Menningarlegt vandamál Jónas Elíasson skrifar 3. ágúst 2021 16:01 Menning er sígilt umræðuefni, sérstaklega hjá þeim sem vilja tjá sig um heimsvandann og góðan vilja til að vinna bug á honum. Efst á blaði er loftslagsvandinn, með svo mögnuðum heimsendaspádómum að börn eru frávita af skelfingu. Ekki bara sænski táningurinn frægi. Íslensk börn eru farin að tjá skelfingu sína á Rás 1. Mengun er svo yfirleitt næst í röðinni. Gera þurfi allt sem hægt er til að draga úr henni. Og svo er það nýjasta bölið sem er bílamenningin, (sjá t.d. Rakel Guðmundsdóttir í Kjarnanum 24. júlí 2021). Óvönduð umræða Stóri vandinn sem blasir hér við er sá, að fólk sem tekur þátt í umræðunni virðist sjá litla sem enga þörf á því að kynna sér málin, þrátt fyrir gnótt ágætra upplýsinga á netinu. Þetta á ekki hvað síst við loftslagspredikara. Þeir sýna lítinn sem engan áhuga á loftslagssögunni. Mengunarpostular hafa ekki fyrir því að kynna sér tölur á loftgæðasíðum og andstæðingar bílamenningar hafa minni en engan áhuga á því að mæta samgönguþörf nútímaþjóðfélags. Fínu nöfnin Þetta er þó ekki aðalmálið. Stærsti vandinn felst í stjórnmálamönnum sem vaða fram með miklar fyrirætlanir um að laga loftslagið, mengunina og bílamenninguna, oftar en ekki í einum pakka með einhverju fínu nafni og með það að markmiði að sópa að sér atkvæðum fólks sem bíður óþreyjufullt eftir, jafnvel bara einhverjum, aðgerðum heiminum til bjargar. Pólitíski áróðurinn Þessar áætlanir með fínu nöfnin eru misvondar. Loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gerir hvorki eitt eða neitt fyrir loftslagið, en stór partur af þeim fjármunum færi sjálfsagt í landgræðslu og skógrækt hvort eð er. Þarna er því fyrst og fremst verið að breyta heiti á útgjaldaliðum. Á hinum endanum, höfum við svo borgarlínuna, fokdýra framkvæmd sem munu skila litlum sem engum árangri. Fullt af fólki heldur að borgarlínan sé til bjargar loftslaginu, menguninni og til að berja niður bílamenninguna, allt í einum pakka. Þennan misskilning má rekja til þess þunga pólitíska áróðurs sem haldið hefur verið á lofti þess efnis að útblástur minnki, mengun verði minni og bílum fækki. Til að sjá að þessu er þveröfugt farið, þarf ekki annað en ná í aðgengilegar upplýsingar, gera útreikninga sem komast fyrir aftan á umslagi og í þetta þarf bara þá stærðfræðikunnáttu sem dugar fyrir matreiðslunámskeið. Á samgongurfyriralla.is má sjá þetta nánar útfært. Sannleikur að hluta til Það skaðlega við þetta er, þegar menntamenn eru dregnir inn í svona áætlanir, látnir vitna um ágæti framtaksins með því að svara einhverjum þröngum spurningum og skrifa skýrslur um. Það má skrifa langar skýrslur um hvað sparast mikill útblástur með því að setja um 200 strætóa á rafmagn, og það má alveg sleppa því að setja í skýrsluna spurninguna um af hverju það er ekki búið að setja Strætó bs á rafmagn fyrir löngu. Það má skrifa um hvað fækkun um 10.000 bíla minnkar rykmengun og sleppa síðan því að eini virkilega heilsuspillandi mengunartoppurinn á höfuðborgarsvæðinu er á gamlárskvöld og nýársdag. Það þarf heldur ekkert að minnast á það, að engar líkur eru á því að bílum fækki nokkuð svo muni um á næstu áratugum. Til þess er ferðatími að meðaltali of stuttur á höfuðborgarsvæðinu og meðalhraði strætó of lágur. Samkeppnisstaða almenningssamganga við einkabílinn er m.ö.o. ansi snúin. Vandaðar rannsóknir og áætlanir eru nauðsynlegar til að viðhalda menntunarstigi þjóðarinnar. en það sem að hér er talið virkar í hina áttina. Þegar er farið að bera á BS og MS ritgerðum í háskólunum í sama stíl og skýrslurnar sem lýst er á undan. Þetta er mikill skaði og er ábyrgð þeirra pólitíkusa mikil sem hér koma að málum. Höfundur er rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Menning er sígilt umræðuefni, sérstaklega hjá þeim sem vilja tjá sig um heimsvandann og góðan vilja til að vinna bug á honum. Efst á blaði er loftslagsvandinn, með svo mögnuðum heimsendaspádómum að börn eru frávita af skelfingu. Ekki bara sænski táningurinn frægi. Íslensk börn eru farin að tjá skelfingu sína á Rás 1. Mengun er svo yfirleitt næst í röðinni. Gera þurfi allt sem hægt er til að draga úr henni. Og svo er það nýjasta bölið sem er bílamenningin, (sjá t.d. Rakel Guðmundsdóttir í Kjarnanum 24. júlí 2021). Óvönduð umræða Stóri vandinn sem blasir hér við er sá, að fólk sem tekur þátt í umræðunni virðist sjá litla sem enga þörf á því að kynna sér málin, þrátt fyrir gnótt ágætra upplýsinga á netinu. Þetta á ekki hvað síst við loftslagspredikara. Þeir sýna lítinn sem engan áhuga á loftslagssögunni. Mengunarpostular hafa ekki fyrir því að kynna sér tölur á loftgæðasíðum og andstæðingar bílamenningar hafa minni en engan áhuga á því að mæta samgönguþörf nútímaþjóðfélags. Fínu nöfnin Þetta er þó ekki aðalmálið. Stærsti vandinn felst í stjórnmálamönnum sem vaða fram með miklar fyrirætlanir um að laga loftslagið, mengunina og bílamenninguna, oftar en ekki í einum pakka með einhverju fínu nafni og með það að markmiði að sópa að sér atkvæðum fólks sem bíður óþreyjufullt eftir, jafnvel bara einhverjum, aðgerðum heiminum til bjargar. Pólitíski áróðurinn Þessar áætlanir með fínu nöfnin eru misvondar. Loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gerir hvorki eitt eða neitt fyrir loftslagið, en stór partur af þeim fjármunum færi sjálfsagt í landgræðslu og skógrækt hvort eð er. Þarna er því fyrst og fremst verið að breyta heiti á útgjaldaliðum. Á hinum endanum, höfum við svo borgarlínuna, fokdýra framkvæmd sem munu skila litlum sem engum árangri. Fullt af fólki heldur að borgarlínan sé til bjargar loftslaginu, menguninni og til að berja niður bílamenninguna, allt í einum pakka. Þennan misskilning má rekja til þess þunga pólitíska áróðurs sem haldið hefur verið á lofti þess efnis að útblástur minnki, mengun verði minni og bílum fækki. Til að sjá að þessu er þveröfugt farið, þarf ekki annað en ná í aðgengilegar upplýsingar, gera útreikninga sem komast fyrir aftan á umslagi og í þetta þarf bara þá stærðfræðikunnáttu sem dugar fyrir matreiðslunámskeið. Á samgongurfyriralla.is má sjá þetta nánar útfært. Sannleikur að hluta til Það skaðlega við þetta er, þegar menntamenn eru dregnir inn í svona áætlanir, látnir vitna um ágæti framtaksins með því að svara einhverjum þröngum spurningum og skrifa skýrslur um. Það má skrifa langar skýrslur um hvað sparast mikill útblástur með því að setja um 200 strætóa á rafmagn, og það má alveg sleppa því að setja í skýrsluna spurninguna um af hverju það er ekki búið að setja Strætó bs á rafmagn fyrir löngu. Það má skrifa um hvað fækkun um 10.000 bíla minnkar rykmengun og sleppa síðan því að eini virkilega heilsuspillandi mengunartoppurinn á höfuðborgarsvæðinu er á gamlárskvöld og nýársdag. Það þarf heldur ekkert að minnast á það, að engar líkur eru á því að bílum fækki nokkuð svo muni um á næstu áratugum. Til þess er ferðatími að meðaltali of stuttur á höfuðborgarsvæðinu og meðalhraði strætó of lágur. Samkeppnisstaða almenningssamganga við einkabílinn er m.ö.o. ansi snúin. Vandaðar rannsóknir og áætlanir eru nauðsynlegar til að viðhalda menntunarstigi þjóðarinnar. en það sem að hér er talið virkar í hina áttina. Þegar er farið að bera á BS og MS ritgerðum í háskólunum í sama stíl og skýrslurnar sem lýst er á undan. Þetta er mikill skaði og er ábyrgð þeirra pólitíkusa mikil sem hér koma að málum. Höfundur er rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun