Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2021 09:55 António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. „Hringingar viðvörunarbjallnanna eru ærandi og sönnunargögnin eru óhrekjanleg: gróðurhúsalofttegundir frá brennslu jarðefnaeldsneytis og eyðing skóga eru að kæfa plánetuna okkar og setja líf milljarða manna í hættu,” segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ, í yfirlýsingu eftir að sjötta úttektarskýrsla loftslagsnefndarinnar (IPCC) birtist í morgun. Nú er reiknað með að hnattræn hlýnun fari umfram 1,5°C strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld. Varað er við því að veðuröfgar verði tíðari og alvarlegri samhliða aukinni hlýnun. Nær beint samband er á milli aukins styrks gróðurhúsalofttegunda vegna losunar manna á koltvísýringi og hlýnunar jarðar. Því segir Guterres að skýrslan eigi að vera „rothögg fyrir kola- og jarðefnaeldsneyti áður en þau ganga af plánetunni dauðri“. Ríkjum beri að hætta allri nýrri olíuleit og vinnslu og frá og með 2030 þurfi að ferfalda sólar- og vindorkuvinnslu og þrefalda fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. „Þetta er nauðsynlegt til þess að ná því marki að nettólosun gróðurhúsalofttegunda verði engin um miðja öldina,“ segir Guterres. Í skýrslunni kemur fram að ef dregið verður hratt úr losun gæti hnattræn hlýnun náð hámarki þegar hún er komin nokkuð yfir 1,5°C og síðan lækkað niður fyrir það mark fyrir lok aldarinnar. „Ef við leggjumst öll á eitt núna getum við afstýrt loftslagshamförum. En eins og skýrslan sem kom út í dag sýnir fram á megum við engan tíma missa og það er ekkert rými fyrir afsakanir. Ég treysti því að leiðtogar ríkja og aðrir sem hlut eiga að máli tryggi að COP26-loftslagsráðstefnan verði árangursrík,“ segir Guterres og vísar til ráðstefnunnar sem haldin verður í Glasgow í haust. Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi COP26 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
„Hringingar viðvörunarbjallnanna eru ærandi og sönnunargögnin eru óhrekjanleg: gróðurhúsalofttegundir frá brennslu jarðefnaeldsneytis og eyðing skóga eru að kæfa plánetuna okkar og setja líf milljarða manna í hættu,” segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ, í yfirlýsingu eftir að sjötta úttektarskýrsla loftslagsnefndarinnar (IPCC) birtist í morgun. Nú er reiknað með að hnattræn hlýnun fari umfram 1,5°C strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld. Varað er við því að veðuröfgar verði tíðari og alvarlegri samhliða aukinni hlýnun. Nær beint samband er á milli aukins styrks gróðurhúsalofttegunda vegna losunar manna á koltvísýringi og hlýnunar jarðar. Því segir Guterres að skýrslan eigi að vera „rothögg fyrir kola- og jarðefnaeldsneyti áður en þau ganga af plánetunni dauðri“. Ríkjum beri að hætta allri nýrri olíuleit og vinnslu og frá og með 2030 þurfi að ferfalda sólar- og vindorkuvinnslu og þrefalda fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. „Þetta er nauðsynlegt til þess að ná því marki að nettólosun gróðurhúsalofttegunda verði engin um miðja öldina,“ segir Guterres. Í skýrslunni kemur fram að ef dregið verður hratt úr losun gæti hnattræn hlýnun náð hámarki þegar hún er komin nokkuð yfir 1,5°C og síðan lækkað niður fyrir það mark fyrir lok aldarinnar. „Ef við leggjumst öll á eitt núna getum við afstýrt loftslagshamförum. En eins og skýrslan sem kom út í dag sýnir fram á megum við engan tíma missa og það er ekkert rými fyrir afsakanir. Ég treysti því að leiðtogar ríkja og aðrir sem hlut eiga að máli tryggi að COP26-loftslagsráðstefnan verði árangursrík,“ segir Guterres og vísar til ráðstefnunnar sem haldin verður í Glasgow í haust.
Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi COP26 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira