Ég er ekki ráðherra Stefán Andri Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2021 13:01 Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu. En ráðherra á að tala fyrir hönd margra. Menntamálaráðherra á til dæmis að tala fyrir hönd kennara, á öllum stigum ekki bara framhalds- og háskóla. Menntamálaráðherra á að tala fyrir hönd nemanda, í grunn- og leikskólum ekki bara framhalds- og háskólum. Þó svo að grunn- og leikskólastigið sé á könnu sveitafélaga þá ber menntamálaráðherra samt endanlega ábyrgð á þessum stigum, það reynir þá bara á samstarfshæfni ráðherra. Heilbrigðisráðherra á að tala fyrir hönd, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna heilbrigðisstéttarinnar. Heilbrigðisráðherra á einnig að tala fyrir hönd almennings þegar kemur að heilsu þeirra, þá er mjög mikilvægt að tala fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir slys og sjúkdóma. Báðir þessir ráðherrar eru yfirmenn stærstu atvinnustétta landsins og þeir eru ekki góðir yfirmenn. Því að góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að hafa velferð starfsmanna sinna ávallt í fyrirrúmi er mikilvægasti eiginleiki yfirmanns og undir það falla báðir þessir yfirmenn því miður ekki. Menntamálaráðherra sagði stolt að við héldum skólum opnum og það væri hugur í kennurum. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að hún hefði verið með stærðarinnar samráðsfund með kennurum þar sem að þeir komu allir saman og hrópuðu hátt að þeir mundu taka slaginn með henni gegn þessarri vá sem herjaði á landsmenn. En ég veit betur, það var engin svona fundur og menntamálaráðherra tók engan slag með kennurum. Á meðan sumum kennurum var vísað heim til sín þar sem þeir reyndu að halda sambandi við nemendur sína í gegnum þá tækni sem var í boði í hverjum skóla fyrir sig, þá voru aðrir sem mættu í skólann og sinntu sínu starfi þar. Það leið að páskum og ástandið fór versnandi með hverjum degi og sumir kennarar brotnuðu niður og grétu þegar þeir töldu að nemendur þeirra sæu ekki til. Þetta var á síðasta ári, við gengum öll í gegnum þetta og ég er ekki að segja að kennarar séu eitthvað mikilvægari eða fórnuðu meira en nokkur annar á Íslandi. En ríkisstjórnin og menntamálaráðherra sagði að það væri hugur í kennurum og að okkur hefði tekist að halda skólastarfi að miklu leyti óskertu. Óskert er ansi sveigjanlegt hugtak hjá þessum ráðherrum, þá veit ég ekki heldur við hvaða kennara ráðherra ræddi. En það var allavega ekki við kennara í mínum skóla, eða skóla konunnar minnar eða systur minnar eða barnanna minna. Kennarar í þessum fjórum skólum þraukuðu þetta átak í fyrra en að segja að það hafi verið hugur í þeim veit ég ekkert um, eflaust einhverjum, kannski flestum en ekki öllum. En það var í fyrra, núna er komið nýtt ár og skólastarf að hefjast af nýju og nýtt afbrigði af þessari veiru. Ég ætlast ekki til að heilbrigðisráðherra fari að sinna sjúklingum sjálf, né ætlast ég til að menntamálaráðherra fari að kenna. En ég ætlast til þess að þær verði betri yfirmenn og ræði við starfsmenn sína og taki þannig ábyrgð eins og þeim ber að gera. Það á ekki að þurfa heila stétt eins og leikskólakennara að koma fram í fjölmiðlum grátbiðjandi um upplýsingar og útskýringar frá ráðherra fyrir þeim ákvörðunum sem ráðherra tekur. Ráðherra á ekki að koma fram segjast ætla að hefja samræður við kennara og útgangspunkturinn er vilji ráðherra og hlutverk kennara einfaldlega að finna leið til að framfylgja þeim vilja. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að skólastarf haldist eðlilegt. Það er mikilvægt fyrir heilsu og velferð nemenda, fyrir kennara og fyrir atvinnulífið. En ástandið er samt ennþá í mikilli óvissu og aftur ákveða ráðherrar að kennarar séu framlínustarfsmenn sem eiga að vinna sína vinnu án mótmæla. En ég mótmæli, ég er ekki ráðherra og tala ekkert endilega fyrir hönd allra kennara eða foreldra. En ég á aðstandendur sem eru í áhættuhópum og geta veikst alvarlega. Ég veit líka að ef tugir unglinga og barna fara að veikjast þá verður umræðan allt öðruvísi. Þá mega þessir ráðherrar ekki bara koma ríðandi á hvítum hesti og ætla sér að bjarga ástandinu. Því valdið er þeirra til þess að koma í veg fyrir nákvæmlega þannig ástand og ábyrgðin þar af leiðandi líka. Ég er ekki ráðherra, ég er bara svekktur með ráðherra. