„Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2021 20:17 Arnar Guðjónsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Bára Dröfn Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. „Það eru mikil vonbrigði að fá þetta mark úr föstu leikatriði í lok leiksins. Fyrri hálfleikur var alveg mjög góður, mjög skemmtilegur leikur og verðskulduð 2-1 forysta hjá okkur. Strax í byrjun seinni hálfleiks fengum við tækifæri til að komast 3-1 yfir. Eftir það fannst mér KA í við sterkari án þess þó að vera að ógna okkur á neinn sérstakan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga í leikslok. „Ég var bara farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld og svo fengum við þetta mark. Þetta er akkúrat það sem þú færð þegar þú ert með unga leikmenn, þeir gera frábærlega. Kristall var til dæmis alveg frábært í dag, hrikalega gaman að horfa á hann og hann kom með gullið mark. En því miður þá var smá einbeitingarleysi í lokin og þetta er það fallega við að hafa unga og efnilega stráka. Það eru hæðir og lægðir og þeir munu læra af þessu.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega flottur hjá báðum liðum en svo dró aðeins af mönnum hérna í seinni hálfleik og KA reyndu hvað þeir gátu en mér fannst þeir ekkert komast neitt svakalega áleiðis. Mér fannst við mun líklegri til þess að bæta við þriðja markinu. En við fórum illa með boltann og við sköpuðum okkur hættulegar stöður. Eðlilega þegar KA fara að kasta öllum mönnum fram og það voru break í gangi. Ég er kannski mest svekktur með það að við fáum líka fyrra markið á okkur úr föstu leikatriði og það sama gerðist á móti Breiðablik. Þetta er klárlega mikið áhyggjuefni þar sem þetta hefur ekki verið mikið hjá okkur í sumar.“ Undir lok leiksins er brotið harkalega á Jakobi Snæ á leið í skyndisókn KA. Vilhjálmur dæmdi ekkert á það og við það brutust út erjur milli leikmanna og þjálfara, sem létu mörg óþarfa orð falla. Fyrir það fengu þeir nafnar, Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson báðir gult spjald. „Þetta er bara hluti af leiknum, þetta er bara gaman. Það verður að vera smá ástríða í þessu. Það var kominn smá hiti inni á vellinum og hiti fyrir utan völl. Svona á þetta bara að vera. Stundum er maður eins og smákrakki fyrir utan völlinn þó að heilt yfir sé maður rólegur maður.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að fá þetta mark úr föstu leikatriði í lok leiksins. Fyrri hálfleikur var alveg mjög góður, mjög skemmtilegur leikur og verðskulduð 2-1 forysta hjá okkur. Strax í byrjun seinni hálfleiks fengum við tækifæri til að komast 3-1 yfir. Eftir það fannst mér KA í við sterkari án þess þó að vera að ógna okkur á neinn sérstakan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga í leikslok. „Ég var bara farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld og svo fengum við þetta mark. Þetta er akkúrat það sem þú færð þegar þú ert með unga leikmenn, þeir gera frábærlega. Kristall var til dæmis alveg frábært í dag, hrikalega gaman að horfa á hann og hann kom með gullið mark. En því miður þá var smá einbeitingarleysi í lokin og þetta er það fallega við að hafa unga og efnilega stráka. Það eru hæðir og lægðir og þeir munu læra af þessu.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega flottur hjá báðum liðum en svo dró aðeins af mönnum hérna í seinni hálfleik og KA reyndu hvað þeir gátu en mér fannst þeir ekkert komast neitt svakalega áleiðis. Mér fannst við mun líklegri til þess að bæta við þriðja markinu. En við fórum illa með boltann og við sköpuðum okkur hættulegar stöður. Eðlilega þegar KA fara að kasta öllum mönnum fram og það voru break í gangi. Ég er kannski mest svekktur með það að við fáum líka fyrra markið á okkur úr föstu leikatriði og það sama gerðist á móti Breiðablik. Þetta er klárlega mikið áhyggjuefni þar sem þetta hefur ekki verið mikið hjá okkur í sumar.“ Undir lok leiksins er brotið harkalega á Jakobi Snæ á leið í skyndisókn KA. Vilhjálmur dæmdi ekkert á það og við það brutust út erjur milli leikmanna og þjálfara, sem létu mörg óþarfa orð falla. Fyrir það fengu þeir nafnar, Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson báðir gult spjald. „Þetta er bara hluti af leiknum, þetta er bara gaman. Það verður að vera smá ástríða í þessu. Það var kominn smá hiti inni á vellinum og hiti fyrir utan völl. Svona á þetta bara að vera. Stundum er maður eins og smákrakki fyrir utan völlinn þó að heilt yfir sé maður rólegur maður.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49