Frá frumkvöðlaráðgjöf í Ástralíu til Play Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2021 11:46 Jóhann Pétur Harðarson hefur tekið við sem lögfræðingur flugfélagsins Play. Mynd/Play Jóhann Pétur Harðarson hefur verið ráðinn lögfræðingur flugfélagsins Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að Jóhann Pétur hafi víðtæka alþjóðlega reynslu úr atvinnulífi. Hann hafi starfað í Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu. Nú síðast starfaði Jóhann Pétur í Ástralíu við ráðgjöf til frumkvöðla. Þar áður var hann starfsmaður í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Á árunum 2006 til 2012 var Jóhann Pétur lögfræðingur hjá Össuri hf., fyrst staðsettur á Íslandi og síðar í Bandaríkjunum. Hjá Össuri sinnti hann víðtækri lögfræðiráðgjöf þvert á stoðsvið í flestum starfslöndum félagsins. Hann mun bera ábyrgð á greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitamála og sinna ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og stoðsviða. Þá verður hann regluvörður félagsins. Hann hóf störf í júlí. „Við erum stolt af því að fá Jóhann Pétur í liðið okkar enda hefur hann mjög sterkan og breiðan bakgrunn og mikla reynslu úr alþjóðlegu rekstrarumhverfi í viðbót við lögfræðiþekkinguna. PLAY stækkar hratt þessa dagana og við leggjum mikla áherslu á að skapa öflugt teymi sem getur unnið þétt saman í því kvika umhverfi sem flugrekstur er. Jóhann Pétur kemur svo sannarlega inn sem öflugur liðsmaður á sama tíma og það er stutt í leikgleðina hjá honum. Ég býð hann velkominn á leikvöllinn og hlakka til að vinna með honum í framtíðinni,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra PLAY. Jóhann Pétur er með Cand. Jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá NYU, Stern School of Business. Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3. ágúst 2021 12:13 Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1. júlí 2021 10:11 Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að Jóhann Pétur hafi víðtæka alþjóðlega reynslu úr atvinnulífi. Hann hafi starfað í Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu. Nú síðast starfaði Jóhann Pétur í Ástralíu við ráðgjöf til frumkvöðla. Þar áður var hann starfsmaður í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Á árunum 2006 til 2012 var Jóhann Pétur lögfræðingur hjá Össuri hf., fyrst staðsettur á Íslandi og síðar í Bandaríkjunum. Hjá Össuri sinnti hann víðtækri lögfræðiráðgjöf þvert á stoðsvið í flestum starfslöndum félagsins. Hann mun bera ábyrgð á greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitamála og sinna ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og stoðsviða. Þá verður hann regluvörður félagsins. Hann hóf störf í júlí. „Við erum stolt af því að fá Jóhann Pétur í liðið okkar enda hefur hann mjög sterkan og breiðan bakgrunn og mikla reynslu úr alþjóðlegu rekstrarumhverfi í viðbót við lögfræðiþekkinguna. PLAY stækkar hratt þessa dagana og við leggjum mikla áherslu á að skapa öflugt teymi sem getur unnið þétt saman í því kvika umhverfi sem flugrekstur er. Jóhann Pétur kemur svo sannarlega inn sem öflugur liðsmaður á sama tíma og það er stutt í leikgleðina hjá honum. Ég býð hann velkominn á leikvöllinn og hlakka til að vinna með honum í framtíðinni,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra PLAY. Jóhann Pétur er með Cand. Jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá NYU, Stern School of Business.
Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3. ágúst 2021 12:13 Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1. júlí 2021 10:11 Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3. ágúst 2021 12:13
Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1. júlí 2021 10:11
Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29