Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Magnús Hlynur Hreiðarsson og Árni Sæberg skrifa 7. ágúst 2021 13:55 Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Aðsend Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. Það hefur verið meira en nóg að gera hjá starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við sýnatökur og bólusetningar síðustu vikurnar með góðri aðstoð frá viðbragðsaðilum. Til dæmis sér lögreglan um umferðarstjórnun þegar sýnataka fer fram. 160 einstaklingar eru með virkt kórónuveirusmit og því í einangrun á Suðurlandi. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu mikið álag vera á sínu starfsfólki. „Það liggur fyrir að við þurfum að auka mannskap til að geta haldið uppi eðlilegri þjónustu á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Við erum farin að vinna í því að auglýsa eftir fólki og erum að hringja í fólk sem er hætt að vinna og reyna að tæla það aðeins til baka.“ bætir Díana við. Taka við sjúklingum frá Landspítala þrátt fyrir álagið Díana segir að verið sé að undirbúa nokkur pláss á sjúkrahúsinu á Selfossi til að taka við sjúklingum frá Landspítala sökum fráflæðisvanda. „Þeir eru bara í alvarlegri stöðu og eru í raun að biðla til okkar, bæði að við höldum okkar sjúklingum sem lengst hjá okkur, við erum aðeins að reyna að bæta þjónustuna hjá okkur á bráðamóttökunni, að setja inn fleiri rúm þar svo við getum haldið sjúklingunum lengur hjá okkur og líka tekið við sjúklingum sem eru í biðplássum og eru þá að teppa flæðið hjá þeim,“ segir hún. Sjúklingar af Landsspítalanum verða meðal annars færðir í rúm á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á SelfossiMagnús Hlynur Hreiðarsson Díana segir að átta rúm á fæðingardeildinni verði tekin undir sjúklinga Landspítalans en samt sem áður verði fæðingaþjónusta tryggð á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ekki þurft að kalla starfsfólk inn úr sumarfríum, enn sem komið er. „Við höfum ekki farið þá leið að kalla inn fólk“ sagði Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Auknar tekjur Isavia muni koma úr vasa innlendra framleiðenda Viðskipti innlent Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Erlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Fleiri fréttir Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera hjá starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við sýnatökur og bólusetningar síðustu vikurnar með góðri aðstoð frá viðbragðsaðilum. Til dæmis sér lögreglan um umferðarstjórnun þegar sýnataka fer fram. 160 einstaklingar eru með virkt kórónuveirusmit og því í einangrun á Suðurlandi. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu mikið álag vera á sínu starfsfólki. „Það liggur fyrir að við þurfum að auka mannskap til að geta haldið uppi eðlilegri þjónustu á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Við erum farin að vinna í því að auglýsa eftir fólki og erum að hringja í fólk sem er hætt að vinna og reyna að tæla það aðeins til baka.“ bætir Díana við. Taka við sjúklingum frá Landspítala þrátt fyrir álagið Díana segir að verið sé að undirbúa nokkur pláss á sjúkrahúsinu á Selfossi til að taka við sjúklingum frá Landspítala sökum fráflæðisvanda. „Þeir eru bara í alvarlegri stöðu og eru í raun að biðla til okkar, bæði að við höldum okkar sjúklingum sem lengst hjá okkur, við erum aðeins að reyna að bæta þjónustuna hjá okkur á bráðamóttökunni, að setja inn fleiri rúm þar svo við getum haldið sjúklingunum lengur hjá okkur og líka tekið við sjúklingum sem eru í biðplássum og eru þá að teppa flæðið hjá þeim,“ segir hún. Sjúklingar af Landsspítalanum verða meðal annars færðir í rúm á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á SelfossiMagnús Hlynur Hreiðarsson Díana segir að átta rúm á fæðingardeildinni verði tekin undir sjúklinga Landspítalans en samt sem áður verði fæðingaþjónusta tryggð á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ekki þurft að kalla starfsfólk inn úr sumarfríum, enn sem komið er. „Við höfum ekki farið þá leið að kalla inn fólk“ sagði Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Auknar tekjur Isavia muni koma úr vasa innlendra framleiðenda Viðskipti innlent Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Erlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Fleiri fréttir Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Sjá meira