Sakaður um óíþróttamannslega framkomu á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 10:00 Morhad Amdouni hefur unnið gullverðlaun á EM en það var í 10 þúsund metra hlaupi á EM 2018. EPA-EFE/SRDJAN SUKI Henti öllum vatnsflöskunum í jörðina og tók síðustu flöskuna sjálfur. Óheppni? Ekki að mati netverja sem hafa látið einn Ólympíufara heyra það. Franskur hlaupari hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í úrslitum maraþonhlaupsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Maraþonhlaupið var eitt af síðustu greinum leikanna sem lauk í gær. French marathon runner Morhad Amdouni sparks sportsmanship row by knocking over water bottles - then running off with last one | @Tom_Morgs https://t.co/42chkxjmLO #Tokyo2020— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 8, 2021 Það var mikill hiti og raki þegar maraþonhlaupið fór fram og hlaupararnir þurftu því að passa sig að nýta sér drykkjarstöðvarnar. Hinn franski Morhad Amdouni, sem endaði í sautjánda sæti í maraþonhlaupinu, virtist hafa ætlað að búa sér til smá forskot á aðra keppendur með því að gera þeim erfitt fyrir að fá vatn á einni drykkjarstöðinni. Þegar Morhad kom að einni drykkjarstöðinni þá henti hann heilli röð af vatnsflöskunum í jörðina eða öllum nema einni. Hann tók hana sjálfsögðu sjálfur og hélt svo áfram. Ástralski langhlauparinn Ben St Lawrence vakti athygli á þessari óíþróttamannslegu framkomu í færslu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Thoughts on Amdouni knocking over an entire row of water before taking the last one? pic.twitter.com/qrPaSzxLBW— Ben St Lawrence (@bennysaint) August 8, 2021 Piers Morgan var líka tilbúinn að afhenda Frakkanum titilinn „mesta fíflið“ á Ólympíuleikunum en aðrir hafa komið Frakkanum til varnar og sagt að þetta hafi verið slys. Það er í það minnsta ljóst að margir keppendur misstu þarna af tækifærinu til að fá vatn og svo fór að 31 af 105 keppendum náði ekki að klára hlaupið. Þarna er hitanum og rakanum um að kenna en ekki „klaufaskap“ Morhad Amdouni. Það var líka önnur drykkjarstöð rétt hjá og það eru ekki til myndir af Amdouni að fella flöskurnar þar. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Franskur hlaupari hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í úrslitum maraþonhlaupsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Maraþonhlaupið var eitt af síðustu greinum leikanna sem lauk í gær. French marathon runner Morhad Amdouni sparks sportsmanship row by knocking over water bottles - then running off with last one | @Tom_Morgs https://t.co/42chkxjmLO #Tokyo2020— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 8, 2021 Það var mikill hiti og raki þegar maraþonhlaupið fór fram og hlaupararnir þurftu því að passa sig að nýta sér drykkjarstöðvarnar. Hinn franski Morhad Amdouni, sem endaði í sautjánda sæti í maraþonhlaupinu, virtist hafa ætlað að búa sér til smá forskot á aðra keppendur með því að gera þeim erfitt fyrir að fá vatn á einni drykkjarstöðinni. Þegar Morhad kom að einni drykkjarstöðinni þá henti hann heilli röð af vatnsflöskunum í jörðina eða öllum nema einni. Hann tók hana sjálfsögðu sjálfur og hélt svo áfram. Ástralski langhlauparinn Ben St Lawrence vakti athygli á þessari óíþróttamannslegu framkomu í færslu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Thoughts on Amdouni knocking over an entire row of water before taking the last one? pic.twitter.com/qrPaSzxLBW— Ben St Lawrence (@bennysaint) August 8, 2021 Piers Morgan var líka tilbúinn að afhenda Frakkanum titilinn „mesta fíflið“ á Ólympíuleikunum en aðrir hafa komið Frakkanum til varnar og sagt að þetta hafi verið slys. Það er í það minnsta ljóst að margir keppendur misstu þarna af tækifærinu til að fá vatn og svo fór að 31 af 105 keppendum náði ekki að klára hlaupið. Þarna er hitanum og rakanum um að kenna en ekki „klaufaskap“ Morhad Amdouni. Það var líka önnur drykkjarstöð rétt hjá og það eru ekki til myndir af Amdouni að fella flöskurnar þar.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira