Manneskjan í jakkafötunum Lenya Rún skrifar 6. ágúst 2021 08:00 Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og drögtum, með alvarlegan svip að tala um alvarleg mál. Mér leið eins og þetta fólk væri ósnertanlegt og ætti ekki við nein raunveruleg vandamál að stríða. Klettarnir í hafinu sem gefa aldrei eftir. Á síðustu mánuðum hef ég hins vegar komist að tvennu. Stjórnmálafólk er eftir allt saman bara fólk – og besta stjórnmálafólkið áttar sig á því. Einlægni Það er allt í lagi að hafa tilfinningar og tala við fólk af einlægni. Fyrst og fremst erum við öll mennsk og tilfinningar eins og samkennd og samúð gera okkur að heilsteyptari manneskjum. Það hafa allir gengið í gegnum sína erfiðleika, óháð aldri, og erfið reynsla auðveldar okkur að tengjast og hjálpa öðru fólki. Íslenska þjóðin á skilið að fá fólk á þing sem getur sett sig í spor þeirra hópa sem fá sjaldan raunverulega áheyrn, og það sé gert með samkennd og skilningi að leiðarljósi. Aftur á móti er ennþá ríkjandi sú hugmynd að stjórnmálamaður sem hefur mikla tilfinningagreind sé ekki stöðugur eða ekki nógu sterkur til að takast á við þingstörfin. Að mínu mati er það kjaftæði. Kaldlyndi er ekki styrkleiki. Eigin takmarkanir Í stjórnmálum þarf að taka erfiðar ákvarðanir sem einhver verða alltaf ósátt við. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að þóknast öllum þá skiptir máli hvernig stjórnmálafólk kemst að niðurstöðunni sinni – og þá þarf fyrst að horfast í augu við eigin takmarkanir. Enginn er með öll svörin og því er eina leiðin að upplýstri ákvörðun að velta upp öllum hliðum málsins með aðstoð þeirra sem málið snertir. Stjórnmálafólk sem leggst yfir gögnin og rökin, tekur ákvörðun og útskýrir síðan fyrir almenningi hvernig það komst að niðurstöðunni er ekki aðeins líklegra til að taka betri ákvarðanir heldur jafnframt að fólk sýni því skilning. Við verðum kannski ekki sammála, en vönduð vinnubrögð eru virðingarverð. Hlustum Framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ungt fólk er upplýst um málefni líðandi stundar og við látum fjölbreytt málefni okkur varða. Á síðustu mánuðum höfum við séð hávært ákall frá ungu fólki um sanngjarnara kvótakerfi, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum, nýja stjórnarskrá, mannúðlega útlendingastefnu o.s.frv. Ein stærsta krafa ungs fólks er hins vegar ekki sérstaklega flókin: Að það sé einfaldlega hlustað á það – og því segi ég að framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ef við hlustum. Ísland er að verða sífellt fjölbreyttara og með aukinni fjölbreytni á þjóðfélag það til að skiptast í hópa. Ríkt fólk og fátækt fólk, Íslendingar og útlendingar, ungir og gamlir, heilbrigt fólk og veikt fólk og svo lengi mætti telja. Til að koma í veg fyrir sundrung er mikilvægt að raddir allra hópa heyrist og að það sé raunverulega hlustað á þær, af einlægni og af fólki sem vill heyra. Að hlusta felur í sér að geta sett þig í spor annarra, ekki líta á þau sem tölur og prósentur á einhverju líkani. Mér finnst oft gleymast þegar mál eru rædd á Alþingi að það er verið að tala um aðgerðir sem snerta raunverulega hagsmuni raunverulega landsmanna sem hafa raunverulegar og stundum íþyngjandi afleiðingar. Besta stjórnmálafólkið áttar sig á því að það hefur ekki öll svörin. Sem áttar sig á því að besta leiðin til að komast að góðri niðurstöðu er að kynna sér gögnin, hlusta á fólk af alvöru og hafa samkennd til að setja sig í spor annarra. Stjórnmálafólk sem veit að það er eftir allt saman bara manneskja í jakkafötum. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og drögtum, með alvarlegan svip að tala um alvarleg mál. Mér leið eins og þetta fólk væri ósnertanlegt og ætti ekki við nein raunveruleg vandamál að stríða. Klettarnir í hafinu sem gefa aldrei eftir. Á síðustu mánuðum hef ég hins vegar komist að tvennu. Stjórnmálafólk er eftir allt saman bara fólk – og besta stjórnmálafólkið áttar sig á því. Einlægni Það er allt í lagi að hafa tilfinningar og tala við fólk af einlægni. Fyrst og fremst erum við öll mennsk og tilfinningar eins og samkennd og samúð gera okkur að heilsteyptari manneskjum. Það hafa allir gengið í gegnum sína erfiðleika, óháð aldri, og erfið reynsla auðveldar okkur að tengjast og hjálpa öðru fólki. Íslenska þjóðin á skilið að fá fólk á þing sem getur sett sig í spor þeirra hópa sem fá sjaldan raunverulega áheyrn, og það sé gert með samkennd og skilningi að leiðarljósi. Aftur á móti er ennþá ríkjandi sú hugmynd að stjórnmálamaður sem hefur mikla tilfinningagreind sé ekki stöðugur eða ekki nógu sterkur til að takast á við þingstörfin. Að mínu mati er það kjaftæði. Kaldlyndi er ekki styrkleiki. Eigin takmarkanir Í stjórnmálum þarf að taka erfiðar ákvarðanir sem einhver verða alltaf ósátt við. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að þóknast öllum þá skiptir máli hvernig stjórnmálafólk kemst að niðurstöðunni sinni – og þá þarf fyrst að horfast í augu við eigin takmarkanir. Enginn er með öll svörin og því er eina leiðin að upplýstri ákvörðun að velta upp öllum hliðum málsins með aðstoð þeirra sem málið snertir. Stjórnmálafólk sem leggst yfir gögnin og rökin, tekur ákvörðun og útskýrir síðan fyrir almenningi hvernig það komst að niðurstöðunni er ekki aðeins líklegra til að taka betri ákvarðanir heldur jafnframt að fólk sýni því skilning. Við verðum kannski ekki sammála, en vönduð vinnubrögð eru virðingarverð. Hlustum Framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ungt fólk er upplýst um málefni líðandi stundar og við látum fjölbreytt málefni okkur varða. Á síðustu mánuðum höfum við séð hávært ákall frá ungu fólki um sanngjarnara kvótakerfi, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum, nýja stjórnarskrá, mannúðlega útlendingastefnu o.s.frv. Ein stærsta krafa ungs fólks er hins vegar ekki sérstaklega flókin: Að það sé einfaldlega hlustað á það – og því segi ég að framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ef við hlustum. Ísland er að verða sífellt fjölbreyttara og með aukinni fjölbreytni á þjóðfélag það til að skiptast í hópa. Ríkt fólk og fátækt fólk, Íslendingar og útlendingar, ungir og gamlir, heilbrigt fólk og veikt fólk og svo lengi mætti telja. Til að koma í veg fyrir sundrung er mikilvægt að raddir allra hópa heyrist og að það sé raunverulega hlustað á þær, af einlægni og af fólki sem vill heyra. Að hlusta felur í sér að geta sett þig í spor annarra, ekki líta á þau sem tölur og prósentur á einhverju líkani. Mér finnst oft gleymast þegar mál eru rædd á Alþingi að það er verið að tala um aðgerðir sem snerta raunverulega hagsmuni raunverulega landsmanna sem hafa raunverulegar og stundum íþyngjandi afleiðingar. Besta stjórnmálafólkið áttar sig á því að það hefur ekki öll svörin. Sem áttar sig á því að besta leiðin til að komast að góðri niðurstöðu er að kynna sér gögnin, hlusta á fólk af alvöru og hafa samkennd til að setja sig í spor annarra. Stjórnmálafólk sem veit að það er eftir allt saman bara manneskja í jakkafötum. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun