„Það er búið að gjaldfella það að vera tónlistarmaður“ Ása Ninna Pétursdóttir og skrifa 4. ágúst 2021 14:47 Lagahöfundurinn og söngkonan Sóley Stefánsdóttir segir frá ferlinum í hlaðvarpsþættinum Bransakjaftæði. Sunna Ben „Ég hef verið í tónlist síðan ég var lítil og alltaf í kringum fólk sem er í tónlist. Ég kunni ekkert annað og kann ekkert annað,“ segir Sóley Stefánsdóttir í hlaðvarpsþættinum Bransakjaftæði. Sóley er lagahöfundur og söngkona sem hóf feril sinn í hljómsveitinni Seabear. Árið 2010 fór hún að gefa út lög upp á sitt einsdæmi og hafa lögin hennar vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. Gekk til liðs við Seabear Sóley segist hafa verið mjög blaut á bak við eyrun þegar hún byrjaði í bransanum ung að aldri. Hún segist vilja hafa vitað meira þegar kom að því að skrifa undir samninga eins stóra útgáfusamninga, þar sem smáa letrið var ekkert alltaf svo smátt. Sóley segist í raun hafa slysast inn í hljómsveitina Seabear á tíma og þá sem harmónikuleikari en hún segir tímabilið með hljómsveitinni hafa verið mjög lærdómsríkt. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bransakjaftæði - Sóley Stefánsdóttir[ \/] Hljómsveitin Seabear gaf út plötuna We Built a Fire árið 2010 sem hlaut mikla athygli en sama ár útskrifaðist Sóley úr Listaháskóla Íslands og gaf út sína fyrstu EP plötu, Theater Island. Seabear skrifaði svo undir höfundaréttasamning við Warner með lagið Cold Summer í þættina Grey‘s Anatomy. Sóley segir þetta hafa verið nokkuð stórt stökk og miklir peningar í spilinu á þessum tíma. Við fengum einhverjar þúsundir evra á mann og það gekk frekar vel. Hefði viljað vita meira Þegar Sóley byrjaði svo að vinna að sínum sólóferli þá fékk hún breska umboðsmenn sem fóru að rýna betur í útgáfusamninginn sem hún skrifaði undir hjá Warner. Við nánari skoðun kom í ljós allskyns kvaðir sem hún var ekki meðvituð um og að samningurinn náði í raun yfir sólóferilinn hennar líka. „Þarna hófst margra ára rifrildi milli plötufyrirtækisins, umboðsmannanna og útgáfufyrirtækisins. Þetta tímabil var bara í móðu. Það voru allir að rífast, allt í volli og allir á móti öllum. Þarna áttaði ég mig á því að ég þurfti að vita meira.“ Hún segir mikilvægt að tónlistarfólk sem fari út í það að skrá sig hjá útgáfufyrirtækjum og skrifa undir samninga sé mjög vel upplýst og fái hjálp til að skilja hvað það er í raun að skrifa undir. Ég einhvern veginn bara treysti alltaf fólki. Fólk er alveg næs en svo er þetta bara bransi og buissness og maður er bara allt í einu orðin eitthvað vörumerki. Peningarnir skipta ekki máli Sóley segir það hafa reynt á sköpunarferlið að vinna með plötuútgáfum og umboðsmönnum sem settu henni ákveðin skilyrði og ramma. Hún hafi oft á tíðum upplifað það að hugmyndir hennar og rödd fengju ekki nægan hljómgrunn og að verið væri að stýra henni í einhverja átt sem hún vildi jafnvel ekki fara í. Mér fannst stundum eins og ég væri jafnvel of mikill listamaður fyrir þetta umhverfi. Ég var svo ánægð þegar ég svo áttaði mig á því að peningar skipta ekki máli og það eina sem skiptir máli er að gera það sem ég vil vera að gera. Þegar talið berst að þróun tónlistarútgáfu í dag segist Sóley hafa verulegar áhyggjur. Hún segir mikið vanta upp á að löggjöf varðandi útgáfu á steymisveitum eins og Spotify og að tónlistarfólk sé nánast farið að gefa vinnuna sína. Það er búið að gjaldfella það að vera tónlistarmaður eða tónskáld. Svo er maður enn að heyra: Hvað gerir þú yfir daginn? Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16. Bransakjaftæði Tónlist Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Sjá meira
Sóley er lagahöfundur og söngkona sem hóf feril sinn í hljómsveitinni Seabear. Árið 2010 fór hún að gefa út lög upp á sitt einsdæmi og hafa lögin hennar vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. Gekk til liðs við Seabear Sóley segist hafa verið mjög blaut á bak við eyrun þegar hún byrjaði í bransanum ung að aldri. Hún segist vilja hafa vitað meira þegar kom að því að skrifa undir samninga eins stóra útgáfusamninga, þar sem smáa letrið var ekkert alltaf svo smátt. Sóley segist í raun hafa slysast inn í hljómsveitina Seabear á tíma og þá sem harmónikuleikari en hún segir tímabilið með hljómsveitinni hafa verið mjög lærdómsríkt. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bransakjaftæði - Sóley Stefánsdóttir[ \/] Hljómsveitin Seabear gaf út plötuna We Built a Fire árið 2010 sem hlaut mikla athygli en sama ár útskrifaðist Sóley úr Listaháskóla Íslands og gaf út sína fyrstu EP plötu, Theater Island. Seabear skrifaði svo undir höfundaréttasamning við Warner með lagið Cold Summer í þættina Grey‘s Anatomy. Sóley segir þetta hafa verið nokkuð stórt stökk og miklir peningar í spilinu á þessum tíma. Við fengum einhverjar þúsundir evra á mann og það gekk frekar vel. Hefði viljað vita meira Þegar Sóley byrjaði svo að vinna að sínum sólóferli þá fékk hún breska umboðsmenn sem fóru að rýna betur í útgáfusamninginn sem hún skrifaði undir hjá Warner. Við nánari skoðun kom í ljós allskyns kvaðir sem hún var ekki meðvituð um og að samningurinn náði í raun yfir sólóferilinn hennar líka. „Þarna hófst margra ára rifrildi milli plötufyrirtækisins, umboðsmannanna og útgáfufyrirtækisins. Þetta tímabil var bara í móðu. Það voru allir að rífast, allt í volli og allir á móti öllum. Þarna áttaði ég mig á því að ég þurfti að vita meira.“ Hún segir mikilvægt að tónlistarfólk sem fari út í það að skrá sig hjá útgáfufyrirtækjum og skrifa undir samninga sé mjög vel upplýst og fái hjálp til að skilja hvað það er í raun að skrifa undir. Ég einhvern veginn bara treysti alltaf fólki. Fólk er alveg næs en svo er þetta bara bransi og buissness og maður er bara allt í einu orðin eitthvað vörumerki. Peningarnir skipta ekki máli Sóley segir það hafa reynt á sköpunarferlið að vinna með plötuútgáfum og umboðsmönnum sem settu henni ákveðin skilyrði og ramma. Hún hafi oft á tíðum upplifað það að hugmyndir hennar og rödd fengju ekki nægan hljómgrunn og að verið væri að stýra henni í einhverja átt sem hún vildi jafnvel ekki fara í. Mér fannst stundum eins og ég væri jafnvel of mikill listamaður fyrir þetta umhverfi. Ég var svo ánægð þegar ég svo áttaði mig á því að peningar skipta ekki máli og það eina sem skiptir máli er að gera það sem ég vil vera að gera. Þegar talið berst að þróun tónlistarútgáfu í dag segist Sóley hafa verulegar áhyggjur. Hún segir mikið vanta upp á að löggjöf varðandi útgáfu á steymisveitum eins og Spotify og að tónlistarfólk sé nánast farið að gefa vinnuna sína. Það er búið að gjaldfella það að vera tónlistarmaður eða tónskáld. Svo er maður enn að heyra: Hvað gerir þú yfir daginn? Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði Tónlist Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Sjá meira