Nítján ára vann yfirburðasigur á Akureyri - Tvö gull til GKG Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. ágúst 2021 17:41 Íslandsmeistarar 2021. golf.is Hulda Clara Gestsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari í golfi eftir frábæra frammistöðu á Jaðarsvelli á Akureyri undanfarna daga. Keppni í kvennaflokki lauk nú rétt í þessu í blíðviðri á Akureyri. Mætti segja að hin nítján ára gamla Hulda Clara hafi átt sigurinn vísan áður en kom að lokahringnum í dag þar sem hún byrjaði mótið frábærlega og var með átta högga forystu fyrir daginn í dag. Hulda Clara lauk keppni á samtals tveimur höggum yfir pari en hún lék á sex höggum yfir pari á lokahringnum í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hafnaði í öðru sæti á samtals níu höggum yfir pari. Aron Snær Íslandsmeistari í fyrsta sinn Það var sömuleiðis nýr sigurvegari í karlaflokki þar sem Aron Snær Júlíusson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, bar sigur úr býtum eftir nokkuð harða keppni. Aron Snær lék vel í dag og lauk keppni á samtals sex höggum undir pari en Jóhannes Guðmundsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, varð annar á samtals tveimur höggum undir pari. Fara því báðir Íslandsmeistaratitlarnir í ár til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Keppni í kvennaflokki lauk nú rétt í þessu í blíðviðri á Akureyri. Mætti segja að hin nítján ára gamla Hulda Clara hafi átt sigurinn vísan áður en kom að lokahringnum í dag þar sem hún byrjaði mótið frábærlega og var með átta högga forystu fyrir daginn í dag. Hulda Clara lauk keppni á samtals tveimur höggum yfir pari en hún lék á sex höggum yfir pari á lokahringnum í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hafnaði í öðru sæti á samtals níu höggum yfir pari. Aron Snær Íslandsmeistari í fyrsta sinn Það var sömuleiðis nýr sigurvegari í karlaflokki þar sem Aron Snær Júlíusson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, bar sigur úr býtum eftir nokkuð harða keppni. Aron Snær lék vel í dag og lauk keppni á samtals sex höggum undir pari en Jóhannes Guðmundsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, varð annar á samtals tveimur höggum undir pari. Fara því báðir Íslandsmeistaratitlarnir í ár til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira