„Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2021 15:12 Stefán Hrafns Hagalín er deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans Vísir Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. Bréfið innihélt skýr skilaboð. Öllum fyrirspurnum fjölmiðla, sama hverjum, á að vísa til Stefáns Hrafns Hagalín deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. „Ég biðst afsökunar á þessum tölvupósti og öllu í kringum þetta, þetta er afleitt hjá mér,“ segir Stefán Hrafn í Vikulokum. Hann segir tölvupóstinn hafa verið skrifaðan í lok erfiðs vinnudags. Þá hafi hann þurft að stytta sumarfrí sitt sökum ástandsins á spítalanum. Því hafi pósturinn verið „þreytulegur.“ Pósturinn snerist ekki um ritskoðun Hann gefur lítið fyrir ásakanir um að tölvupósturinn hafi verið tilraun til að ritskoða starfsmenn spítalans. „Þetta snýst alls ekki um miðlæga svörun frá spítalanum. Spítalinn teflir alltaf fram þeim sérfræðingum sem beðið er um hverju sinni, eru lausir á vakt og til í spjall og annað slíkt. Við reynum að tefla forstjóra oftast fram ef um er að ræða stefnu og stjórnun spítalans eða fjármögnun en annars svara sérfræðingar á hverju sviði, alveg hindrunarlaust og milliliðalaust,“ sagði Stefán Hrafn. Stefán Hrafn segir að tölvupósturinn hafi verið sá fyrsti í langri keðju samskipta og að hann hafi verið útskýrður á fullnægjandi hátt. Hann telur að öllum hafi verið ljóst að ekki stæði til að ritskoða nokkurn mann innanhúss. „Ég ætla ekki að segja að ég sé fórnarlamb einhvers misskilnings en mögulega hefði ég átt að lesa póstinn yfir áður en ég sendi hann,“ segir hann. Hefur fengið verðskuldaðar skammir í hattinn „Það er búið að hirta mig, þetta voru um þrjátíu eða fjörutíu fréttir í gær og í fyrradag í leiðurum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Þannig að ég er allavega búinn að fá þá hirtingu sem ég sennilega bara átti skilið og framleiddi sjálfur. Er það ekki yfirleitt þannig að holurnar sem við hrösum um eru þær sem við höfum grafið sjálf?“ segir Stefán Hrafn. Heilbrigðismál Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Sjá meira
Bréfið innihélt skýr skilaboð. Öllum fyrirspurnum fjölmiðla, sama hverjum, á að vísa til Stefáns Hrafns Hagalín deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. „Ég biðst afsökunar á þessum tölvupósti og öllu í kringum þetta, þetta er afleitt hjá mér,“ segir Stefán Hrafn í Vikulokum. Hann segir tölvupóstinn hafa verið skrifaðan í lok erfiðs vinnudags. Þá hafi hann þurft að stytta sumarfrí sitt sökum ástandsins á spítalanum. Því hafi pósturinn verið „þreytulegur.“ Pósturinn snerist ekki um ritskoðun Hann gefur lítið fyrir ásakanir um að tölvupósturinn hafi verið tilraun til að ritskoða starfsmenn spítalans. „Þetta snýst alls ekki um miðlæga svörun frá spítalanum. Spítalinn teflir alltaf fram þeim sérfræðingum sem beðið er um hverju sinni, eru lausir á vakt og til í spjall og annað slíkt. Við reynum að tefla forstjóra oftast fram ef um er að ræða stefnu og stjórnun spítalans eða fjármögnun en annars svara sérfræðingar á hverju sviði, alveg hindrunarlaust og milliliðalaust,“ sagði Stefán Hrafn. Stefán Hrafn segir að tölvupósturinn hafi verið sá fyrsti í langri keðju samskipta og að hann hafi verið útskýrður á fullnægjandi hátt. Hann telur að öllum hafi verið ljóst að ekki stæði til að ritskoða nokkurn mann innanhúss. „Ég ætla ekki að segja að ég sé fórnarlamb einhvers misskilnings en mögulega hefði ég átt að lesa póstinn yfir áður en ég sendi hann,“ segir hann. Hefur fengið verðskuldaðar skammir í hattinn „Það er búið að hirta mig, þetta voru um þrjátíu eða fjörutíu fréttir í gær og í fyrradag í leiðurum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Þannig að ég er allavega búinn að fá þá hirtingu sem ég sennilega bara átti skilið og framleiddi sjálfur. Er það ekki yfirleitt þannig að holurnar sem við hrösum um eru þær sem við höfum grafið sjálf?“ segir Stefán Hrafn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma í fyrra Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Sjá meira