Gríðarlega stoltur af systur sinni sem er komin í úrslit á Ólympíuleikunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 10:01 Systkinin Christopher og Kellie Harrington fyrir allmörgum árum. úr einkasafni Þjálfari kvennaliðs Fram í fótbolta, Christopher Harrington, kveðst afar stoltur af systur sinni, Kellie, sem er komin í úrslit í léttvigt í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Kellie tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á Sudaporn Seesondee frá Taílandi í gær. Bardaginn var jafn og spennandi en þrír dómarar dæmdu Kellie í vil en tveir Seesondee. „Ég er mjög stoltur og það er eiginlega erfitt að segja hversu stoltur ég er. Það er erfitt að lýsa þessu en stoltið er mikið,“ sagði Christopher í samtali við Vísi í gær. Hann var þá á leið heim til Írlands þar sem hann mun fylgjast með úrslitabardaganum ásamt fjölskyldu sinni. Hann horfir á alla bardaga systur sinnar og fylgdist að sjálfsögðu vel með undanúrslitabardaganum í gærmorgun. „Ég horfi á alla bardaga hennar, sama hvar þeir eru í heiminum, og það kom aldrei til greina að missa af bardögunum hennar á Ólympíuleikunum,“ sagði Christopher. Kellie fagnar sigrinum í undanúrslitunum í gær.getty/Stephen McCarthy Þetta var ekki fyrsti bardagi þeirra Kellie og Seesondee en þær mættust einnig í úrslitum í léttvigt á heimsmeistaramótinu 2018. Þar hafði Kellie betur, 3-2, eins og í gær. „Þær þekkjast vel og þetta var alltaf að fara að vera jafn bardagi. Ég er bara ánægður að hún gerði nóg til að vinna,“ sagði Christopher. Kellie getur orðið önnur írska konan til að vinna gull í léttvigt á Ólympíuleikunum en Katie Taylor afrekaði það í London 2012. Í úrslitunum mætir Kellie Beatriz Ferreira frá Brasilíu. „Það eru alltaf helmingslíkur í úrslitaleik í hvaða íþrótt sem er. Hún verður sjálfsörugg og klár í slaginn og vonandi dugir það til,“ sagði Christopher. Christopher við veggspjald af systur sinni.úr einkasafni Hnefaleikar eru vinsælir á Írlandi enda hefur Írum gengið afar vel í greininni á Ólympíuleikum í gegnum tíðina. Alls hafa Írar unnið til átján verðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikum. Þá er medalían sem Kellie fær, hvort sem það verður gull eða brons, meðtalin. „Allir í Dublin og öll írska þjóðin hefur stokkið á þennan vagn og allir styðja við bakið á henni. Það eru myndir af henni á plakötum og auglýsingaskiltum úti á götu. Þetta er stórt,“ sagði Christopher. Að hans sögn byrjaði Kellie að box fyrir 12-15 árum. „Hún var alltaf virkur krakki og fann sig í boxinu. Hún varð svo frekar góð í því og vann landstitla á Írlandi,“ sagði Christopher. Kellie hefur einnig unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hún varð í 2. sæti á HM 2016 og vann svo gullið tveimur árum síðar. Þá vann hún silfur á Evrópuleikunum 2019 og brons á EM 2018. Christopher er farinn heim til Dublin þar sem Harrington-fjölskyldan mun horfa saman á úrslitabardagann.úr einkasafni „Þetta hefur verið stöðug en jafnframt erfið leið hjá henni en að komast á toppinn er ótrúlegt,“ sagði Christopher sem er elstur fjögurra systkina. Meðfram því að stunda hnefaleika starfar Kellie við ræstingar á spítala í Dublin. Og þar ætlar hún að starfa áfram, jafnvel þótt hún verði Ólympíumeistari. „Hún er framlínustarfsmaður. Hún hefur fengið mörg tækifæri til að gerast atvinnumaður en draumur hennar var alltaf að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd írsku þjóðarinnar. Það var frábært að komast á Ólympíuleikana og að fara í úrslit er draumi líkast,“ sagði Christopher að lokum. Box Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
Kellie tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á Sudaporn Seesondee frá Taílandi í gær. Bardaginn var jafn og spennandi en þrír dómarar dæmdu Kellie í vil en tveir Seesondee. „Ég er mjög stoltur og það er eiginlega erfitt að segja hversu stoltur ég er. Það er erfitt að lýsa þessu en stoltið er mikið,“ sagði Christopher í samtali við Vísi í gær. Hann var þá á leið heim til Írlands þar sem hann mun fylgjast með úrslitabardaganum ásamt fjölskyldu sinni. Hann horfir á alla bardaga systur sinnar og fylgdist að sjálfsögðu vel með undanúrslitabardaganum í gærmorgun. „Ég horfi á alla bardaga hennar, sama hvar þeir eru í heiminum, og það kom aldrei til greina að missa af bardögunum hennar á Ólympíuleikunum,“ sagði Christopher. Kellie fagnar sigrinum í undanúrslitunum í gær.getty/Stephen McCarthy Þetta var ekki fyrsti bardagi þeirra Kellie og Seesondee en þær mættust einnig í úrslitum í léttvigt á heimsmeistaramótinu 2018. Þar hafði Kellie betur, 3-2, eins og í gær. „Þær þekkjast vel og þetta var alltaf að fara að vera jafn bardagi. Ég er bara ánægður að hún gerði nóg til að vinna,“ sagði Christopher. Kellie getur orðið önnur írska konan til að vinna gull í léttvigt á Ólympíuleikunum en Katie Taylor afrekaði það í London 2012. Í úrslitunum mætir Kellie Beatriz Ferreira frá Brasilíu. „Það eru alltaf helmingslíkur í úrslitaleik í hvaða íþrótt sem er. Hún verður sjálfsörugg og klár í slaginn og vonandi dugir það til,“ sagði Christopher. Christopher við veggspjald af systur sinni.úr einkasafni Hnefaleikar eru vinsælir á Írlandi enda hefur Írum gengið afar vel í greininni á Ólympíuleikum í gegnum tíðina. Alls hafa Írar unnið til átján verðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikum. Þá er medalían sem Kellie fær, hvort sem það verður gull eða brons, meðtalin. „Allir í Dublin og öll írska þjóðin hefur stokkið á þennan vagn og allir styðja við bakið á henni. Það eru myndir af henni á plakötum og auglýsingaskiltum úti á götu. Þetta er stórt,“ sagði Christopher. Að hans sögn byrjaði Kellie að box fyrir 12-15 árum. „Hún var alltaf virkur krakki og fann sig í boxinu. Hún varð svo frekar góð í því og vann landstitla á Írlandi,“ sagði Christopher. Kellie hefur einnig unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hún varð í 2. sæti á HM 2016 og vann svo gullið tveimur árum síðar. Þá vann hún silfur á Evrópuleikunum 2019 og brons á EM 2018. Christopher er farinn heim til Dublin þar sem Harrington-fjölskyldan mun horfa saman á úrslitabardagann.úr einkasafni „Þetta hefur verið stöðug en jafnframt erfið leið hjá henni en að komast á toppinn er ótrúlegt,“ sagði Christopher sem er elstur fjögurra systkina. Meðfram því að stunda hnefaleika starfar Kellie við ræstingar á spítala í Dublin. Og þar ætlar hún að starfa áfram, jafnvel þótt hún verði Ólympíumeistari. „Hún er framlínustarfsmaður. Hún hefur fengið mörg tækifæri til að gerast atvinnumaður en draumur hennar var alltaf að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd írsku þjóðarinnar. Það var frábært að komast á Ólympíuleikana og að fara í úrslit er draumi líkast,“ sagði Christopher að lokum.
Box Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira