif faraldursins Flugfélagið fékk þrjár Airbus 321 neo farþegaþotur í sumar og eru þær allar komnar í notkun. „Flugvélarnar koma inn í framleiðslu félagsins í takt við eftirspurn á markaði og eftir því sem flugáætlun félagsins þéttist. Hér nýtur félagið sveigjanlegra leigukjara sem gefur því kost á að stýra framboði sínu og um leið kostnaði félagsins með hagkvæmum hætti. Félagið er þannig vel í stakk búið til að takast á við þau áhrif sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur í för með sér á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu. „Markmið okkar er að byggja Play upp í öruggum og yfirveguðum skrefum og er góður árangur þessa fyrsta mánaðar í fullum rekstri traust og gott skref í þá átt. Við erum stolt af árangri okkar við erfiðar aðstæður og ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir elju og dugnað og farþegum okkar fyrir að ferðast með Play,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play.
Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira