Venesúelakonan Yulimar Rojas kom, sá og sigraði með glæsibrag í þrístökki. Sjötta og síðasta stökkið hennar var best þar sem hún stökk 15,67 metra og eignaði sér þar með heimsmet í greininni.
Rojas bætti met Inessu Krevets frá árinu 1995 um 17 sentimetra.
NEW WORLD RECORD
— #3Sports (@3SportsGh) August 1, 2021
15.67m.
Yulimar Rojas is the first Venezuelan woman to win gold and she now holds both, the indoor and outdoor triple jump world record.#3Sports #Tokyo2020 pic.twitter.com/vdziInIKJG
Í hástökki karla sættust þeir Gianmarco Tamberi, frá Ítalíu, og Mutaz Essa Barshim, frá Katar, á að deila efsta sætinu og hljóta þeir því báðir gullmedalíu.
Þeir höfðu báðir náð að stökkva 2,37 en tókst ekki að komast yfir 2,39 metra. Í stað þess að fara í bráðabana um gullið höfðu þeir val um að deila efsta sætinu, sem og þeir gerðu. Myndband af þessu magnaða augnabliki má sjá hér að neðan.
The moment Italy's Gianmarco Tamberi and Mutaz Essa Barshim of Qatar decided to share gold in the high jump! pic.twitter.com/36jBgXLImb
— James Nalton (@JDNalton) August 1, 2021
Síðasta greinin var 100 metra spretthlaup sem er alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu á Ólympíuleikum.
Þar reyndist Lamont Marcell Jacobs sneggstur en hann kom í mark á 9,80 sekúndum og tryggði Ítölum sína fyrstu medalíu í greininni á Ólympíuleikum.
2004 - Italy have won two gold medals in athletism in a single Olympic Game - Marcell #Jacobs in 100m and Gianmarco #Tamberi in high jump - for the first time since Athens 2004 (Baldini, marathon - Brugnetti, 20 km walk). Crazy.#Tokyo2020 #Olympics #Olympics2020 pic.twitter.com/xvwVNG8jfX
— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 1, 2021