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu. En ráðherra á að tala fyrir hönd margra. Menntamálaráðherra á til dæmis að tala fyrir hönd kennara, á öllum stigum ekki bara framhalds- og háskóla. Menntamálaráðherra á að tala fyrir hönd nemanda, í grunn- og leikskólum ekki bara framhalds- og háskólum. Þó svo að grunn- og leikskólastigið sé á könnu sveitafélaga þá ber menntamálaráðherra samt endanlega ábyrgð á þessum stigum, það reynir þá bara á samstarfshæfni ráðherra. Heilbrigðisráðherra á að tala fyrir hönd, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna heilbrigðisstéttarinnar. Heilbrigðisráðherra á einnig að tala fyrir hönd almennings þegar kemur að heilsu þeirra, þá er mjög mikilvægt að tala fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir slys og sjúkdóma. Báðir þessir ráðherrar eru yfirmenn stærstu atvinnustétta landsins og þeir eru ekki góðir yfirmenn. Því að góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að hafa velferð starfsmanna sinna ávallt í fyrirrúmi er mikilvægasti eiginleiki yfirmanns og undir það falla báðir þessir yfirmenn því miður ekki. Menntamálaráðherra sagði stolt að við héldum skólum opnum og það væri hugur í kennurum. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að hún hefði verið með stærðarinnar samráðsfund með kennurum þar sem að þeir komu allir saman og hrópuðu hátt að þeir mundu taka slaginn með henni gegn þessarri vá sem herjaði á landsmenn. En ég veit betur, það var engin svona fundur og menntamálaráðherra tók engan slag með kennurum. Á meðan sumum kennurum var vísað heim til sín þar sem þeir reyndu að halda sambandi við nemendur sína í gegnum þá tækni sem var í boði í hverjum skóla fyrir sig, þá voru aðrir sem mættu í skólann og sinntu sínu starfi þar. Það leið að páskum og ástandið fór versnandi með hverjum degi og sumir kennarar brotnuðu niður og grétu þegar þeir töldu að nemendur þeirra sæu ekki til. Þetta var á síðasta ári, við gengum öll í gegnum þetta og ég er ekki að segja að kennarar séu eitthvað mikilvægari eða fórnuðu meira en nokkur annar á Íslandi. En ríkisstjórnin og menntamálaráðherra sagði að það væri hugur í kennurum og að okkur hefði tekist að halda skólastarfi að miklu leyti óskertu. Óskert er ansi sveigjanlegt hugtak hjá þessum ráðherrum, þá veit ég ekki heldur við hvaða kennara ráðherra ræddi. En það var allavega ekki við kennara í mínum skóla, eða skóla konunnar minnar eða systur minnar eða barnanna minna. Kennarar í þessum fjórum skólum þraukuðu þetta átak í fyrra en að segja að það hafi verið hugur í þeim veit ég ekkert um, eflaust einhverjum, kannski flestum en ekki öllum. En það var í fyrra, núna er komið nýtt ár og skólastarf að hefjast af nýju og nýtt afbrigði af þessari veiru. Ég ætlast ekki til að heilbrigðisráðherra fari að sinna sjúklingum sjálf, né ætlast ég til að menntamálaráðherra fari að kenna. En ég ætlast til þess að þær verði betri yfirmenn og ræði við starfsmenn sína og taki þannig ábyrgð eins og þeim ber að gera. Það á ekki að þurfa heila stétt eins og leikskólakennara að koma fram í fjölmiðlum grátbiðjandi um upplýsingar og útskýringar frá ráðherra fyrir þeim ákvörðunum sem ráðherra tekur. Ráðherra á ekki að koma fram segjast ætla að hefja samræður við kennara og útgangspunkturinn er vilji ráðherra og hlutverk kennara einfaldlega að finna leið til að framfylgja þeim vilja. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að skólastarf haldist eðlilegt. Það er mikilvægt fyrir heilsu og velferð nemenda, fyrir kennara og fyrir atvinnulífið. En ástandið er samt ennþá í mikilli óvissu og aftur ákveða ráðherrar að kennarar séu framlínustarfsmenn sem eiga að vinna sína vinnu án mótmæla. En ég mótmæli, ég er ekki ráðherra og tala ekkert endilega fyrir hönd allra kennara eða foreldra. En ég á aðstandendur sem eru í áhættuhópum og geta veikst alvarlega. Ég veit líka að ef tugir unglinga og barna fara að veikjast þá verður umræðan allt öðruvísi. Þá mega þessir ráðherrar ekki bara koma ríðandi á hvítum hesti og ætla sér að bjarga ástandinu. Því valdið er þeirra til þess að koma í veg fyrir nákvæmlega þannig ástand og ábyrgðin þar af leiðandi líka. Ég er ekki ráðherra, ég er bara svekktur með ráðherra. Höfundur er kennari.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun