Sakaður um óíþróttamannslega framkomu á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 10:00 Morhad Amdouni hefur unnið gullverðlaun á EM en það var í 10 þúsund metra hlaupi á EM 2018. EPA-EFE/SRDJAN SUKI Henti öllum vatnsflöskunum í jörðina og tók síðustu flöskuna sjálfur. Óheppni? Ekki að mati netverja sem hafa látið einn Ólympíufara heyra það. Franskur hlaupari hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í úrslitum maraþonhlaupsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Maraþonhlaupið var eitt af síðustu greinum leikanna sem lauk í gær. French marathon runner Morhad Amdouni sparks sportsmanship row by knocking over water bottles - then running off with last one | @Tom_Morgs https://t.co/42chkxjmLO #Tokyo2020— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 8, 2021 Það var mikill hiti og raki þegar maraþonhlaupið fór fram og hlaupararnir þurftu því að passa sig að nýta sér drykkjarstöðvarnar. Hinn franski Morhad Amdouni, sem endaði í sautjánda sæti í maraþonhlaupinu, virtist hafa ætlað að búa sér til smá forskot á aðra keppendur með því að gera þeim erfitt fyrir að fá vatn á einni drykkjarstöðinni. Þegar Morhad kom að einni drykkjarstöðinni þá henti hann heilli röð af vatnsflöskunum í jörðina eða öllum nema einni. Hann tók hana sjálfsögðu sjálfur og hélt svo áfram. Ástralski langhlauparinn Ben St Lawrence vakti athygli á þessari óíþróttamannslegu framkomu í færslu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Thoughts on Amdouni knocking over an entire row of water before taking the last one? pic.twitter.com/qrPaSzxLBW— Ben St Lawrence (@bennysaint) August 8, 2021 Piers Morgan var líka tilbúinn að afhenda Frakkanum titilinn „mesta fíflið“ á Ólympíuleikunum en aðrir hafa komið Frakkanum til varnar og sagt að þetta hafi verið slys. Það er í það minnsta ljóst að margir keppendur misstu þarna af tækifærinu til að fá vatn og svo fór að 31 af 105 keppendum náði ekki að klára hlaupið. Þarna er hitanum og rakanum um að kenna en ekki „klaufaskap“ Morhad Amdouni. Það var líka önnur drykkjarstöð rétt hjá og það eru ekki til myndir af Amdouni að fella flöskurnar þar. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira
Franskur hlaupari hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í úrslitum maraþonhlaupsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Maraþonhlaupið var eitt af síðustu greinum leikanna sem lauk í gær. French marathon runner Morhad Amdouni sparks sportsmanship row by knocking over water bottles - then running off with last one | @Tom_Morgs https://t.co/42chkxjmLO #Tokyo2020— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 8, 2021 Það var mikill hiti og raki þegar maraþonhlaupið fór fram og hlaupararnir þurftu því að passa sig að nýta sér drykkjarstöðvarnar. Hinn franski Morhad Amdouni, sem endaði í sautjánda sæti í maraþonhlaupinu, virtist hafa ætlað að búa sér til smá forskot á aðra keppendur með því að gera þeim erfitt fyrir að fá vatn á einni drykkjarstöðinni. Þegar Morhad kom að einni drykkjarstöðinni þá henti hann heilli röð af vatnsflöskunum í jörðina eða öllum nema einni. Hann tók hana sjálfsögðu sjálfur og hélt svo áfram. Ástralski langhlauparinn Ben St Lawrence vakti athygli á þessari óíþróttamannslegu framkomu í færslu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Thoughts on Amdouni knocking over an entire row of water before taking the last one? pic.twitter.com/qrPaSzxLBW— Ben St Lawrence (@bennysaint) August 8, 2021 Piers Morgan var líka tilbúinn að afhenda Frakkanum titilinn „mesta fíflið“ á Ólympíuleikunum en aðrir hafa komið Frakkanum til varnar og sagt að þetta hafi verið slys. Það er í það minnsta ljóst að margir keppendur misstu þarna af tækifærinu til að fá vatn og svo fór að 31 af 105 keppendum náði ekki að klára hlaupið. Þarna er hitanum og rakanum um að kenna en ekki „klaufaskap“ Morhad Amdouni. Það var líka önnur drykkjarstöð rétt hjá og það eru ekki til myndir af Amdouni að fella flöskurnar þar.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira